Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2008, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2008, Page 25
Tónskáldið Áskell Másson og frú Létu ljósmyndasýn- inguna ekki framhjá sér fara. DV Flugan mánudagur 2. JÚnÍ 2008 25 Náttúran lét í sér heyra svo eftir var tekið á fleiri stöðum en Selfossi. Ægir konungur rumdi af vellíðan þegar blásið var til Hátíðar hafsins á Hafnarbakkanum á laugardagsmorguninn og býfluga hrökk upp af værum vorsvefni sín- um - en stúlkan býr við höfnina. Starir einmitt oft á hafið. Stóreyg ... Hún skellti í sig espressó, málaði varirnar, hljóp út á meðal fólksins og skemmti sér við að skoða og snerta furðufiska og kleip í kinnar á litlum börnum og rasskinnar á pöbbum. En talandi um náttúru. Ummm - Viggo Mort- ensen ... Leikarinn þokkafulli vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar stóri skjálftinn reið yfir en þá var hann að hengja upp myndirnar sínar á Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Viggo varð ekki smeykur enda mikil hetja af norrænum ættum. Hann er yfirlýstur hatursmaður blaðamanna en stóðst ekki fröken býflugu og tjáði henni stoltur að hann væri ekki bara leikari og ljósmyndari, heldur líka skáld og forleggjari; Viggo er eigandi Percival Press sem gaf út bók íslenska lista- mannsins Georgs Guðna. En auðvitað er Viggo þekktastur fyrir hlutverk Aragons eða Estragons, eða hvað hann nú heitir, gaurinn í Hringadrótt- inssögu. Sýning Mortensens nefnist Skovbo og ljós og skuggar eru í aðalhlutverki ljósmyndanna. Listamaðurinn ákvað að stilla verði myndverk- anna mjög í hóf og láta andvirði seldra verka renna til Náttúruverndarsamtaka Íslands. Eigi veit ég hvort Íslendingar séu svo náttúruvernd- arsinnaðir eða bara spenntir fyrir frægum kyn- þokkafullum leikurum en eitt er víst; þessi opn- un í Ljósmyndasafni Reykjavíkur í Grófarhúsinu var án nokkurs vafa fjölsóttasta sýningin á þeim bænum frá upphafi. Á meðal góðra gesta voru rithöfundurinn Andri Snær Magnason og Loftur Atli Eiríksson ritstjóri Séð og heyrt sem er ein- mitt einnig lærður ljósmyndari. En konur voru í meirihluta og vakti sú staðreynd upp þá spurn- ingu hvort það væri Viggo sem væri til sýnis. Svo gjörsamlega pakkað var að erfitt reynd- ist að sjá myndirnar og Estragon sjálfur sat um- kringdur aðdáendum úti í horni og áritaði verk sín. Með öryggisvörð sér við hlið. Óvanaleg sjón á myndlistaropnunum. Kannski talinn hættu- legur staður ... efsta hæðin á Borgarbókasafninu í Reykjavík. Og öryggisvörður við lyftuna. Flugan Fór víða um helgina: Klipið í barnaKinnar Meðlimir Harmónikkufélags Reykjavíkur Spiluðu á myndar- legri Hátíð hafsins á miðbakka. Það var svakalegt stuð á dansgólfinu á Nasa á laugardags- kvöldið og menn hristu sig sveitta við vesturafrísku taktana. Söngfuglarnir Friðrik Ómar og Heiða Ólafsdóttir mættu á stuðtónleikana á nasa. Friðrik var ferskur – nýkominn til landsins. Hljómsveitin Super Mama Djombo frá gíneu- Bissá í Vestur-afríku kom öllum í seiðandi sveiflu. Nasa hristist og skalf á laugar- dagskvöldið þegar Super Mama Djombo lék unaðslega tónlist og gestir dönsuðu sig bulls- veitta inn í nóttina. Á meðal góðra gesta sem fíluðu músík- ina í ræmur voru söngvarinn ljúfi Friðrik Ómar úr Euroband- inu og Heiða Ólafsdóttir söng- kona. Afrískir töfrar heltóku bý- flugu sem kom í feiknastuði út á Austurvöll um miðja nótt þar sem íslenska miðurnætursólin baðaði hana geislum sínum á heimleiðinni. á Nasa Býflugan „party liKe an animal!“ Hinn árlegi Blómadagur Skólavörðustígs- ins var haldin hátíðlegur á laugardaginn þótt það aðalhönnunar- og tískustræti borgarinnar sé í rúst sökum framkvæmda. En Kaffifélagið sem stendur við stíginn snotra lét ekkert á sig fá og hélt upp á eins árs afmæli sitt. Býfluga kom við til að sam- fagna og dreypa á ítals- kri kaffibaunablöndu. Tók eftir að neðst á stígnum hefur hönn- uðurinn GaGa Skordal komið sér vel fyrir í lít- illi verslun og flaggar Trippen-skóm í gluggan- um. Tónlistarmaðurinn Ólöf Arnalds skoppaði í pilsi eftir Austurstræti en hún er að fara að troða upp með Björk og Sigur Rós þann 28. júní á útitónleikum þeg- ar ætlunin er að vekja lýðinn til umhugsunar um verndun náttúrunnar og því væntanlega nóg að gera hjá hinni ungu móður. Nokkuð spes skilti vakti athygli mína fyrir utan veitinga- og skemmtistað- inn Oliver á Laugaveginum en á því stóð: „Eat like a man – party like an animal ...“ Íslensk skemmtanamenning í hnotskurn? Söngkonan og náttúruvernd- arsinninn Ólöf arnalds skoppaði í stuttum kjól eftir austurstræti. Smáfólkið fékk pylsur og blöðrur Freyja og Frosti dáðust að hetjum hafsins. Viggo „Estragon“ Mortensen Hafði seið- mögnuð áhrif á íslensku kvenþjóðina sem fjölmennti á háum hælum og varalituð vel. Súper Seiður mama Djombo og p bbaraSSa Eldar Ástþórsson mikið verk er fyrir höndum hjá eiganda Hr. Örlygs, Þorsteini Stephensen, að finna mann í hans stað. airwaveS á jarðSKjálfta- Svæði? Aðdáendum Airwaves-hátíðarinnar var illa brugðið í vikunni þegar í ljós kom að hún stendur ekki á tryggri jörð; kannski bara á jarðskjálftasvæði, og mörgum til mikilla vonbrigða sagði hinn snaggara- legi töframaður Eldar Ástþórsson upp starfi sínu sem framkvæmdastjóri. Mik- ið verk er fyrir höndum hjá eiganda Hr. Örlygs, Þorsteini Stephensen, að finna mann í hans stað. Það sem meðal annars hrjáir víst Airwaves er skortur á starfhæfu húsnæði og hærri styrkjum. Jakob okkar Magnússon sér vonandi mikilvægi þess að hátíðin fái að lifa góðu lífi; hún er orð- in ómissandi hluti lífkerfis Reykjavíkur- borgar og ótrúlegt aðdráttarafl túrista. Kobbi hlýtur að vera í stöðu til þess í dag og leggja sitt af mörkum til að styrkja þetta Roskilde Reykjavíkur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.