Bæjarins besta - 03.03.2011, Side 2
2 FIMMTUDAGUR 3. MARS 2011
Byggðastofnun samþykkir ekki Lotnu
Stjórn Byggðastofnunar sam-
þykkir ekki kaup Lotnu ehf., á
fiskvinnslufyrirtækinu Eyrar-
odda ehf., á Flateyri vegna við-
skiptasögu eigenda Lotnu. Anna
Kristín Gunnarsdóttir, stjórnar-
formaður Byggðastofnunar, sagði
í samtali við Morgunblaðið að
stjórn Byggðastofnunar hefði ver-
ið búin að komast að þessari nið-
urstöðu áður en stjórnarfundur-
inn var haldinn. „Starfsmenn
Byggðastofnunar voru búnir að
fara yfir málið og því var hafnað
af eðlilegum ástæðum. Við horf-
um þar til viðskiptasögu þeirra
og eins hefur þetta ekki verið
auglýst,“ sagði Anna Kristín.
Kristján Kristjánsson hjá Lotnu
sagðist vera mjög undrandi á
þessari afgreiðslu. „Skiptastjóri
var búinn að selja okkur húsin
með fyrirvara um samþykki
Byggðastofnunar og annarra.
Byggðastofnun var búin að sam-
þykkja allt, lánakjör, vexti, greið-
slutilhögun, mennina og allan
gjörninginn með skriflegum hætti.
Um viku seinna fáum við upplýs-
ingar um að þeir séu hættir við,
en þá vorum við búnir að ráða
fólk og byrjaðir að vinna í húsinu.
Svona vinnubrögð geta tæplega
gengið,“ sagði Kristján í samtali
við Morgunblaðið.
Sigurður meðeigandi Krist-
jáns, segir að fiskvinnsla haldi
áfram á Flateyri þó að Byggða-
stofnun leggist gegn kaupum
Lotnu á eignum úr þrotabúi Eyr-
arodda. Hann segir að lögfræð-
ingur Byggðastofnunar sé búinn
að skrifa undir pappíra um sölu
til Lotnu.
„Við munum halda áfram að
vinna fisk á Flateyri enda erum
við búnir að kaupa þessar eignir,“
sagði Sigurður. „Skiptastjóri
þrotabús Eyrarodda er búinn að
selja Lotnu allar eignir búsins,
sama hvort það eru eignir sem
eru með veði í eignum Byggða-
stofnunar eða annarra. Byggða-
stofnun á engar eignir þarna á
staðnum. Hún á bara veð í hluta
af þessum eignum. Allir veðhafar
í þessum eignum voru búnir að
samþykkja kauptilboð okkar.
Þeir sem lánuðu til kaupanna hafa
samþykkt að breyta lánum.
Byggðastofnun er ekki að sam-
þykkja neitt kauptilboð. Stofn-
unin er bara að samþykkja að
skipta um greiðanda á þeim eign-
um sem stofnunin er með veð í,“
sagði Sigurður.
Eyraroddi átti þrjú fiskvinnslu-
hús á Flateyri og sagði Sigurður
að Byggðastofnun hefði átt veð í
tveimur þeirra. Ef Byggðastofn-
un ákveði að leysa til sín þessar
tvær eignir þá haldni Lotna bara
áfram fiskvinnslu í þriðja hús-
inu. „Reksturinn verður ekki stöðv-
aður þarna,“ sagði Sigurður sem
er harðorður í garð Byggðastofn-
unar. „Það er eins og hægri hönd-
in viti ekki hvað vinstri höndin
er að gera. Ég er ekki hissa á að
rekstur Byggðastofnunar gangi
svona illa ef þetta eru vinnu-
brögðin sem eru viðhöfð.“
Sigurður Aðalsteinsson, einn eigenda Lotnu ehf.
Skipulagsbreytingar hjá Ísafjarðarbæ
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar
hefur samþykkt tillögur að nýju
skipuriti þar sem m.a. er gert ráð
fyrir fimm stjórnsýslusviðum í
stað þriggja. Fimm starfsmönn-
um verður sagt upp störfum í kjöl-
farið, þar af tveimur yfirmönnum
og þremur í stjórnsýslu bæjarins.
Í staðinn verða auglýstar tvær
stöður sviðsstjóra og ný störf á
skóla- og tómstundasviði. „Upp-
sagnirnar taka gildi í dag (föstu-
dag í síðustu viku) en flestir þeirra
sem sagt var upp eru með upp-
sagnarfrest til 1. júní og einhverj-
ir eru með biðlaun,“ segir Daníel
Jakobsson, bæjarstjóri Ísafjarðar-
bæjar. „Við vonumst þó til að
við getum boðið flestum þeirra
sem sagt var upp, starf á ný innan
sveitarfélagsins.“ Aðspurður
hversu miklum fjármunum áætl-
að er að hagræðingin skili bænum
segir Daníel að hér sé verið að
fækka um tvö stöðugildi og
sparnaður við það sé um 10-13
milljónir á ári.
Tillaga um skipulagsbreyting-
arnar var samþykkt einróma af
bæjarstjórn. Í tillögunum felst með-
al annars að hafnir Ísafjarðar-
bæjar, slökkvilið og upplýsinga-
fulltrúi heyra beint undir bæjar-
stjóra. Skóla- og fjölskyldusviði
verður skipt upp í tvö svið. Fé-
agsmálasvið sem Margrét Geirs-
dóttir mun stýra, og skóla- og
tómstundasvið þar sem auglýst
verður eftir sviðstjóra. Starf
íþrótta- og tómstundafulltrúa,
leikskólafulltrúa og grunnskóla-
fulltrúa verður lagt niður og í
staðinn verður auglýst eftir svið-
stjóra skólasviðs auk þess sem
að hálft til eitt stöðugildi til við-
bótar verður auglýst. Verkefni
áðurnefndra starfsmanna færast
á þessar nýju stöður.
Stjórnsýslusviði verður skipt
upp í tvö svið. Fjármálastjóri
verður gerður að sviðstjóra og
mun Jón H. Oddsson gegna því
starfi áfram. Starf framkvæmda-
stjóra Fasteigna Ísafjarðarbæjar
verður lagt niður sem og starf
sviðstjóra framkvæmda- og
rekstrarsviðs. Í staðinn verður til
nýtt svið umhverfis- og eignasvið
þar sem auglýst verður eftir nýj-
um sviðsstjóra.
Að því kemur í minnisblaði
bæjarstjóra sem lagt var fyrir bæj-
arstjórn er markmiðið með breyt-
ingum margþætt. Í fyrsta lagi að
skerpa á áherslum og aðlaga
skipuritið að því hvernig það
virkar í raun og veru. Í öðru lagi
er verið að leggja meiri áherslu á
fræðslu- og tómstundamál með
það að markmiði að efla sam-
þættingu og samvinnu skólastiga
og skóla bæjarins sem og tryggja
að það fjármagn sem sett er í
skóla- og tómstundamál sé nýtt
eins vel og kostur er. Í þriðja lagi
er verið að sameina alla eigna-
umsjón bæjarins á einn stað með
sameiningu Fasteigna Ísafjarðar-
bæjar og framkvæmda- og rekstr-
arsviðs. – thelma@bb.is
Fimm starfsmönnum Ísafjarðarbæjar verður sagt upp í kjölfar skipulagsbreytinganna.