Listin að lifa - 01.12.2000, Blaðsíða 47

Listin að lifa - 01.12.2000, Blaðsíða 47
Alkort - eitt elzta spil á íslandi! Fyrir tveimur árum tók ég að mér á vegum Félags eldri borgara hér í Reykjavík að endurvekja gamalt spil, sem var alveg að hverfa úr íslenzku þjóðlífi. Spil þetta nefnist alkort. Þessu spili var lýst mjög nákvæmlega í Lesbók Morgun- blaðsins fyrir síðustu jól og raktar þær helztu heimildir, sem mér voru kunnar um það. Eins hefur stuttlega verið sagt frá alkorti í blaði FEB. Verður að vísa til þess, sem þar segir. Ég get verið ánægður með þær undir- tektir, sem alkortið hefur fengið, því að nú er það spilað vikulega á fjórum borðum og stundum fimm, en fyrsta veturinn voru borðin aðeins tvö. I al- korti eru fjórir spilamenn, svo að við hittumst núna fæst sextán til þess að læra eða rifja upp þetta spil. Aftur á móti náum við ekki oft að verða tuttugu, svo að unnt sé að spila á fimm borðum. Verðum við þá að skiptast á um að spila, en það virðist ekki breyta neinu, enda er mikill á- hugi og eindrægni í hópnum. Verður ekki annað fundið en menn skemmti sér hið bezta við þetta gamla spil. Alkort spilað í Clæsibæ. Ég vil enn hvetja menn til þess að kynna sér alkortið og taka þátt í spilamennskunni með okkur. Ég komst svo að orði í fyrra, að nokkurn tíma tæki að komast niður í spilinu, enda spilagildi eftir allt öðrum reglum en í þekktari spilum, svo sem vist. Satt bezt að segja virðist þetta samt ekki hafa vafist fyrir neinum, enda í raun einfalt, þegar menn hafa áttað sig á hlutun- um. Og nú er jafnvel enn auðveld- ara fyrir nýliða að koma í Glæsibæ og læra alkortið, því að vant spila- fólk er á öllum borðum, sem leið- beinir þeim fyrstu skrefin. Hópurinn hittist á þriðjudög- um í Ásgarði, Glæsibæ, kl. 13.30, og er að jafnaði spilað í þrjár klukkustundir. Allir eru vel- komnir þangað til þess að kynna sér hið forna spil og taka þátt í því með okkur. Jáiv éAáalsteitui Jánssaiv Við veitum elli- og örorkulífeyrisþegum staðgreiðsluafslátt af verði lyfja og ókeypis heimsendíngu „innan hverfis" ef óskað er. Garðs Apótek Sogavegi 108- 108 Reykjavík Sími 568 0990 Mikib úrval af fatnaði fyrir öll tækifæri Breytum fatnaöi frá okkur yður að kostnaðarlausu marion Strandgata 11 • 220 Hafnarfirði • sími 565 1147 47

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.