Dagblaðið Vísir - DV - 17.06.2008, Blaðsíða 2
Bíllinn, sem var stolið úr eigu
tölvufyrirtækisins Kjalfells á
Blönduósi fyrir viku, fannst á föstu-
daginn eftir að lesandi DV rak aug-
un í hann á Höfn í Hornafirði.
Vegfarandi sem var á leiðinni frá
Egilsstöðum til Reykjavíkur hafði
séð hvítan sendibíl úti í vegkanti og
lét sér fátt um finnast. Þegar hann
opnaði hins vegar DV í sjoppu í
næsta stoppi sá hann mynd af sama
bíl við frétt þar sem greint var frá
bílþjófnaðinum á Blönduósi. Úr
varð að hann hringdi í eiganda bif-
reiðarinnar og tilkynnti honum um
fundarstað bílsins.
Kristján Blöndal, eigandi Kjal-
fells, segist í samtali við DV vera
mjög ánægður að fá bílinn svo
skjótt aftur. Hann telur DV hafa
hjálpað mikið til í leitinni. „Það er
mjög skemmtilegt að vita af bílnum
sínum og núna er ég bara að reyna
redda honum fari heim á Blöndu-
ós,“ segir Kristján. „Ég er ekki viss
af hverju honum var stolið í fyrstu,
hvort það hafi verið til að stela ein-
hverju úr honum eða komast á milli
staða en mig grunar að ræninginn
hafi bara ætlað að komast á milli
staða,“ segir hann.
Bíllinn er verðlaus og engin verð-
mæti í honum þegar honum var
stolið. Segja má að ræninginn hafi
fengið köttinn í sekknum, því þótt
bíllinn sé nýsprautaður er hann illa
gangfær, að sögn Kristjáns, og mar-
tröð í keyrslu.
olivalur@dv.is
þriðjudagur 17. júní 20082 Fréttir DV
InnlendarFréttIr
ritstjorn@dv.is
Lesandi DV sá hvíta sendibílinn frá Blönduósi við vegkant:
Stolna bíldruslan fannst við Höfn
Bíllinn sem var rænt
Fannst á Höfn í Hornafirði
Lögfræðingar
frá HA
Um helgina voru 328 kandí-
datar brautskráðir frá Háskólan-
um á Akureyri en í vetur stund-
uðu rúmlega sextán hundruð
nemendur nám í skólanum. Í
fyrsta skipti í sögu skólans voru
lögfræðingar útskrifaðir og voru
þeir 10 talsins. Lögfræðingarnir
eiga að baki fimm ára laganám,
þriggja ára BA-nám og tveggja
ára meistaranám. Þessi tvö próf
veita lærdómstitilinn magister
legis (ML) og jafngildir það emb-
ættisprófi í lögfræði. Verðlaun
voru veitt í heilbrigðisdeild fyrir
hæstu meðaleinkunnina sem var
9,2 og er það sú hæsta sem hefur
verið í deildinni.
Tekinn undir
áhrifum
Lögreglan á Selfossi stöðvaði
mann um eittleytið í gær við
Þorlákshöfn fyrir akstur undir
áhrifum fíkniefna. Maðurinn
var færður til skýrslutöku og
svo til blóðsýnatöku. Er nú
beðið niðurstaðna hversu
mikil efni mælast í blóði hans
en það gæti tekið nokkrar vik-
ur. Maðurinn er frjáls ferða
sinna meðan beðið er eftir
niðurstöðum.
Bændur í kreppu
Bændasamtökin hafa ákveðið að
bjóða bændum fjármálaráðgjöf
og aðstoð við endurskipulagn-
ingu á skuldum.
Hátt olíuverð og hartnær tvö-
földun á áburðarverði hafa gert
bændum erfitt fyrir þannig að
gjaldþrot blasa við.
Þessar hækkanir hafa komið illa
við bændur, bæði sauðfjár-
bændur og kúabændur, enda
eru kaup á fóðri, áburði og olíu
stærstu útgjaldaliðirnir.
265 verkefni
um helgina
Mikill erill var hjá lögregl-
unni á Akureyri um helgina.
Alls bárust 265 verkefni inn á
borð frá klukkan sex á föstu-
dag til mánudagsmorguns.
Mörg mál tengdust slags-
málum, líkamsárásum eða
óspektum á almannafæri.
Ellefu líkamsárásir voru til-
kynntar og fimm þjófnaðar-
mál. Margt var um manninn
í bænum og var fjörutíu og
einn ökumaður stöðvaður
fyrir of hraðan akstur, tveir
grunaðir um ölvunarakstur
og tveir undir áhrifum fíkni-
efna. Lítið var um fíkniefna-
mál eða aðeins fjögur minni
háttar mál sem komu upp.
Vegfarandi náði myndum af öllum
gögnum sem notuð voru við máls-
meðferð Baugsmálsins svokallaða
en þau voru geymd á trillu við kló-
settið í Héraðsdómi Reykjavíkur þar
sem allir gátu séð þau. Að sögnt ljós-
myndarans, sem vildi ekki láta nafns
síns getið, mátti meðal annars finna
yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeir Jóhann-
essyni og álitsgerð Pricewaterhouse
Coopers fyrir Gest Jónsson, verjanda
Jóns Ásgeirs. Þegar haft var sam-
band við staðgengil dómstjóra Hér-
aðsdóms Reykjavíkur, Eggert Ósk-
arsson, sagði hann að gögnin hefðu
verið þarna sökum þess færa átti þau
milli geymslna í dómhúsinu.
Baugsmálið hjá klósettinu
Það var á fimmtudaginn síðasta
sem ljósmyndarinn þurfti að fara á
klósettið í Héraðsdómi Reykjavík-
ur, en það er í kjallara hússins. Þeg-
ar ljósmyndarinn gekk niður í kjall-
arann sá hann stafla af möppum á
trillu sér á vinstri hönd. Fyrir forvitn-
is sakir las hann utan á möppurnar
og sá þá sér til mikillar undrunar að
þær voru ýmist merktar Jóni Ásgeiri,
lánaveitingar til Gaums og ákærulið-
ir og margt fleira. Þegar hann fletti í
gegnum gögnin sá hann meðal ann-
ars að þarna var álitsgerð sem unnin
var fyrir Gest Jónsson hæstaréttar-
lögmann auk þess sem finna mátti
yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeiri sjálfum.
Það var þá sem hann gerði sér grein
fyrir því að þarna lá Baugsmálið á
glámbekk.
Stóðu stutt
„Þetta eru gögn sem tilheyra
dóminum og var verið að færa,“
segir Eggert Óskarsson, varadóm-
stjóri Héraðsdóms Reykjavíkur, um
ástæðu þess að gögnin voru hjá
klósettinu þar sem allir gátu séð þau
og komist í. Hann segir að málinu sé
lokið og því hafi þurft að færa gögn-
in úr hirslum dómarans yfir í aðra
geymslu í húsinu þar sem þau verða
geymd þar til þeim verður komið
fyrir á varanlegum stað.
„Þau hafa væntanlega verið ör-
stutt þarna,“ segir Eggert og telur
helstu skýringuna þá að sá sem færði
gögnin hafi rétt brugðið sér frá þegar
ljósmyndarinn gekk fram á gögnin.
Tiltektardagur í héraðsdómi
„Það var tiltektardagur,“ seg-
ir Eggert um fimmtudaginn þegar
ljósmyndarinn gekk fram á gögnin
en aðspurður segir hann að þau hafi
tilheyrt dómurunum sem dæmdu í
málinu fyrir Héraðsdómi Reykjavík-
ur.
Að sögn Eggerts voru hálfgerð-
ar vorhreingerningar í gangi þegar
gögnin voru færð á milli. Hann seg-
ir slík gögn yfirleitt geymd í læstum
hirslum og verða svo aftur flutt í aðr-
ar læstar hirslur annars staðar í hús-
inu. Aðspurðu segir Eggert að hann
viti ekki til þess að viðkvæm gögn
hafi legið á glámbekk. Þegar hann er
spurður hvort eingöngu um opinber
gögn hafi verið að ræða segist hann
telja það.
Gögnin örugg
„Gögnin voru ekki skilin eft-
ir þarna,“ segir Eggert um ástæðu
þess að gögnin voru á almannafæri
við klósettið í héraðsdómi án eftir-
lits. Hann bætir svo við og áréttar að
þarna hafi eingöngu verið um eðli-
lega tilfærslu gagna að ræða. Þau
séu núna komin í öruggar hirslur.
Aðspurður hvort þau verði þar til
frambúðar segir hann svo ekki vera
heldur muni þau verða geymd á
Þjóðskjalasafninu til frambúðar.
Ekki er ljóst hversu lengi gögn-
in blöstu við almenningi en ljós-
myndarinn sem rætt var við taldi
það hafa verið auðvelt að kippa með
sér gögnum hefði viðkomandi verið
þannig þenkjandi.
Öll málsgögn úr Baugsmálinu lágu án eftirlits við klósettið í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Árvökull vegfarandi sá gögnin, tók myndir af þeim og kom til DV. Ekki er ljóst hvort
um viðkvæm gögn hafi verið að ræða en aðstoðardómstjóri, Eggert Óskarsson, segir
ástæðu þess að gögnin voru þarna hafa verið eðlilega tilfærslu þeirra á milli hirslna.
valur GrETTiSSon
blaðamaður skrifar: valur@dv.is
BAugsmáL
á gL mBekk
„Það var til-
tektardagur,“
segir eggert.
Yfirheyrslur Ef menn höfðu
áhuga þá gátu þeir lesið
yfirheyrslur yfir jóni Ásgeiri.
umfangsmikið mál umfang
Baugsmálsins var gríðarlegt og þurfti
heila trillu undir allar möppurnar.
Álitsgerð Á meðal gagna mátti finna
álitsgerð fyrir gest jónsson, lögmann
jóns Ásgeirs jóhannessonar.