Listin að lifa - 01.12.2000, Blaðsíða 48

Listin að lifa - 01.12.2000, Blaðsíða 48
Á kyrrum tunglskinsbjörtum kvöld- um má stundum sjá par ganga hönd í hönd meðfram veginum. Marrið í fönninni yfirgnæfir næstum lág- vært skraf þeirra. „Mikið væri gam- an að vera alltaf að leiðast svona og spjalla,” hugsar þá kannski einhver sem á leið hjá. - Og svo gengur parið út af veginum og upp að litla rauða húsinu. Þetta eru nefnilega hjónin í lólagarðinum í Eyjafjarðar- sveit, þau Ragnheiður Hreiðarsdóttir og Benedikt Crétarsson. Þau fengu hugmyndina nær samtímis; hugmyndina að því að opna jólahús, stað þar sem jólahughrif myndu ríkja árið um kring. Og þau eru þeirrar gerðar að þau láta sjaldnast sitja við orðin tóm. Þetta er fólk sem brettir upp ermarnar og byrjar verkið - sam- stíga sem einn maður. Auðvitað sögðu ættingjarnir að þau væru biluð að láta sér detta þetta í hug. Svo mættu þeir nú samt ásamt vinum og kunningjum til að rétta hjálparhönd og drógu ekki af sér fyrr en litla húsið stóð þama, með lakkrísmola á þakinu, jóladaga- talið við innganginn og fallegan lítinn garð þar sem allir eru velkomnir - hvort heldur er til að borða nestið sitt, hvfla lúin bein eða bara sitja og horfa á himininn. - Auðvitað er svolítið spennandi að forvitnast um hvemig svona starfsemi fer fram, hvað er á boðstólum og hverjir vinna öll hand- tökin. „Viltu ekki smakka Húskarlahangi- kjötið okkar?” spyr Benedikt og teygir sig í áttina að lærinu sem hangir inn- arlega í Jólagarðinum. „Það er tví- reykt.“ Og kjötið smakkast vel við ar- ineld og jólalög. Inni í Jólagarðinum er einstaklega notalegt andrúmsloft. Enginn reynir að selja manni neitt eða sýna. Maður vappar bara um og dáist að öllum litlu og stóru hlutunum sem þarna er að fínna; handfjatlar suma, horfír á aðra. „Við fáum gripi alls staðar að af landinu, frá um áttatíu aðilum,“ segir Ragnheiður. „Veistu, yngsti listamað- urinn okkar er 11 ára og nokkrir eru komnir yfir áttrætt. Kannski má segja að af innlenda vamingnum sé hátt í helmingur unninn af fólki sem er komið á eftirlaun. Við fáum alls konar prjónles, hekl, gripi sem eru renndir úr járni og tré, svo eitthvað sé nefnt. Rammíslenskar vörur og margar hverjar með yndislegu handbragði sem má alls ekki hverfa." En þegar skyggnst er um innandyra í Jólagarðinum sést lrka fleira, enda kemur fljótlega í ljós að varningurinn á víða rætur. „Við fáum vörur frá Am- eríku, Bretlandi, Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Póllandi, Þýskalandi, Holl- andi, Tékklandi.... smakkaðu héma karamellurnar frá Salt Lake City.“ Benedikt býður karamellur og súkkulaði og sitt hvað fleira. - En hvenær var staðurinn opnað- ur? „Það var 31. maí '96 og síðan hefur verið opið hjá okkur alla daga allan ársins hring og gestir orðnir fleiri en við höfum nokkra tölu. Við höfum lfka þá stefnu að opna fyrir fólki nán- ast hvenær sem er, ef það hefur sam- band og við höfum bæði tekið á móti fólki fyrir klukkan átta að morgni og eftir miðnætti. Það er bara sjálfsagt." Eru nú ekki sumir svolítið efins um að það eigi að hafa næstum sjálf jólin fyrir söluvarning? Er þetta nú viðeigandi? Og hvernig gengur ykk- ur líka að upplifa einhverja jóla- stemmingu heima fyrir? „Ja, til að svara fyrri spurning- unni,“ það er Benedikt sem verður fyrir svömm, en fljótlega heyrist að Ragnheiður er alveg sama sinnis. „Við lítum á jólin í Jólagarðinum sem ljós og friðsæld, og blöndum í sjálfu sér hvorki helgihaldi né trúarbrögðum í þau. Þetta er ytri umgjörðin, hlutir sem eru til prýði; hlutir sem fólk teng- ir þessari miklu hátíð. En margir hafa verið efíns. Við fengum t.d. einu sinni stúlku hingað í heimsókn, sem sagði okkur í óspurðum fréttum að hún væri prests- dóttir og hefði aldrei ætlað sér að stíga hér fæti inn. En hún var ósköp glöð og sátt þegar hún fór. Sama getum við sagt um fólk úr ýmsum trúfélögum, jafnvel þeim sem halda ekki jól. Við höfum líka fengið gesti úr þeim hóp- um. í einu tilviki hefðum við ekki vit- að af því ef þetta elskulega fólk hefði ekki gefið okkur bæklinga frá trúfé- laginu sínu þegar það fór. Annars virðast menn hafa skipt svolítið um skoðun á rekstrinum eftir 48

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.