Bæjarins besta - 29.01.2009, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 2009 9
Varð fyrir grjótkasti
Leifur Halldórsson frá Ögri við
Ísafjarðardjúp er meðal þeirra
fjölmörgu lögreglumanna sem
staðið hafa í eldlínunni í Reykja-
vík að undanförnu, þegar mót-
mælaaðgerðir gegn ástandinu í
samfélaginu hafa farið úr bönd-
unum. Leifur er rannsóknarlög-
reglumaður en þarf samt að
standa vaktir á Austurvelli og
annars staðar þar sem þörf krefur
þegar ástandið og álagið á lög-
regluna er með þeim hætti sem
verið hefur að undanförnu. „Það
verða allir að hjálpast að“, segir
hann. „Við höfum líka fengið
liðsinni bæði frá Suðurnesjum
og Selfossi.“
Í síðustu viku var Leifur meira
og minna á vaktinni alla vikuna
frá tólf og upp í sextán tíma á
sólarhring og meiddist þegar
hann fékk í sig grjót við Alþingis-
húsið þegar lætin voru mest.
„Það var þó minni háttar miðað
við marga aðra“, segir hann.
„Margir hafa fengið í sig grjót
og glerflöskur og sitthvað annað,
en flestir sloppið með marbletti.
Samt hafa þó nokkrir slasast al-
varlega og litlu mátt muna að illa
færi. Það er verið að lemja í okkur
og veitast að okkur með ýmsum
hætti, alveg frá því að kasta í
okkur snjóboltum, eggjum, súr-
mjólk, skyri, olíumálningu og
grjóti og upp í það að reyna að
stinga okkur með hnífum. Þá er
líka verið að henda í okkur smá-
mynt sem oft er sett inn í snjó-
bolta.“
Agaleysi gagn-
vart lögreglu
Leifur segir það sína skoðun,
að lögregla á Íslandi sé með mik-
ið langlundargeð gagnvart borg-
urum landsins.
„Ef við miðum okkur við
nágrannalöndin, þá ríkir hér al-
gjört agaleysi gagnvart lögreglu.
Það er nú einu sinni þannig, að ef
lögregla gefur fyrirmæli eða
skipun, þá ber viðkomandi lögum
samkvæmt að fara eftir þeirri
skipun. Hvaða álit sem viðkom-
andi kann svo að hafa á þeirri
skipun.“
Hann segir ástandið í borginni,
sem lögreglan hefur þurft að fást
við, hafa farið stigversnandi allt
frá hruni bankanna í byrjun októ-
ber.
„Þetta hefur bitnað mismun-
andi mikið á þeim sem eru við
störf, en allir hafa þurft að leggja
hönd á plóginn með einum eða
öðrum hætti, líka þeir sem venju-
lega starfa við innivinnu eins og
rannsóknir mála. Það er búið að
vera mikið álag á mannskapinn
og jafnvel er ekki auðvelt að hvíl-
ast eða sofna þegar menn eru
lausir í nokkra klukkutíma.“
Góðkunningjar
lögreglunnar
Þegar Leifur er spurður nánar
um álagið og líðanina sem þessu
fylgir, segir hann:
„Þetta hefur mikil áhrif á okkur
öll sem störfum við þetta, mis-
munandi mikil eftir því hversu
mikla reynslu fólkið hefur í lög-
reglunni. Á köflum er þetta nán-
ast ómanneskjulegt álag. Að
standa fyrir framan fólk sem þú
heyrir ekkert gott frá. Orðbragðið
hefur verið svo svakalegt stund-
um, að það er ekki hafandi eftir.
Þetta kemur líka frá fólki sem
maður hefði haldið að væru
venjulegir heimilisfeður og
venjulegar húsmæður í Vestur-
bænum, eins og kallað er, og allt
niður í smákrakka.
Svo eru þessir líkamlegu kon-
taktar til viðbótar. Margir eru
komnir þarna í þeim tilgangi ein-
um að reyna að espa lögreglu-
menn upp. Þess ber þó að geta,
að þeir sem verstir eru telja sig
sennilega hafa harma að hefna í
garð lögreglu. Margir þeirra eru
það sem hægt er að kalla góð-
kunningja lögreglu, þ.e. fólk sem
höfð hafa verið afskipti af vegna
ýmissa afbrota. Ég skil annars
og virði rétt fólks til að mótmæla
eða segja skoðun sína, en það
sem við höfum orðið vitni að
núna undir það síðasta á ekkert
skylt við mótmæli. Þetta eru
óeirðir.
Þá höfum við heyrt hjá fólki,
að við verðum að fara að ákveða
með hverjum við stöndum. Þá er
væntanlega átt við hvort við ætl-
um ekki að ganga til liðs við þá
sem eru á móti sitjandi ríkis-
stjórn. Það mun hins vegar eng-
inn lögreglumaður nokkurn tím-
ann gera, því að þá væri ekki
mikið eftir af þeirri þjóðfélags-
skipan sem við viljum hafa í
okkar landi. Við munum halda
uppi lögum og reglu í landinu
eins og okkur er ætlað að gera.
Það fer ekki hjá því að lög-
reglumenn geta orðið upptrekktir
eftir maraþonvaktir dag eftir dag
með tilheyrandi áreiti. Lögreglu-
menn eru bara manneskjur eins
og aðrir, en samt sem áður hafa
lögreglumenn farið að reglum í
einu og öllu þrátt fyrir þetta mikla
áreiti.“
Börnin skilja þetta ekki
„Svo hefur þetta líka áhrif á
fjölskyldur okkar. Þeim stendur
ekki á sama. Það er erfitt að sjá
ástvin sinn í sjónvarpinu í átökum
við einhvern skríl og búast jafn-
vel við símtali á hverri stundu,
vegna þess að viðkomandi hafi
slasast og sé á sjúkrahúsi. Börnin
skilja þetta ekki og eru hrædd.
Umfjöllun í fjölmiðlum og á
bloggsíðum og raunar alls staðar
er kapítuli út af fyrir sig. Hún er
stundum alveg rosaleg fyrir okk-
ur og fólkið okkar. Þar kemur oft
fram svo brengluð mynd af því
sem gerist. Ég er nú kannski orð-
inn svo sjóaður í þessu, að ég er
hættur að fara inn á bloggsíður
þar sem verið er að blogga við
fréttir. Það er auðvelt fyrir þá
sem ekki þekkja til, að horfa á
mynd í blaði eða á vefsíðu þar
sem eitthvað er að gerast, en
myndin segir þér ekki hvað gerð-
ist á undan.“
Fólk hefur val
„Sagt hefur verið að lögreglan
fari fram með offorsi, eins og
þarna í Alþingisgarðinum, en við
sjálf lítum ekki þannig á hlutina.
Það er hlutverk lögreglunnar að
halda uppi lögum og reglu í
landinu, og þegar svo er komið
að fólk fer ítrekað ekki eftir til-
mælum eða fyrirmælum lögreglu,
þá þætti mér ég vera dálítill
ómerkingur ef ég léti það bara
gott heita. Fólk hefur alltaf þetta
val og getur farið að fyrirmælum
lögreglu, því að þau eru alls ekki
flókin.
Ef ég bið mann til dæmis að
færa sig af götunni, en hann gerir
það ekki og glottir bara að mér
og jafnvel ýtir við mér, og ég
bregst ekki við því, þá gæti ég
alveg eins verið bara heima hjá
mér ef ég ekki mundi bregðast
við því. Og síðan eru lögreglu-
menn kallaðir ofbeldisseggir.
Það er í rauninni alltaf alveg
sama hvað lögreglan aðhefst eða
aðhefst ekki, við erum alltaf að
gera eitthvað rangt að sumra
dómi. Síðan ætlast þetta sama
fólk til að fá lögregluna til hjálpar
þegar eitthvað bjátar á hjá því.
Annað er, að vegna ástandsins í
þjóðfélaginu hefur margt verið
látið viðgangast og lögregla ekki
brugðist við, en þegar ofbeldi og
eignaspjöll er orðið ráðandi, þá
er sannarlega ekki hægt annað
en taka á því.
Hinu má ekki gleyma, að núna
höfum við fengið alveg gríðar-
lega mikið af góðum kveðjum
frá fólki, og það er ómetanlegt
fyrir okkur.“
Hótanir teknar
alvarlega
Varðandi persónulegar að-
stæður sínar, fjölskylduhagi og
slíkt, þá er Leifur ekki tilbúinn
að greina frá því, þar sem lög-
reglumenn hafa fengið mjög al-
varlegar hótanir frá alls kyns
fólki.
„Það er verið að hóta líkams-
meiðingum á fjölskyldumeðlimi,
maka og börn lögreglumanna,
og svo er lögreglumönnum sjálf-
um hótað oft og iðulega. Þetta
hefur verið gert bæði á bloggsíð-
um á netinu og beint til lögreglu-
manna á götunni. Við sem störf-
um í þessu höfum allar ástæður
til að taka þessar hótanir alvar-
lega og gerum það svo sannar-
lega.“
Áratugur í
lögreglustarfi
Leifur byrjaði í lögreglunni á
Ísafirði árið 1999 þegar Hlynur
Snorrason lögreglufulltrúi plat-
aði hann í þetta starf, eins og
hann kemst að orði.
„Hann taldi mig vel til starfsins
fallinn. Ég var nú ekki alveg sam-
mála því, en hann gafst ekki upp.
Ég er búinn að vera í þessu síðan
og í rauninni líkar mér starfið
mjög vel, þó að auðvitað sé það
ekki alltaf skemmtilegt, eins og
líklega flest.“
Leifur kláraði Lögregluskól-
ann árið 2001 og vann áfram á
Ísafirði í þrjú ár eftir það, var svo
hjá Ólafi Helga sýslumanni á Sel-
fossi í tvö-þrjú ár en síðan hefur
hann verið á höfuðborgarsvæð-
inu. Við sameiningu lögreglu-
embættanna á höfuðborgarsvæð-
inu var hann skipaður rannsókn-
arlögreglumaður í umferðar-
deild, þar sem hann sinnir fram-
haldsrannsóknum í umferðar-
málum og slysarannsóknum.
Í huganum heima í Ögri
Leifur er liðlega fertugur - „en
lít ekki út fyrir það“, segir hann
og hlær. Hann er fæddur í gamla
sjúkrahúsinu á Ísafirði og uppal-
inn í Ögri við Ísafjarðardjúp og
var í heimavistarskólanum í
Reykjanesi við Djúp.
„Það má segja að eiginlega sé
ég ekki enn fluttur frá Ögri. Ég
er þar meira og minna og ég er
þar í huganum þegar ég er ekki á
staðnum sjálfum. Draumastaðan
hefði verið að búa þar en aðstæð-
ur í Djúpinu eru þannig að þær
hafa ekki boðið upp á það. Nema
þá að gerast einsetukall einhvers
staðar. Það er enginn skóli þar
lengur, fátt fólk og erfitt um vik
að flestu leyti.“
– Hlynur Þór Magnússon.