Listin að lifa - 01.12.2000, Blaðsíða 18

Listin að lifa - 01.12.2000, Blaðsíða 18
Lífið í hnotskurn É Silfurlínunni Hún Sigþrúður Jóhanncsdóttir er hætt hjá Silfurlínunni. í níu ár hefur hún haldið um símtólið á hverjum virkum degi frá kl. 16.00 til 18.00 - og iðulega eftir það farið og heim- sótt einmana símavini og hjálpað þeim með ótrúlegustu hluti. Verk Sigþrúðar hafa farið hljótt, en hætt er við að mörgum bregði við þegar hún sinnir ekki lengur kalli hins sjúka, einmana og hjálparvana. „Ég er búin að rölta á eftir mörgum,“ segir konan sem fylgdi skjólstæðing- um sínum eftir til hins síðasta. Silfurlínan, símaþjónusta fyrir aldr- aða, hóf störf 15. apríl 1991.1 upphafi sinntu sjálfboðaliðar símaþjónustunni, en eftir sex mánaða reynslutíma var á- kveðið að ráða starfsmann því að fljótlega kom í ljós að brýn þörf var á svona þjónustu. Segja má að vísir að Silfurlínunni hafi kviknað á ráðstefnu Öldrunarráðs íslands um sjálfboðastarf í þágu aldr- aðra, en eftir hana voru nemendur í Félagsvísindadeild Háskóla íslands undir stjórn Guðninar Jónsdóttur fengnir til að kanna viðhorf aldraðra til slíkrar þjónustu. Niðurstaðan var sú, að aldraða vant- aði tilfinnanlega hjálp með ýmis smá- viðvik og viðgerðir. Margir þjáðust af einsemd og fram kom að öryggistilfinn- ing aldraðra myndi stórlega aukast, ef þeir fengju þjónustu með vandamál sín. Sigþrúður hefur nú setið fyrir svör- um hjá Silfurlínunni frá 7. október 1991 og aðeins tekið sér sumarfrí einu sinni, þegar hún fór að heimsækja soninn og fjölskyldu hans í Noregi, en þangað er hún nú að flytja. „Fjárráðin leyfðu ekki frí,“ segir hún. í veikind- um Sigþrúðar sat maðurinn hennar við símann og tók niður símanúmer. „Mikið er búið að breytast þessi ár, fólk hefur flutt í ný hús og viðhald er minna - en einmanaleikinn er enn til staðar," segir Sigþrúður. „Ég hef sagt við einmana konur sem hringja nú úr nýjum háhýsum: „Labbaðu yfir í næstu íbúð! Hver veit nema að þú hittir þar fyrir aðra einmana sál sem þráir félagsskap.“ Fyrstu árin var ég alltaf með sjálf- boðaliða á vegum Silfurlínunnar, iðu- lega ungt háskólafólk sem taldi ekki eftir sér að sinna eldra fólkinu. Einnig var þó nokkuð stór hópur kvenna sem fór vikulega í heimsóknir, studdi sjúka í læknisvitjanir og verslaði með fólk- inu. Vináttutengsl mynduðust og til- hlökkun var mikil alla vikuna að fá þessar heimsóknir. Erfitt að vera inni- lokaður í íbúð sinni, fatlaður af elli eða sjúkleika. Yndislegt að geta hjálp- að þessu fólki. I dag er vandi að fá einhvern til að sitja hjá veiku fólki. Einstaka vel gef- in eldri kona með lífsreynslu að baki gefur sig í þetta, en sjaldgæft að hitta á slíkar konur. Þjóðfélagið er svo yfir- spennt, að menn gefa sig síður í að gera eitthvað fyrir aðra, Silfurlínan er bara þjóðfélagið í hnotskurn," segir Sigþrúður. Ritstjóri settist smástund hjá Sig- þrúði í upphafi símatíma. Ekki leið mínúta þar til fyrsta símtalið kom. Síðan rak hver hringingin aðra. „Já, elskan mín, já, vina mín.“ Sigþrúður á greinilega marga vini á línunni. „Nei, það er ekki hægt lengur, ég held að hún sé að hætta,“ Sigþrúður leggur frá sér símann. „Nú bætir mað- ur ekki lengur buxurnar hjá körlunum í Norðurbrún,“ segir hún, „maður var enga stund að þessu með saumavélina uppistandandi." Sjálfboðastörf Sig- þrúðar á Silfurlínunni verða örugglega ekki öll tíunduð hér. Silfurlínan þín, Sigþrúður, er greinilega margþætt fyrirbæri? „Ég spurði nokkrar konur, hvað þeim fyndist um línuna. Þær sögðu: „Það besta við línuna er að hún er allt! Fólk er heimsótt, huggað og setið hjá því.“ í Silfurlínuna er hringt alls staðar að - frá Akureyri, Vestfjörðum, Aust- fjörðum - ekki bara úr Reykjavík. Margir hafa misst maka sinn, vantar ferðafélaga, dansfélaga, einhvem til að fara út að borða með. Bréfasam- bönd, jafnvel ástarsambönd hafa sprottið út úr Silfurlínunni. Ég er hrif- inn af því að karlmenn þora að tjá sig á línunni, þeir sem yfirleitt sitja til hliðar og segja ekki neitt.“ Hvað hefur þér fundist erfiðast hjá símavinum þínum? „Einmanaleikinn! Yfír öll árin hafa þó nokkrir hringt til mín illa brenndir á sálinni af einmanaleika. Fólk sem þyrfti að vera undir læknishendi, en er hætt að geta farið út - enginn sinnir því. Þetta fólk vantar styrkan staf sjálfboðaliðans. Alltof fáir sinna þessu.“ Hefur vinnan tekið á þig? „Stundum var ég útbrunnin þegar ég kom heim, eftir að hafa keyrt út um allan bæ og hlustað á endalausar sjúkrasögur. Sumt fólk er þannig að þú þarft að brynja þig, áður en þú hitt- ir það, annars geturðu ekki staðið uppi. Aðrir gefa alltaf af sér og þannig fólk er yndislegt að vinna fyrir - að hjálpa öðrum launar sig alltaf sjálft.“ Sigþrúður segist hafa verið „hund- gömul“ þegar hún byrjaði með Silfur- línuna, enda nokkuð víst að engin kona gæti sinnt starfinu eins og hún hefur gert - nema að búa yfir mikilli lífsreynslu. Eigin lífsbaráttu vill hún ekki bera á torg. „Margir voru gamlir, þegar ég byrj- aði - og ég er búin að rölta á eftir mörgum. Oskaplegur dugnaður og sjálfsbjargarviðleitni í þessu gamla fólki sem stendur alltof oft eitt, þótt bömin séu innan seilingar. Hasarinn í 18

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.