Bæjarins besta


Bæjarins besta - 03.03.2011, Qupperneq 8

Bæjarins besta - 03.03.2011, Qupperneq 8
8 FIMMTUDAGUR 3. MARS 2011 Flutningur á hættuleg- um farmi – ADR-réttindi Gilda m.a. á evrópska efnahagssvæðinu Vinnueftirlitið fyrirhugar að halda eftirfarandi námskeið á Ísafirði ef næg þátttaka fæst fyrir þá er öðlast vilja réttindi til að flytja hættuleg- an farm á Íslandi og annars staðar á evrópska efnahagssvæðinu: Flutningur á stykkjavöru (grunnnámskeið) 17.-19. mars 2011. Flutningur í/á tönkum: 24.-25. mars 2011. Flutningur á sprengifimum farmi: 26. mars 2011. Skilyrði fyrir þátttöku á námskeiðunum um flutning í/á tönkum og/eða á sprengifimum farmi er að viðkomandi hafi setið námskeið um flutning á stykkjavöru (grunnnámskeið) og staðist próf í lok þess. Skrá skal þátttöku og greiða námskeiðsgjald í síðasta lagi föstudaginn 11. mars 2011. Skrán- ing og nánari upplýsingar eru veittar hjá um- dæmisskrifstofu Vinnueftirlitsins á Ísafirði, Árna- götu 2-4, sími 450 3080, netfang: vestfirdir@ver.is. Fyrsti farfuglinn kominn til Vestfjarða „Það sáust nokkrar grágæsir í Dýrafirði í byrjun síðustu viku og líklega eru þetta fyrstu farfugl- arnir sem komnir eru til Vest- fjarða,“ segir Böðvar Þórisson, líffræðingur hjá Náttúrustofu Vestfjarða. „Þessar gæsir eru óvenju snemma á ferðinni og það er erfitt að segja til um hvað veld- ur. Kannski voru þær að flýja snjókomuna í Bretlandi og Dan- mörku þar sem þær hafa vetur- setu.“ Nú fer hver farfuglinn á fætur öðrum að koma til landsins og segir Böðvar að oftast séu það álftir og tjaldar sem sjáist fyrst á Vestfjörðum. „Eins og margir vita þá búa nokkrir tjaldar við hliðina á Bón- us í Skutulsfirði yfir veturinn. Þetta eru eitthvað um 50 fuglar og við tökum strax eftir því þegar þeim fer að fjölga. Þá eru nokkrar álftir sem hafa vetursetu á Vest- fjörðum og í vetur hafa nokkrar álftir verið að þvælast kringum Reykjanes í Ísafjarðardjúpi og það gætu verið fleiri fuglar í Jök- ulfjörðunum án þess að við vitum af því. Það fer að líða að því að fyrstu tjaldarnir og álftirnar sem eru farfuglar, fari að koma en venjulega gerist það í byrjun mars, “ segir Böðvar. Fyrsti farfuglinn sem sást á Íslandi var sílamáfur í Sandgerði þann 17. febrúar. Böðvar segir að venjulega líði nokkrar vikur frá því að fyrstu farfuglarnir sjáist á SA-landi þar til þeir sjást á Vestfjörðum. „Þegar stórir hópar koma til landsins líða þó ekki nema tveir til þrír dagar frá því að þeir sjást fyrst fyrir sunnan og þar til eru komnir hingað vestur,“ segir Böðvar og bætir við að lóan, hinn eini sanni vorboði, komi venjulega í byrjun apríl. Böðvar vill hvetja þá sem koma auga á farfugla á næstu vikum að láta Náttúrustofuna vita. „Við höfum verið að kortleggja komur farfuglanna og erum komin með ágætis grunn frá árinu 2004- 2005. Og þó að fyrstu gæsirnar séu komnar í Dýrafjörðinni, er áhugavert að vita hvenær þær koma á aðra staði,“ segir Böðvar. – kte@bb.is Vegagerðin vinnur nú að því að bæta við vatnsvörnum göng- unum undir Breiðadals- og Botns- heiðar. „Það hefur komið fram leki á fleiri stöðum en þegar göngin voru kláruð á sínum tíma. Göngin er því blaut á ansi stóru svæði, en bleytan eykur slit á veginum og því viljum við draga úr lekanum eins mikið og hægt er. Þetta er það mesta sem við höfum gert í þessum verkþætti í nokkur ár og við verðum þarna við vinnu langt fram í næsta mánuð,“ segir Geir Sigurðsson, rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á Ísafirði. „Göngin eru einbreið þar sem vinnan fer fram og þröngt fyrir menn að athafna sig. Ég vil því brýna fyrir ökumönnum að hægja vel á sér og sýna starfsmönnun- um tillitsemi,“ segir Geir. – kte@bb.is Bæta við vatnsvörnum Starfsmenn Vegagerðarinnar að störfum í göngunum.

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.