Listin að lifa - 01.12.2000, Blaðsíða 15

Listin að lifa - 01.12.2000, Blaðsíða 15
grannalöndunum, sem leiðir til þess að við getum ekki vænst sambærilegs árangurs og þar,“ segir Baldur. „Alltof margar konur, einkum á höfuðborgar- svæðinu, mæta á 4-6 ára fresti eða jafnvel sjaldnar, sem lækkar þátttöku- hlutfallið, auk þess sem fleiri stór krabbamein greinast í þeim hópi en ella. Konur auka því hættuna með því að mæta mun sjaldnar en á tveggja ára fresti. Nú er mikið talað um að krabba- mein liggi í genunum. Ef móðir, systir eða dóttir hafi fengið brjóstakrabba- mein sé meiri hætta á að fá sjúkdóm- inn, sem er í sjálfu sér alveg rétt. Kon- ur draga þó oft rangar ályktanir af þessu og segja sem svo: „Eg á enga slíka ættingja og þarf ekki að fara í myndatöku.“ Staðreyndin er hins veg- ar sú að langflestar konur, um 80- 85%, sem greinast með brjóstakrabba- mein, hafa ekki þessa ættarsögu. Get- ur því orðið dýrkeyptur misskilningur að treysta á slíkt.“ Kristján er spurður, hvort fleiri hóprannsóknir séu fyrirhugaðar - til dæmis krabbameinsleit í ristli? „Vissulega hefur komið til umræðu að hefja hópleit að ristilkrabbameini, en ákveðin vandkvæði eru á því. Fólk þyrfti þá að skila inn saursýni, sem er ekki aðlaðandi og þátttaka gæti því orðið lítil. Finnist blóð í hægðum þarf að boða viðkomandi til ristilspeglunar, þar sem ristillinn er blásinn upp og speglaður eftir úthreinsun. Blóð í hægðum getur bent til myndunar slímhúðarsepa í ristli sem eru oft forstig krabbameins. Þessa sepa er hægt að fjarlægja við ristil- speglunina og koma þannig í veg fyrir myndun krabbameins. Nú er verið að kanna í erlendum rannsóknum hvort unnt sé að lækka dánartölu af völdum ristilkrabbameins með ristilspeglun eingöngu, á 5-10 ára fresti, í stað saursýnisrannsókna á tveggja ára fresti. Niðurstöður um slíka leit ættu að liggja fyrir í næstu framtíð. Myndi hún þá ná yfir bæði kynin og aldursmörkin yrðu væntan- lega 50-69 ára.“ Viö dyr Alpingis Ræba Ólafs Ólafssonar á útifundi á Austurvelli 2. október 2000 Við erum ekki hingað komin til langra ræðuhalda. Við erum komin til þess að mót- mæla. Til þess að mótmæla skerðingum á lífskjörum aldraðra. Bilið milli eftirlauna og lægstu kauptaxta gliðnar stöðugt og er nú orðið um 18% frá 1992 þrátt fyrir lagasetningar og loforð um hið gagnstæða. Allt að 1/3 eftirlaunaþega bera nú úr býtum 60-70 þúsund kr./mán. en margir ná ekki 50 þúsund kr. A öldrunarstofnun fá aldraðir vasapening líkt og fermingarkrakkar. Tekjutengingar eru meiri en sög- ur fara af, um 30% þeirra veikustu búa í leiguíbúðum. Útreikningum okkar hefur verið mótmælt en þeir standast. Ég lýsi hér högum elstu kyn- slóðarinnar. Kynslóðarinnar sem nútímavæddi íslenskt þjóðlíf og lyfti íslandi í hóp tíu auðugustu þjóða heims. Miðaldra kynslóðin tók við góðu búi og stendur sig vel á mörgum sviðum, en hún rýrir kjör aldraðra og öryrkja leynt og ljóst. Með því að breikka bilið á milli lífeyris og meðaltekna verkamanna ná stjóm- völd svokölluðum duldum skött- um. Svipaðar aðgerðir tíðkast mjög í V-Evrópulöndum, m.a. hjá ný- jafnaðarfólki. Hver er ástæðan? Virðingarleysi, skilningsleysi? Valdþurrð eftirlaunafólks? Eða mótast afstaða manna æ meir af naktri eigingirnd og stjórnlyndi? A minn herra þá engin ráð? Ef þessari aðför lýkur ekki og við fáum ekki réttmæta afgreiðslu munum við sameinast í órjúfanlega fylkingu. Eða ætlast menn til að vanda- málin leysist hinum megin? Nei, eftirlaunaþegar eru nú yfir 30.000, vel læsir, skrifandi og hugsandi einstaklingar. Krafan um pólitíska virkni, jafn- vel stofnun flokks, hefur verið rædd. Sú krafa verður háværari. Við biðjum ekki um ölmusu eða samúð. Við krefjumst réttlætis og sanngirni. Við segjum okkur úr svokallaðri samráðsnefnd við ráð- herrahópinn ef þeirra skilningur á orðinu samráð breytist ekki. ’Úlaftw'Mlafesoiv fonnaður FEB 15

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.