Listin að lifa - 01.12.2000, Blaðsíða 4

Listin að lifa - 01.12.2000, Blaðsíða 4
Frá því síðla sumars cða í byrjun hausts hefur á ýmsum vett- vangi verið vaxandi umraeða um málefni eldri borgara. Fjölmargar blaðagreinar hafa verið skrifaðar um efnið, við- tals- og umræðuþættir á sjónvarps- og útvarpsstöðvum og síðast en ekki síst sérstök umræða á einum af fyrstu starfs- dögum Alþingis nú í haust. Öll þessi mikla umræða leiðir vonandi til þess, að stjómmála- menn glöggvi sig á því að verulega hefur hallað á þennan hóp að undanförnu, og beiti sér fyrir úrlausnum sem mark verði á tekið. Við, sem störfum að félagslegum málefnum aldraðra, höfum líka fundið fyrir verulegri vakningu eldri borgara sjálfra að beita sér fyrir úrbótum. Félög eldri borgara víða um land hafa boðað til umræðufunda og farið yfir stöðuna, hvernig hún hefur verið að breytast að undanförnu, hvernig hún sé í dag og hvem- ig hún þyrfti að breytast á næstunni. Kallaðir hafa verið til ýmsir fræðimenn og aðrir sem best þekkja málaflokkinn til að skýra þróunina og stöðuna. Á ýms- um stöðum hafa einnig verið fengnir til alþingismenn úr við- komandi kjördæmum til þátttöku í umræðunni, t.d. á Suður- nesjum, á Akranesi og í Garðabæ. Voru þeir fundir allir mjög fjölsóttir og umræður málefnalegar. Þá hafa einnig í haust verið haldnir fjölsóttir fundir í Reykja- vík, á Siglufirði og víðar um kjara- og aðstöðumál eldri borgara og fleiri slíkir eru í undirbúningi. Þá má heldur ekki gleyma að á hinum stóru þingum ASÍ og BSRB nú í nóvember, voru málefni eldri borgara og velferðar- þjónustan almennt verulega til umræðu. Ég vil hvetja aðildarfélög Landssambandsins til áframhald- andi umræðu um efnið, kannski slá sér saman á svæðum, fá fyrirlesara sem þekkja efnið vel og bjóða alþingismönnum kjör- dæmisins á fundina - það kemur jú til þeirra kasta á hverju þingi að taka ákvarðanir um fjármagn til málaflokksins. ^ÍÍeneAiízt %<uuÁ&saw formaður LEB Fi/rirhugaðar feröir FEB í Reykjavík sumarið 2001 Dags- ferðir: 2. APRÍL Grindavík - Bláa- lónið - Svartsengi. 9. MAÍ Garðskagi - Reykjanes - fugla- skoðun. 29. MAÍ Hafnarfjörður - Heiðmörk. 13. JÚNÍ Nesjavellir - Grafningur - Eyr- arbakki. 18. JÚNÍ Söguferð í Dali. 10. JÚLÍ Þórsmörk. 14. JÚLÍ Gullfoss - Geysir - Haukadalur. 7. ÁGÚST Hítardalur - Straumfjörður. 18. ÁGÚST Fjallabaksleið syðri. 28. ÁGÚST Veiðivötn. 5. SEPT. Sögustaðir í Rangárþingi. 22. SEPT. Þingvellir - Bás- inn. Lengri ferðir: 27.-29. APRÍL Snæfellsnes -ferð á Snæfellsjökul. 6.-8. JÚNÍ Vestmannaeyjar. 10.-12. JÚNÍ Skaftafellssýslur. 19.-22. JÚNÍ Trékyllisvík. 26.-31. JÚLÍ Þingeyjarsýslur - Eyjafjörður - Skagafjörður. 8.-15. ÁGÚST Hringferð um Norðausturland, Hérað og Aust- firði. Ekið norður Sprengisand. Heim sunnan jökla. 2.-7. JÚLI Vestfirðir.

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.