Listin að lifa - 01.12.2000, Blaðsíða 16
Nú hrynja visnuð blöðin
af grárri aspargrein
og gulnað birkilaufið
á freðna, kalda rein.
Því haustið það er komið
og vetur víkur nær
völdin bráðum tekur
hinn mjallahvíti snær.
Höfuð beygir rósin
sem greri glugga hjá,
glæstur litur horfinn
og engin blóm að sjá.
Sú spurn í huga vaknar
hvort á hún þrótt og þor
að þreyja langan vetur
uns birtir næsta vor.
Asa Ketilsdóttir
í dag, 15. október, er komið fast að
veturnóttum og ástæða til að líta
yfir liðið sumar. Þetta fallega sum-
ar, með einstaka árgæsku og gjaf-
mildi hér í ísafjarðardjúpi. Enn er
jörðin auð og þíð en litaskrúð
haustsins horfið að mestu þótt enn
dvelji í snjóþungum lautum og
hvolfum gulir og rauðir lyngblettir.
Það er yndislegt að hafa lifað og notið
slíkrar veðurblíðu og séð hvernig allur
jarðargróður óx og dafnaði. Það sást
áþreifanlega hvers íslensk mold er
megnug ef veðráttan er hagstæð.
Berjaspretta var alveg einstök. Það
voru komin góð ber um mánaðamótin
júlí - ágúst og slíkt er fágætt þar sem
ég þekki til. Berin héldu áfram að
vaxa, voru hvar sem lyng var. Kræki-
ber, bláber og aðalbláber sem eru í
mestum metum. Aðalbláberjalyngið
hélt ekki höfði undir ofurgnótt ávaxta
sinna, það svignaði af þyngslunum
eins og segir í gömlum ævintýrum.
Sveppir uxu um allar trissur og
næst því að fara í berjamó er það ríku-
leg skemmtun að tína sveppi.
Súkkulaðibrúna kóngssveppi, rauð-
hettur, þybbnar og þéttar, sprengilega
kúalubba og gullna flossveppi sem
létu nú óvænt sjá sig. Auk þess ýmsar
smærri tegundir sem eru meira til
gamans en að magnið skipti máli.
Einn var sá sveppur sem maður
lætur sér nægja að dást að og kindur
sem bíta í hann skyrpa honum snar-
lega út úr sér. - Þetta er berserkja-
sveppur. Allt í einu sér maður að hann
er kominn í lyngmóana, fyrst eins og
blóðrautt epli Mjallhvítar, en svo
koma hvítar skellur í ljós. Að lokum
þenur hann út gulrauðan hattinn og
getur orðið á stærð við meðalpottlok
um 30 sm og hin mesta prýði.
Það er mikil búbót í matsveppum
og við konurnar á Laugalandi tíndum
margar fötur af þeim og notum með
ýmsum réttum. Sveppi þarf að taka í
þurru veðri, en til grasa velur maður
rekju því að þá eru fjallagrösin rök og
mjúk og losna greiðlega úr lyngi og
hrísi, en í þurrki og sól brotna þau og
ódrýgjast.
Ég gríp um móleitt grasablað
hjá grænu laufi og rauðum kvist.
í lágum skorning lifir það
og leggst þar undir snjóinn fyrst.
í hörðum vetrum hlaut þar skjól
og hafði allt sem jörðin gaf.
Vaxið upp hjá vindi og sól
og vökvað sumardöggum af.
Asa Ketilsdóttir
Grasvöxtur var mikill og góður og
ágætur heyfengur. Rétt eins og náttúr-
an vildi bæta fyrir árið á undan, þegar
stórfellt kal var í túnum, allt að 60%.
Nú var sáð í vor með nýrri tækni.
Úr garðinum á Laugalandi.
Stórvirkar vélar settu fræið niður í
moldina og þótt þurrkur og vindur
hreyfðu yfirborðið náði grasfræið að
spíra og skjóta upp kollinum. Það voru
menn úr Reykhólasveit sem eru með
þá vélaútgerð sem þarf til þessa. Það er
samdóma álit ræktunarmanna að koma
þeirra og starf hafí borgað sig.
Það gleður hjarta þeirra sem horft
hafa á dökkan moldarbeðinn að sjá
græna slikju vaxa dag frá degi og einn
morguninn voru átta hektarar orðnir
grænir! Svo er eftir að sjá hvernig vet-
urinn fer með þennan unga gróður.
Og meira um góða veðrið. í garðin-
um mínum vaxa þó nokkrar blómateg-
undir sem eiga oft erfitt með að skila
sínum blómum. Til dæmis dvergvönd-
ur sem hefur orðið æði oft að þola þá
raun að himinbláir knappar hans hafi
lent undir snjó á þess að geta opnað
sig. Einnig hefur gullrunni átt erfitt
uppdráttar. Nú voru báðir mánuði fyrr
á ferð og glöddu mig með blómskrúði
sínu. Enn í dag, 15. október, eru ýms-
ar tegundir með blóm, svo sem
anemónur, bellis, stjúpur, morgunfrúr,
valmúar, garðskriðnablóm og fleira.
En víkjum nú að öðru.
I síðasta tölublaði „Listin að lifa”
las ég með ánægju viðtalið við Úllu í
Hrísey um hið stórmerka ræktunar-
starf þeirra hjóna og varð þá hugsað
til föður míns, Ketils Indriðasonar á
Fjalli í Aðaldal. Hann var fæddur
16