Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2008, Side 29

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2008, Side 29
 DV Fólkið Mánudagur 2. júní 2008 29 AlexAndrA Alexandra Helga Ívarsdóttir var kjörin ung- frú Ísland 2008 á Broadway á föstudag. Alex- andra er 18 ára Grafarvogsbúi sem er á þriðja ári í Menntaskólanum við Sund. Alexandra tekur þátt í keppninni Miss World sem fer fram í Úkraínu í október. Þar mun hún freista þess að feta í fótspor Unnar Birnu Vilhjálmsdóttur og fleiri íslenskra fegurðardrottninga sem hafa unnið keppnina. „Þetta kom mér á óvart. Ég er ennþá að átta mig á þessu,“ segir Alexandra Helga Ívarsdóttir, nýkrýnd Ungfrú Ísland. Fjölskyldan hefur stutt hana gegn um keppnina og segir hún foreldra sína mjög stolta af sér. Hún segir stúlkurnar í keppninni hafa náð vel saman og að góð stemn- ing hafi ríkt í hópnum. Í öðru sæti var Ingibjörg Ragnheiður Egils- dóttir, 23 ára Hornfirðingur, og í þriðja sæti var Sonja Björk Jónsdóttir, 18 ára Dalvíkingur. Þá var Hanna Lind Garðarsdóttir valin ljósmyndafyrir- sæta Íslands 2008 en hún var einnig valin ljós- myndafyrirsæta Reykjavíkur fyrir skemmstu. Ingibjörg mun keppa fyrir Íslands hönd í Miss Universe sem fram fer í Víetnam um miðjan júlí. Athygli vakti að Aðalbjörg Ósk Gunnarsdótt- ir sem var valin ungfrú Reykjavík fyrir skemmstu var ekki í þremur efstu sætunum en margir höfðu talið hana sigurstranglegasta í keppninni framan af. Aðalbjörg var í 4.-6. sæti í keppn- inni en Alexandra Helga, sem var í öðru sæti í Ungfrú Reykjavík, fór alla leið á toppinn í þetta skiptið. Ungfrú Ísland BuBBi á vínyl Nýjasta plata Bubba Mort- hens, Fjórir naglar, kemur út 11. júní, en upphaflega átti platan að koma út 4. júní. Bubbi upp- lýsti sjálfur aðdáendur sína um seinkunina á spjallsvæði heima- síðu sinnar, bubbi.is. Bubbi segir margvíslegar ástæður liggja að baki seinkuninni, en þá helst að nokkrir hlutir séu honum ekki alveg að skapi. Þá upplýsti Bubbi einnig að platan myndi koma út á vínyl í 300 eintaka upplagi. Þykir eflaust mörgum aðdáend- um Bubba það mikill fengur, en vínyl-platan lifir góðu lífi meðal safnara og tónlistargrúskara. Ekkert varð af sviðsettum blaðamannafundi vegna jarðskjálftans: upptökum frestAð vegnA jArðskjálftA eldAr hættir hjá hr. örlygi Eldar Ástþórsson, framkvæmda- stjóri Iceland Airwaves og Hr. Ör- lygs, hefur sagt starfi sínu lausu. Þessu greindi Eldar frá í samtali við DV síðastliðinn föstudag. Eld- ar hefur verið framkvæmdastjóri Airwaves allt frá upphafi og hefur hátíðin vaxið og dafnað undir hans stjórn og er í dag í hópi virtustu grasrótarhátíða Evrópu. „Ég hef sagt starfi mínu lausu,“ segir hann. „Ég og eigandi Hr. Ör- ylgs, Þorsteinn Stephensen, höfum ekki sömu framtíðarsýn á verkefnið og mér fannst hreinast og beinast að gera þetta svona,“ segir Eldar sem skilur við verkefnið með mikl- um trega. „Þetta er auðvitað gríð- arlega erfitt enda búinn að vera í þessu frá byrjun.“ Alexandra Helga Ívars- dóttir var valin ungfrú Ísland fyrir helgi. Alex- andra endaði í öðru sæti í Ungfrú Reykjavík á dög- unum en fór nú alla leið og hreppti titilinn eftir- sótta. Hún keppir í Miss World í október. til ÚkrAínu Fresta þurfti upptökum á sjónvarpsþátta- röðinni Svartir englar vegna jarðskjálftans sem reið yfir landið á fimmtudaginn. Þá hafði fjöldi fjölmiðlamanna frá ýmsum miðlum ver- ið boðaður á tökustað, þar sem átti að svið- setja blaðamannafund. Plönin fóru því miður fyrir lítið þegar annar hver fréttamaður á höf- uðborgarsvæðinu var sendur á Suðurland til þess að fylgjast með eftirmálum jarðskjálftans. Þurfti því að fresta tökunum, sem munu að öll- um líkindum fara fram í þessari viku. Upptökur á þáttunum hafa staðið yfir frá því í byrjun maí, en þættirnir verða sýndir í Ríkissjónvarpinu í haust. Það er Óskar Jónasson sem leikstýrir, en handritið skrifa þau Margrét Örnólfsdóttir og Sigurjón Kjartansson. Þættirnir fjalla um hóp lögreglumanna í Reykjavík sem keppast við að leika glæpi. Í aðalhlutverkum verða Sigurður Skúlason, Sólveig Arnardóttir, Steinn Ármann Magnússon og Helgi Björnsson. Þættirnir eru byggðir á bók Ævars Arnar Jósepssonar. Óskar Jónasson Leikstýrir Svörtum englum, en fresta þurfti upptökum á blaðamannafundi vegna jarðskjálftans á fimmtudaginn. Ungfrú Ísland 2008 alexandra Helga ívarsdóttir. Gullfallegar Ingibjörg ragnheið- ur, alexandra Helga og Sonja Björk. Fyrirsæta Hanna Lind var valin ljósmyndafyrir- sæta íslands 2008.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.