Listin að lifa - 01.12.2000, Blaðsíða 25

Listin að lifa - 01.12.2000, Blaðsíða 25
Kristin þjóð í þúsund ár þoldi marga raun og fár, gleðibros og tregatár tókust á um hana. Einn var heill, en annar sár uns þeir biðu bana. Kristin þjóð á ætíð að æðri mátt í hjartastaö er hún finnur brotið blað í brautargengi sínu, að biðja guð að bæta það bægir kvöl og pínu. Kristinn siður breytti brag, bætti lítilmagnans hag, efldi frið og færði í lag fjölmörg deiluefni að allir nytu nótt sem dag náða í vöku og svefni. Kristinn siður kom með jól, kætti meðan lægst var sól, hátíð Ijóssins „heims um ból" hverju barni sendi, frelsarans að flýja í skjól fólki öllu kenndi. Þökkum þeim sem tóku trú tíu öldum fyrir nú að við hérna eigum bú enn í drottins nafni. Ni/r fremkvæmdastjóri FEB í Reykjevík Stefanía Björnsdóttir tók við starfi framkvæmdastjóra hjá FEB í Reykjavík fyrsta nóvember sl. Stefanía er eldri borgurum að góðu kunn, en hún er búin að vinna á skrifstofu félagsins síðan í mars 1989, lengi sem gjaldkeri og sem skrifstofustjóri frá 1998. Fáir þekkja því innviði félagsins betur en hún. Stefanía er fædd í Reykjavík 26. desember 1953. Hún tók verslunar- próf frá Verslunarskóla íslands 1972 og stúdentspróf frá sama skóla 1983. Stefanía var ritari hjá Heklu á árunum 1973 til 1979. Síð- an heimavinnandi húsmóðir með ung börn þar til hún hóf störf hjá FEB. Eiginmaður Stefaníu er Jón Helgason verkfræðingur hjá Vega- gerðinni. Þau hjónin eiga þrjú börn og tvö barnabörn. Ahugamál Stefaníu eru útivera, gönguferðir og samvera með fjöl- skyldunni. Félag eldri borgara í Reykjavík óskar Stefaníu til hamingju með starfið og væntir góðs af henni sem framkvæmdastjóra félagsins. Ragtiar kveður Ragnar Jörundsson lét af störfum sem framkvæmdastjóri I. nóvember sl. Hann byrjaði hjá félaginu 1. febrúar 1997. í hans tíð stækkaði félagið verulega við sig, seldi húseignina á Hverfisgötu 105 og flutti starfsemina í Glæsibæ. Á þessum árum hefur félagafjöldinn aukist úr tæpum 6.000 upp í 7.700. Stjórn FEB þakkar Ragnari fyrir störf í þágu félagsins. Verndi okkur vonin sú að vegur trúar dafni. Þökkum trúnni órin öll er við tróðum lífsins völl. Það var hún sem „flutti fjöll" fyrir oss að hljóta, reisti bjarta himinhöll hamingju að njóta. Ivar Björnsson frú Steðja yáiasiiemusAeíáln' 2000 Bjúgnakrækir er sá níundi af bræörum sínum. Verð 4.950. - stgr. Frí heimsending til eldri borgara Gull- og silfursmiðjan Erna hf. Skipholti 3 s. 552-0775 25

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.