Listin að lifa - 01.12.2000, Blaðsíða 6

Listin að lifa - 01.12.2000, Blaðsíða 6
Sagnaríkir safngripir Höfuðföt Fokin er fagra húfan mín út í veðrabylinn. Hún kemur ekki aftur í kór, því nógur er byrinn. G. Hagalín Margt forvitnilegra muna er á söfn- um, þegar farið er að skoða. í Hall- dórustofu var þessi áletrun utan á lítilli öskju: Móðir mín geymdi sem helga dóma (HB). Efst var lítil rauð húfa með Ijósu blómamunstri. Þetta varð til þess að ég fór að hug- leiða gildi höfuðfata fyrir utan að vera bara til skjóls, eins og húfur, lambhús- hettur og slæður. Til eru einnig höfuð- föt sem eru trúarlegs eðlis. Ég var heppin, það kom kona í safnið, sem átti skímarhúfu, sem hafði fylgt ætt hennar. Húfan var úr ofnum ullarklút, eins og hann var fínastur, litir mildir, gulir og grænir, köflóttir, en á kollin- um svart flauel, balderuð blóm með silfurþræði og hökuband. í Halldórustofu eru balderaðir flauelsborðar framan á skírnarhúfu. Efni í höfuðföt voru fjölbreytt, ullar- húfur prjónaðar og heklaðar, hattar úr hrosshári, kattarskinn var vinsælt í barnahúfur. Einnig voru til húfur úr selskinni og tófuskinni. Kona veiktist og missti síða, fallega hárið sitt. Hún heklaði hatt úr hárinu sem hún notaði á meðan hárið var að vaxa aftur. Flauelshúfur voru skreyttar með álftarfjöðrum. Þegar ég fór að grennslast fyrir um sparihatta kom í ljós að fólk mundi eftir því að hattar úr fuglshömum höfðu verið til. Skrautlegastir voru þeir sem búnir voru til úr hömum af himbrima og toppandarblika. Ég fékk nöfn á nokkrum konum sem höfðu átt slík höfuðföt. Það er mikil eftirsjá að hafa ekki fundið mynd af slíkum hatti, eða komist að hvort einhvers staðar leyn- ist slíkur hattur. Eitt sinn lá leið mín til Reykjavíkur. Fór ég þá í gamla Kolaportið, viss um að þar fengi ég fjaðrahatt. Það gekk eftir, um leið og ég gekk þar inn var ungt fólk að sýna þar fjaðrahúfu sem amma þeirra hafði átt. Ég var fljót að taka upp 300 krónur og kaupa húfuna. Fjaðrirnar voru límdar á striga, húfan fóðruð með hvítu silki og hvítar fjaðr- ir litaðar bleikar. Húfan er geymd á Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi. Systur tvær sögðu mér eftir móður sinni, sem átti fjaðrahatt, að til hefðu verið konur sem voru lagnar við að sauma höfuðföt. Faðir þeirra var að máta húfu hjá einni slíkri, leit í spegil og hafði yfir þessa vísu: Langan tíma, lof sé þér, lifðu í allskyns dáðum. En dauðans víma á mér er, ævin þrýtur bráðum. Faðir systranna var forspár, en hann lést stuttu síðar. í lokin læt ég fylgja eina húfuvísu, sem mér er sagt að sé ævagömul: Eina húfu á ég mér, er hún úr prjónabandi. Veit ég enga vænni hér á landi. Alúðarþakkir til þeirra sem hafa sent mér vísur, en gott væri að fá nöfn höfunda ef til eru upplýsingar um þá. ''SlísaAet 0. SUfiwqeiisdáUvv, fyrrwn safnvörður á Heimilis- iðnaðarsafninu á Blönduósi í i. tbl., 5. árg., mars 2000 birtist vísa um kaffið, þjóðardrykkirm, sögð eftir ókunnan höfund og ekki alveg rétt fram sett. Rétt er hún svona: Kaffi - , hættu að þamba kaffi, taugar veiklar Tyrkjadrykkur sá, heilsu spillir, gerir börnin grá. Slíkt herjans eitur svart það hentar börnum vart. (Keðjusöngur, 1965, Túnmennt, 1983). Vísan er eftir undirritaða, sem fékk eftirþanka, og vill bæta við: Kaffi, - komdu að drekka kaffi, taugar hressir töfradrykkur sá, hugann skerpir, ýtir ólund frá, sá dýrðardrykkur klár. Drekktu nú kaffitár. Ragnheiður H. Vigfúsdóttir Hatturinn mínu höfði skýlir hvenær sem gerir skúr, þó að Týra tíkargreyið taki við lapi honum úr Jóhannes Jónsson frá Gíslastöðum í Grímsnesi orti vísuna um 1917. Fítil stúlka á bænum átti hattinn og hvolfdi honum niður til að gefa tíkargreyinu mjólkursopa.

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.