Bæjarins besta


Bæjarins besta - 03.03.2011, Page 18

Bæjarins besta - 03.03.2011, Page 18
18 FIMMTUDAGUR 3. MARS 2011 Krossgáta og Vestfirðinga. Höfundur: Hafliði Magnússon frá Bíldudal. Lausn á síðustu krossgátu Undirbúningurinn kominn vel á veg Undirbúningur fyrir keppnina Ungfrú Vestfirðir 2011 stendur nú yfir af fullum krafti en keppnin fer fram í næsta mánuði. Tíu stúlkur taka þátt og er það met- þátttaka. Fjórar þeirra koma frá Suðureyri, fjórar frá Ísafirði og tvær úr Dýrafirði. Ýmislegt felst í undirbúningnum, meðal annars æfingar í framkomu. Þá komu stúlkurnar fram á konu- og kokt- eilkvöldi á öl- og kaffihúsinu Langa Manga á Ísafirði á laugar- dag og sýndu fatnað frá verslun- inni Monró og Hafnarbúðinni. Nöfn stúlknanna og lífsmottó þeirra eru: Arndís Dögg Jónsdóttir, 21 árs frá Suðureyri og lífsmottó hennar er: Shit happens but life goes on. Bergrós Eva Valsdóttir, 19 ára frá Suðureyri og lífsmottó hennar er: Vertu þú sjálfur. Bylgja Dröfn Magnúsdóttir, 19 ára frá Ísafirði og lífsmottó henn- ar er: „Feisaðu“ fram á við, for- tíðin er að baki. Erla Sighvatsdóttir, 20 ára frá Dýrafirði og lífsmottó hennar er Hver er sinnar gæfu smiður. Inga Sif Ingvadóttir, 20 ára frá Suðureyri og lífsmottó hennar er: Að gera betur í dag en í gær. Ingunn Fanney Hauksdóttir, 19 ára frá Ísafirði og lífsmottó hennar er: Komdu fram við aðra eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig. Karen Lind Richardsdóttir, 21 árs frá Þingeyri og lífsmottó hennar er: Spyr sá sem ekki veit, en ekkert veit sá sem aldrei spyr. Kristey Bjarnadóttir, 19 ára frá Suðureyri og lífsmottó hennar er: Komdu fram við aðra eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig. Lydía Björk Guðmundsdóttir, 21 árs frá Ísafirði og lífsmottó hennar er: Komdu fram við aðra eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig. Rósey Ósk Stefánsdóttir, 19 ára frá Ísafirði og lífsmottó henn- ar er: Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra. – thelma@bb.is

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.