Listin að lifa - 01.12.2000, Blaðsíða 29

Listin að lifa - 01.12.2000, Blaðsíða 29
Á góðri fjölskyIdustund heima: Frú Sólveig, Kristín, Guðrún, Sólveig yngri, séra Pétur og Pétur yngri fremst á myndinni fyrir miðju. Séra Pétur og Sólveig í heimsókn hjá Páli 6. páfa á sumarsetri hans. og kyssti jörðina. Þannig sýndi hann bæði landi og þjóð dýpstu virðingu sína og auðmýkt. Sú hugsun var efst í huga mér að taka honum bróðurlega. Ég man ekki betur en ég heilsaði honum með „heilögum kossi“ svo sem algengt er. Við horfðumst í augu og ég sá hýrna yfir svip hans. Augnablikið hætti að vera formlegt. Á hátíðasvæðinu var áhrifamikið að sjá fólk í þéttum röðum upp eftir brekkunni framan við „kirkjuskipið", hið einstæða útimusteri Þingvalla. Þetta var mikil stund í sögu kirkju og þjóðar sem ég hafði kviðið fyrir, en strax og ég steig upp í ræðustólinn fann ég að „afl og andi“ kom yfir mig og varð rólegur. Eining krisdnna manna var megin- inntak í ræðum okkar beggja. Páfinn talaði um ágreininginn sem sundraði kristnum þjóðum í Evrópu fyrir rúmum 500 árum og hin djúpu sár sem enn þyrfti að græða, - sagði að okkur bæri skylda til að koma á þeirri einingu í kirkju Krists, sem hann ætlaði henni í upphafi. I þeim anda var tilvitnun hans í Nýja Testamentið, skrifuð á eintakið sem hann færði mér við altarið á Þingvöllum: „Ut omnes unum sint. - Að allir séu þeir eitf (Jóh. 17:21). Kristur biður í æðstu prestsbæninni, þegar hann er að kveðja postulana, „að þótt þeir séu ekki eins, þá verði þeir eitt í sér.“ Sagan hefur sýnt að kirkjan hefur greinst í margar kirkjudeildir, í fyrsta skipti árið 1054 þegar hún klofnaði í Austur- og Vesturkirkjuna. Nú eru að verða 1000 ár síðan. Mér hefur meira en dottið í hug að stefna bæri að því að kirkjan ætti að vera í einu sambandi árið 2054. Ekkert annað en kristnidómurinn, árangur fagnaðarerindisins, getur komið friði á jörð,“ segir Pétur með sannfæringarkrafti. „Leitið fyrst guðsríkis og þess réttlœtis, þá mun allt annað veitast yður að auki, segir í Fjallræðunni. Á mikilvægri stund með páfanum á Þingvöllum sagði ég: „Tilskipun Drottins kemur nú rétta boðleið frá hinum fyrstu vottum í hjörtu okkar á Þingvöllum, þannig fór kristniboðið sína boðleið um allan heiminn. Þessi vellir og þessi hamra- belti eru heilagt musteri friðar.“ Af hverju kom þjóðin ekki til Þingvalla á kristnihátíð í sumar, séra Pétur? „Þingvellir voru sannkallaður þjóðarhelgidómur þessa daga eins og ævinlega, allt hjálpaði til að svo gæti orðið. Þeir sem kvörtuðu yfir lélegri þátttöku hafa ekki áttað sig á þeirri byltingu sem orðið hefur í tækni og fjölmiðlum. Stór hluti þjóðarinnar var ekki þess umkominn að sækja hátíðina af mörgum ástæðum, en gat notið hennar heima við, vegiia einstakrar þjónustu sjónvarpsins, sem gerði fólki kleift að vera þannig þátttakendur. Ég sagði við sjálfan forsætisráðherrann, að ísland hefði allt verið eitt Guðs hús þessa daga.“ Trúirðu því, séra Pétur að íslendingar geti haft áhrif á frið í heiminum? „Já, svo sannarlega, með því að beita okkur fyrir því að kirkja Krists nái einingu og friði innbyrðis. Það er frumskilyrði. 29

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.