Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2008, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2008, Page 20
mánudagur 2. júní 200820 Sport DV Del Piero slær met ítalinn snjalli alessandro del Piero verður fyrsti leikmaður landsins sem spilar á fjórum Evrópukeppnum að því gefnu að hann leiki með liðinu á Em í austurríki eða Sviss. Ekki hafa margir leikið þetta eftir en Peter Schmichael hefur einn- ig náð þessum áfanga. del Piero lék fyrsta á Em 1996 á Englandi en lék einnig í Hollandi og Belgíu árið 2000 og í Portúgal árið 2004. Vera hans í hópi roberto donadoni kom mörgum á óvart en kappinn hefur leikið afar vel það sem af er leiktíðar í ítölsku knattspyrnunni. Frakkinn Liliam Thuram og Hollendingurinn Ed- win Van der munu einnig leika í sínni fjórðu Em-keppni. MOLAR lauDruP að taka við Panathinaikos daninn michael Laudrup er við það að taka við stöðu þjálfara hjá Pan- athinaikos í grikklandi. Eftir góða frammistöðu með getafe á Spáni þykir mikið spunnið í Lau- drup sem þjálf- ara en hann mun fá 2,5 milljónir evra í árslaun en það jafngildir um 290 milljónum íslenskra króna. Hann mun fá full yfirráð yfir því hverjir koma til félagsins en Panathinaikos hefur ekki riðið feitum hesti frá grísku knatt- spyrnunni á undanförnum árum eftir að hafa ávallt verið í meistara- baráttu þar á undan. Olympiakos er meistari í grikklandi og það er þyrnir í augum Panathinaikos-manna sem þyrstir í titil. viljum ekki riise jean Claude Blanc, yfirmaður knatt- spyrnumála hjá juventus, segir félagið engan áhuga hafa á því að fá john arna riise vinstri bakvörð frá Liverpool til félagsins en umboðsmaður norð- mannsins sagði juventus vera á eftir honum. „Við munum halda hægri og vinstri hluta varnar okkar nákvæmlega eins á næstu leiktíð. Christ- ino molinaro og Paolo de Ceglie munu berjst um stöðu vinstri bakvarðar. Við viljum sýna öllum að við erum tilbúnir að fara langt á leikmönnum sem eru uppaldir hjá okkur,“ segir Blanc. john arne riise ku vera fallinn í ónáð hjá rafa Benitez stjóra Liverpool og alvaro arbeloa hef- ur tekið stöðu hans í byrjunarliðinu. hyyPia kallar eftir friði Sami Hyypia varnarmaður Liverpool biður stjórnarmenn félagsins að semja um frið þar sem eilíft umrót í stjórn fé- lagsins hafi áhrif á frammistöðu leikmannna. nokkrar deilur hafa geisað á milli george gillett og Tom Hicks um hríð og Hyypia kallar á samheldni. „Eftir allt sem hefur átt sér stað utan vallar finnst mér kominn tími til þess að allir einbeiti sér að sama hlutnum. Það er að vinna knattspyrnuleiki. Ég veit í sjálfu sér ekki almennilega um hvað deilurnar snúast en ég veit að þær eru ekki að hjálpa Liverpool og nú er mál að linni,“ segir hinn 34 ára gamli Sami Hyypia. henk ten Cate ósáttur Henk Ten Cate sem rekinn var frá Chelsea í liðinni viku segir að menn innan félagsins hafi markvisst grafið undan honum. Þessi fyrrverandi þjálfari hjá ajax var fenginn til Chelsea fyrir tæpu ári til þess að hressa upp á sóknar- leik liðsins en það gekk ekki alveg sem skyldi. „Ég var mjög spennt- ur þegar ég kom inn í verkefnið en ég fer dapur í hjarta yfir því að hafa ekki fengið að klára verk mitt. Ég hef verið málaður sem vondur maður í búningsklefanum en það eru nokkrir leikmenn sem bera ábyrgð á því,“ segir Ten Cate en mikið hefur verið rætt um deilur hans og johns Terry skömmu fyrir úrslitaleikinn í deildar- bikarnum. BallaCk sáttu við lehmann michael Ballack, fyrirliði Þjóð- verja, er ánægður með að jens Lehmann muni standa í marki Þjóðverja á Em í knattspyrnu sem hefst í næstu viku. Hann hefur fulla trú á hinum 38 ára gamla leikmanni og segir að enginn mark- vörður í dag sé nærri því jafn góður í Þýskalandi. „Það er enginn innan liðsins sem efast um hann. Hann er mjög reyndur. Við treyst- um á hann og stöndum saman. margir leikmenn eru að taka þátt í sínu fyrsta stórmóti og það er mikilvægt að hafa stöðuga einstakl- inga í hópnum,“ segir Ballack en Þjóðverjar léku sinn síðasta æf- ingaleik fyrir Evrópumótið þegar þeir lögðu Serbíu 2-1 í nürnberg. „Inni á vellinum var eins og við vær- um hræddar við verkefnið,“ sagði sársvekkt Anna Úrsúla Guðmunds- dóttir við DV eftir 23-37 tap íslenska kvennalandsliðsins gegn Rúmen- um í gær. Leikurinn var liður í und- ankeppni heimsmeistaramótsins en leikið er heima og að heiman. Rúm- enska liðið var mörgum númerum stærra en það íslenska sem sýndi þó marga ágætis takta í seinni hálfleik. flora kemst ekki í liðið Áhorfendur í Laugardalshöll í gær sem voru þó nokkrir fengu að sjá muninn á fínu liði og heimsklassa- liði. Getumunurinn var gífurlegur og voru gestirnir ekki lengi að sýna mátt sinn og megin. Breidd Rúmenanna er gífurleg og hafa þeir á að skipa mörgum hávöxnum skyttum sem oft á tíðum léku sér að íslensku vörn- inni, sérstaklega í fyrri hálfleik. Florentina Stanciu, markvörður Stjörnunnar, þykir sú allra besta hér heima en hún er rúmensk. Það gef- ur hugmynd um breidd liðs Rúmena að það skartaði þremur markvörðum í hópnum en Flora sat uppi í stúku og horfði á. Það var á köflum pínlegt að horfa á leikinn í fyrri hálfleik en íslenska liðinu varð ekkert ágengt. Hvorki í vörn né sókn. Það alversta var þó að íslensku stúlkurnar sýndu litla sjálfs- bjargarviðleitni og voru oft í fyrri hálfleik með hangandi haus. Ef sókn fór forgörðum voru þær lengi að koma sér til baka en það kostaði yf- irleitt alltaf mark úr hraðaupphlaupi andstæðinganna. „Sama hversu illa leikmaður spilar getur hann allt- af hlaupið til baka. Þetta hef ég sagt oft áður og á eflaust eftir að segja oft til viðbótar,“ sagði ósáttur Júlíus Jón- asson landsliðsþjálfari við DV eftir leik. mun skárra í seinni hálfleik Íslensku stelpurnar léku mun bet- ur í seinni hálfleik þar sem skrekkur- inn var farinn úr þeim og holningin á liðinu allt önnur. Vörnin var mun betri og sótti út í skyttur Rúmena sem þurftu að taka erfiðari skot og með því fylgdi markvarsla frá Berglindi sem átti frábæran seinni hálfleik. Það var þó alltaf við ofurefli að etja og sú eina sem náði að standa í hári Rúmena frá fyrstu mínútu var Anna Úrsúla Guðmundsdóttir. „Það er minni munur á liðunum en loka- tölurnar gefa til kynna. Við gerðum mjög vel í seinni hálfleik en við hefð- um þurft að byrja þannig líka. Það er samt ekkert verkefni óvinnandi og við verðum að fara í seinni leik- inn í Rúmeníu með það hugarfar að við getum unnið hann,“ sagði Anna en Ísland þarf að vinna upp fjórtán marka mun eftir 23-37 tapið í gær. trúin ekki til staðar „Mér fannst eins og trúin á verk- efnið væri ekki til staðar í fyrri hálf- leik,“ sagði Júlíus Jónasson landsliðs- þjálfari við DV eftir leikinn en hann var virkilega ósáttur við spilamennsku sinna stúlkna þar. „Það var oft eins og stelpurnar væru farnar að horfa á klukkuna og vildu komast inn í klefa. Þá fengum við einhver 4-1 kafla á okk- ur sem við máttum alls ekki við.“ Eins var hann mun ánægðari með seinni hálfleikinn. „Vörnin kom mik- ið til í þeim seinni og þar fengum við markvörslu og náðum hraðari leik. Rúmenar eru með mun sterkari skytt- ur og það vitum við. Þess vegna þurf- um við að nýta hraðann til að stinga okkur á milli. Rúmenska liðið er mjög líkamlega sterkt og því mun fljótara að grípa okkur og halda. Það var allt- af vitað að þetta yrði erfitt verkefni og svo reyndist vera,“ sagði Júlíus við DV að lokum. Seinni leikurinn fer fram í Rúmen- íu næsta laugardag. tómas Þór Þórðarson blaðamaður skrifar: tomas@dv.is RÚMENAR NÚM- ERUM OF STÓRIR Íslenska kvennalands- liðið í hand- knattleik tapaði fyrir Rúmeníu í gær með fjórtán marka mun, 23-37, í fyrri leik liðanna í umspili um sæti á heims- meistaramót- inu á næsta ári. Mikill getum- unur var á liðunum eins og búist var við en Rúmenar hafa á að skipa einu besta landsliði heims. Gjörðu svo vel! rúmenar fóru ekki ósjaldan yfir eða í gegnum vörn íslands í gær. Góður Þessi ágæti maður fór hamförum í Höllinni í gær og var sáttur við sínar konur. skýjum ofar Hæðarmunurinn á liðunum var gífurlegur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.