Bæjarins besta - 29.01.2009, Side 8
8 FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 2009
Inn að beini Pálmi Gestssonleikari
Bolvíski leikarinn Pálmi Gestsson er landsþekktur fyrir að bregða sér í líki margra ógleymanlegra persóna
ásamt félögum sínum í Spaugstofunni. En hann er ekki síðri í dramahlutverkum og er þar skemmst fyrir
Vestfirðinga að minnast hans í hinu umdeilda verki Svartur fugl sem sýnt var á Ísafirði á síðasta ári. Til
gamans má geta að Pálmi hlaut Edduverðlaunin fyrir besta leik í aukahlutverki í áramótaskaupi sjónvarpsins
2004 og var tilnefndur til verðlaunanna fyrir aðalhlutverk í kvikmyndinni Ikingut eftir Gísla Snæ Erlingsson.
Afdrifaríkasta ákvörðun lífs þíns?
Ég hef ekki tekið hana ennþá.
Hvar langar þig helst að búa?
Á Íslandi.
Hver var hamingjusamasta stund lífs þíns?
Þegar börnin mín fæddust (þykir klisja en er samt sönn).
Mestu vonbrigði lífs þíns?
Snjóflóðavarnargarður í Bolungavík.
Mesta uppgötvunin í lífi þínu?
Þær eru margar og allar mestar.
Uppáhaldslagið?
Um þessar mundir: Ó helga nótt sungið af Agli Ólafssyni.
Uppáhaldskvikmyndin?
La vita e bella.
Uppáhaldsbókin?
Heimsljós Laxness.
Ógleymanlegasta ferðalagið?
Hef ekki farið það ennþá.
Uppáhaldsborgin?
New York.
Besta gjöfin?
Sú sem gefin er af heilum hug.
Telur þú að líf sé á öðrum hnöttum?
Ég veit það ekki!
Hvaða hlut geturðu alls ekki verið án?
Bíllyklana (það er svo margt sem hangir á kippunni).
Fyrsta starfið?
Heyskapur hjá afa í Vatnsnesinu.
Draumastarfið?
Er í því.
Hvaða frægu manneskju hefur þér verið líkt við?
Baldur Trausta Hreinsson.
Fallegasti staðurinn á Íslandi?
Ísafjarðardjúp og allt sem því tilheyrir
(reyndar Vestfirðirnir allir).
Skondnasta upplifun þín?
Hef aldrei upplifað neitt skondið.
Aðaláhugamálið?
Lífið og tilveran. Manneskjan og mannlegt eðli.
Besta vefsíðan að þínu mati?
Geri ekki uppá milli BB.is Skutull.is og Vikari.is.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór?
Stærri.
Hver er þinn helsti kostur að þínu mati?
Að vera Vestfirðingur.
En helsti löstur?
Full lystugur.
Besta farartækið?
Dojdsinn hans afa.
Hver er uppáhaldshátíðardagurinn þinn?
Sá sem er hverju sinni.
Hvaða manneskju lítur þú mest upp til?
Foreldra minna, afa og ömmu og konunnar minnar.
Ef þú mættir heita hvað sem er, hvað myndirðu heita?
Pálmi.
Á hvaða tíma sólarhrings kanntu best við þig?
Síðla kvölds þegar allt er orðið hljótt, þá er
hægt að fara að bretta upp ermar og vinna.
Í hvaða stjörnumerki ertu?
Voginni.
Lífsmottóið þitt?
Oft má saltkjöt liggja!
Kostnað-
ur hækkar
Gera má ráð fyrir að kostn-
aður við gerð Bolungarvík-
urganga hafi hækkað umtals-
vert síðustu misseri. Bygg-
ingarvísitalan hefur hækkað
um 28,6% síðastliðna 12
mánuði samkvæmt útreikn-
ingi Hagstofunnar en sam-
kvæmt upplýsingum sem
fengust frá Vegagerðinni
hefur vísitalan hækkað um
25% frá samningsverði gang-
anna.
Tilboð Ósafls, sem sér um
jarðgangagerðina, hljóðaði
upp á tæpa 3,5 milljarða sem
var um 88% af áætluðum
kostnaði. Sé reiknað með
25% hækkun á byggingar-
vísitölu, gerir það 870 millj-
ónir króna. Heildarkostnaður
verksins hljóðar því upp á
4,3 milljarða.
Færri í Þjóð-
kirkjunni
Um 14,3% íbúa í Ísafjarð-
arprestakalli tilheyrðu ekki
íslensku Þjóðkirkjunni á síð-
asta ári samkvæmt nýjum
tölum frá Hagstofu Íslands.
Hlutfall íbúa utan Þjóðkirkj-
unnar hefur aukist jafnt og
þétt frá árinu 2006 þegar
11,2% stóðu utan kirkjunnar.
Örlítið fleiri konur en karl-
ar standa utan Þjóðkirkj-
unnar í prestakallinu, en
munurinn er varla marktæk-
ur, eða 215 konur á móti 212
karlmönnum.
Helgi í mynd
með Renny
Harlin
Ísfirski leikarinn og tón-
listarmaðurinn Helgi Björns-
son mun fara með hlutverk í
nýrri mynd finnsk/bandaríska
kvikmyndagerðarmannsins
Rennys Harlins. Myndin
heitir Mannerheim og fjallar
um Carl Gustaf Emil Mann-
erheim, hershöfðingja og
síðar forseta, sem er þjóð-
hetja í augum Finna.
Helgi er ekki eini Íslend-
ingurinn sem kemur að
myndinni en Ingvar Þórðar-
son og Júlíus Kemp verða á
meðal framleiðenda ásamt
því íslenskt starfsfólk kemur
að gerð hennar.
Renny Harlin hefur gert
garðinn frægan fyrir spennu-
myndir á borð við Die hard
og Cliffhangar. Fram kemur
á imdb.com að Mannerheim
verði frumsýnd á næsta ári.