Bæjarins besta - 29.01.2009, Side 19
FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 2009 19
Algjört forgangsatriði að bæta
afhendingaröryggi raforku
Búist er við að raforkunotk-
un á Vestfjörðum hafi aukist
um 6,4% árið 2020 samkvæmt
raforkuspá 2008-2030. Spáin
miðast við þá þróun sem hefur
verið undanfarin ár. Ekki er
gert ráð fyrir nýjum atvinnu-
vegum eða verulegri fjölgun
íbúa á svæðinu. Með álagi um-
fram raforkuspá minnkar af-
hendingaröryggi enn frekar og
straumleysistímum fjölgar. Í
aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar
fyrir árin 2008-2020 er miðað
að því að bæta afhendingarör-
yggi raforku og draga verulega
úr straumleysi, auka möguleika
á að mæta aukinni orkuþörf og
stuðla að aukinni orkunýtni.
Algjört forgangsatriði er að
bæta afhendingaröryggi raforku
í sveitarfélaginu segir í drögum
að nýju aðalskipulagi sveitarfé-
lagsins.. Þetta á einnig við um
nágrannasveitarfélög sem
tengjast inn á tengivirki í
Mjólká. Mikilvægt er að
styrkja flutningskerfið til Vest-
fjarða að Mjólká. Nokkrir
möguleikar hafa verið skoðaðir
en ekki liggja fyrir allar tækni-
legar forsendur til að hægt sé
að meta áhrif þeirra. Línan
liggur jafnframt í gegnum fleiri
sveitarfélög og því um sam-
vinnuverkefni að ræða.
Leiðirnar sem helst hafa verið
skoðaðar eru: Að leggja erfiða
kafla í jarðstreng og nýta loft-
línuna sem varaleið. Að leggja
nýja línu frá Mjólká að Hjarð-
arnesi á Barðaströnd og þaðan í
sæstreng að Stykkishólmi.
Þetta myndi einnig bæta af-
hendingaröryggi á Snæfells-
nesi. Að leggja nýja línu frá
Mjólká að Skálmarnesmúla í
A-Barðastrandasýslu og þaðan
í sæstreng að Stykkishólmi.
Þetta myndi einnig bæta af-
hendingaröryggi á Snæfells-
nesi. Að tvöfalda línuna milli
Mjólkár og Geiradals í A-
Barðastrandasýslu. Aðal-
skipulagið tekur ekki afstöðu
til hvaða leið er farin en leggur
áherslu á að úrbætur verði
gerðar enda er það forsenda
jákvæðrar byggðaþróunar. Ný
línuleið innan sveitarfélagsins
er þó háð breytingu á aðal-
skipulagi þessu og umhverfis-
mati eins og lög gera ráð fyrir.
Leggja skal áherslu á að velja
bestu leiðina með tilliti til af-
hendingaröryggis en jafnframt
hlífa umhverfi við neikvæðum
áhrifum. Sérstaklega skal litið
til þess að mikið er um verð-
mæt náttúrusvæði á leiðinni,
s.s. Dynjandi, Geirþjófsfjörður,
Vatnsfjörður og Breiðafjörður.
Gert er ráð fyrir að raflínur
verði lagðar í jarðstreng um
fyrirhuguð jarðgöng á svæðinu.
Bolungarvíkurlína 2 skal lögð í
jarðstreng í gegnum Bolungar-
víkurgöng, með því minnkar
álagið á Bolungarvíkurlínu 1.
Jafnframt verður möguleiki á
að reka flutningskerfið sem
tengir Ísafjörð, Breiðadal og
Bolungarvík í hringtengingu og
auka þannig afhendingaröryggi
á þessum stöðum. Breiðadals-
lína skal lögð í jarðstreng í
veggöng milli Arnarfjarðar og
Dýrafjarðar. Með því verður
erfiðasti hluti núverandi loft-
línu lagður af og afhendingar-
öryggi til norðanverðra Vest-
fjarða eykst verulega. Nýr
jarðstrengur að göngum mun
liggja um svæði sem er á nátt-
úruminjaskrá. Jarðstrengirnir
skulu liggja meðfram nýju veg-
unum, eins og kostur er. Hug-
myndir eru um að virkja Hvalá
í Ófeigsfirði í Árneshreppi
(utan skipulagssvæðisins). Til
þess að nýta orkuna er gert ráð
fyrir að leggja allt að 66 kV
jarðstreng/sæstreng um Ísa-
fjarðardjúp í tengistöðina á
Ísafirði, komi til þessarrar
framkvæmdar. Langstærstur
hluti línunnar mun liggja utan
sveitarfélagsins.
Stefnt skal að því að allar
raflínur verði lagðar í jörðu þar
sem það er kostur. Mikilvægt
er að allar lagnir falli vel að
landslagi og verðmætum
náttúrusvæðum verði hlíft eins
og kostur er. Æskilegt er að
línur liggi meðfram vegum þar
sem landi er þegar raskað. Þá
er mikilvægt að í öllum
tilvikum verði gengið þannig
frá að sem minnst ummerki
verði á yfirborði landsins. Allt
jarðrask skal lagað að aðliggj-
andi landslagi m.t.t. gróðurs,
efnis og forma.
– thelma@bb.is
Bændur á Vestfjörðum hvattir til
að stefna að lífrænni framleiðslu
Áhersla er lögð á að hefðbund-
inn landbúnaður sem atvinnu-
grein geti eflst í nýju aðalskipu-
lagi Ísafjarðarbæjar og uppbygg-
ing stoðgreina hans verði auð-
veldaðar. Möguleikar til breyt-
inga felast m.a. í framleiðslu og
sölu afurða, á ýmsum framleið-
slustigum, beint til neytenda. Í
greinargerð með drögum að aðal-
skipulaginu segir að mikilvægt
sé að tryggja möguleika til úr-
vinnslu landbúnaðarafurða heima
í héraði. Því er gert ráð fyrir
vinnsla á afurðum geti farið fram
á býlum og að mannvirki því
tengd verði innan landbúnaðar-
svæða. Þetta á einnig við um
heimasláturhús og sölu- eða veit-
ingahús þar sem vara af býlinu
er seld. Áfram er gert ráð fyrir að
bændur geti stundað sjósókn frá
sínum jörðum. Einnig er gert ráð
fyrir minni mannvirkjum fyrir
fiskverkun á landbúnaðarsvæð-
um svo sem fiskþurrkun í hjöll-
um.
Landbúnaðarsvæði eru afmörk-
uð með tilliti til landslags og
innviða. Gert er ráð fyrir að þau
svæði sem í dag eru nýtt til land-
búnaðar, auk þeirra svæða sem
henta vel til landbúnaðar og eru í
góðum tengslum við innviði eins
og vegasamband og rafveitu,
verði skilgreind sem landbúnað-
arsvæði. Lögð er áhersla á að
það land sem best hentar til mat-
vælaframleiðslu, svo sem kjöt,
mjólk, grænmeti eða korn, verði
fyrst og fremst nýtt til slíkrar
framleiðslu. Með því að spilla
ekki slíku landi er einnig viðhald-
ið möguleikum fyrir nýliða að
hefja búskap.
Ekki er gert ráð fyrir landbún-
aðarsvæðum þar sem landbúnað-
ur hefur lagst af og aðgengi er
lélegt, enda er hagkvæmast að
nýta fyrst þau svæði sem eru
næst byggð. Með því að hverfis-
vernda fyrrum landbúnaðar-
svæði, eru þau varðveitt þannig
að nýta megi þau fyrir landbúnað
í framtíðinni. Mikilvægt er að
þessi svæði verði ekki nýtt á þann
hátt að aðrir valmöguleikar, svo
sem landbúnaður, verði útilok-
aðir. Hugsanlegar efnahags-
þrengingar í heiminum geta haft
þau áhrif að hagkvæmt verði að
nýta meira land til landbúnaðar
en skilgreint er í þessu skipulagi
og verður þá hægt að breyta að-
alskipulaginu til samræmis við
það. Mikilvægt er að möguleik-
um til þróunar og nýsköpunar á
landbúnaðarsvæðum verði hald-
ið opnum svo nýta megi núver-
andi aðstöðu til fulls en einnig
má gera ráð fyrir breytingum
samfara breyttum aðstæðum í
þjóðfélaginu.
Gert er ráð fyrir að heimild
landeigenda til hefðbundinnar
hlunnindanýtingar verði óbreytt,
svo sem æðarvarp, fiskveiði og
eggjataka. Gert er ráð fyrir að
innan landbúnaðarsvæða verði
heimilt að reisa allt að þrjú sum-
arhús á hverri jörð án þess að
breyta aðalskipulagi þessu.
Tryggja skal markvissa um-
hverfisstefnu þar sem áhersla er
lögð á hreinleika umhverfis og
afurða. Hvatt er til þess að bænd-
ur stefni að lífrænni framleiðslu
og skal leitað leiða til að auðvelda
þeim breytingar í þá veru.
– thelma@bb.is