Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2008, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2008, Side 27
DV Sviðsljós mánudagur 2. júní 2008 27 Var næstum farinn á hausinn Aerosmith-rokkarinn Steven Tyler heldur því nú statt og stöðugt fram að ástæðan fyrir því að hann hafi skráð sig í meðferð hafi ekki verið eitur- lyfjaneysla heldur að hann hafi farið í aðgerð á fæti. „Læknar sögðu mér að sársaukinn í fótunum gæti horfið með nokkrum aðgerðum. Þar af leiðandi þurfti ég öruggt umhverfi þar sem ég gæti bara slökkt á símanum mínum og slakað á í friði til að jafna mig eftir þessar aðgerðir og mér fannst með- ferðarheimilið besti staðurinn fyrir slíkt því þar eru læknar á vaktinni og maður er í góðum höndum,“ sgaði Tyler í yfirlýsingu sem hann sendi til erlendra fjölmiðla. í meðferð út af fæti Ekki liggur ljóst fyrir hvers vegna Britney Spears er að gera grín að leikkonunni Juliu Roberts á þess- um nýlegu myndum sem náðust af söngkonunni. Eins og sjá má virðist Britney vera að reyna að leika eftir pósu leikkonunnar á forsíðunni og er ekki vitað hvort hún er að slá á létta strengi, ögra Juliu eða bakslag hafi orðið í andlegri heilsu hennar. Britney undirbýr nú endur- komu sína með risatónleikum í Ve- gas. Söngkonan hefur verið á fullu í ræktinni undanfarnar vikur en án mikils árangurs og Britney senni- lega aldrei verið þyngri. Tónleikarn- ir mun kosta stórfé og eiga að verða einir stærstu og veigamestu tón- leikar hennar til þessa. Það þykir þó ólíklegra með hverjum deginum að Britney eigu nokkurn tímann eftir að snúa til baka. asgeir@dv.is af hVerju? Samkvæmt nýjustu fréttum eru hundar þeirra Parisar Hilton og Joels Madden að slá sér upp. Kærasti Parisar, Benji Madden, er sem sagt bróðir Joels Madden auk þess sem þeir eru saman í hljómsveitinni Good Charlot- te og hefur chihuahua-hundurinn hennar Parisar verið að gera sér dælt við pitbull terrier-hundinn hans Joels. „Það var fjölskylduboð heima hjá Paris og allir komu með börnin sín og hundana með sér. Það var greinileg ást á milli Tinkerbell hennar Parisar og Eazy hans Joels. Við óskum þeim alls hins besta í framtíðinni,“ segir í nýju bloggi á heimasíðu hljómsveitarinnar Good Charlotte. hundarnir að deita Britney SpearS gerir grín að Juliu roBertS og Vanity Fair-Forsíðu hennar Það kom flestum á óvart er Jaymes Foster tilkynnti í fjölmiðlum vestan- hafs að hún ætti von á barni og pabbinn er enginn annar en Idol-söngvarinn Clay Aiken, en rauðhærði söngvarinn hefur neitað að svara spurningum um kynhneigð sína hingað til, en sá orðrómur hefur verið lífseigur að hann sé samkynhneigður. Jaymes og Clay hafa verið bestu vinir síðan Clay tók þátt í Idolinu og búa þau meira að segja saman í Los Angeles. Barnaði Bestu Vinkonu sína tilvonandi pabbi Clay aiken á von á barni með bestu vinkonu sinni. Mamman jaymes Foster er ólétt. Britney Spears Það er erfitt að segja hvað söngkonunni gengur til. Sóðaleg hefði mátt fara í hreinan bol og brjóstahaldara. Jennifer Butler Murray, eiginkona Bills Murray til 11 ára, hefur sótt um skilnað frá grínleikaranum mikla og segir ástæður fyrir því vera ofbeldi og fíkn hans í áfengi og maríjúana. Í skilnaðarpappírunum kemur einnig fram að Murray léti sig oft hverfa frá eiginkonu sinni án þess að láta kóng eða prest vita og þar á meðal til ann- arra landa. Murray lendir oft í deil- um og orðaskaki við almenning sem greinilega hefur farið fyrir brjóstið á Jennifer. Einnig er talað um framhjá- hald leikarans. Samkvæmt pappírunum lagði Murray oft hendur á eiginkonu sína, sló hana í andlitið og sagði „... að hún væri heppin að hann dræpi hana ekki“. Lögfræðingur Murrays hafði lítið um málið að segja en tók þó fram að leikarinn væri „...í mikilli sorg vegna skilnaðarins“. Bill Murray og Jennifer giftu sig árið 1997 og eiga saman fjögur börn. „heppin að ég drep þig ekki“ Bill Murray er í djúpum... Fullur í Svíþjóð jennifer segir leikarann oft fara til útlanda og lenda þar í orðaskaki og átökum. Bill murray var stöðvaður í miðborg stokkhólms fyrir að keyra fullur á golfbíl. erfiður skilnaður eiginkona Bills murray hefur sótt um skilnað. í skilnaðar- pappírunum segir jennifer Butler murray frá ofbeldi og fíkniefnaneyslu sem og áfengisvandamáli leikarans. Christian Bale rambaði á barmi gjaldþrots fyrir fáeinum árum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.