Dagblaðið Vísir - DV - 17.06.2008, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 17.06.2008, Blaðsíða 8
þriðjudagur 17. júní 20088 Fréttir DV Stefnt er að því að hvítabjörninn sem haldið hefur til í grennd við bæinn Hraun á Skaga verði fangað- ur í dag. Sérfræðingar frá dýragarð- inum í Kaupmannahöfn hafa verið fengnir til þess að koma til landsins með búr og annan búnað til þess að fanga björninn. Von er á Dön- unum um miðjan dag í dag. Talið er að það verði flókið mál að fanga björninn. Þórunn Svein- bjarnardóttir umhverfisráðherra segir að allt verði að ganga upp í slíkri aðgerð og viðbúið sé að birn- inum sjálfum sé hætta búin. Lög- reglulið frá Sauðárkróki, ásamt björgunarsveitarmönnum, stóð vaktina í gær og vörnuðu fólki að- göngu að svæðinu. Fjórar riffilskytt- ur eru að bænum Hrauni II, tilbún- ar að skerast í leikinn ef björninn skiptir skapi þannig að hætta stafi af. Björgvin G. Sigurðsson, sem er umhverfisráðherra í fjarveru Þór- unnar Sveinbjarnardóttur, sagði í gær að allt yrði gert til þess að ná birninum lifandi og koma honum á heimaslóðir. Hann sagði lögregl- una hafa sýnt lofsverða stillingu. Tólf ára fann björninn Það var Kar- en Helga Steins- dóttir, tólf ára, sem fyrst varð vör við ísbjörn- inn um klukkan hálfeitt í gær. Kar- en og systir hennar Herdís urðu varar við það þegar heimilishund- urinn tók strikið út í æðarvarpið. Þar má hann ekki vera og því elti Karen hann. Þar sá hún eitthvað sem hún taldi í fyrstu vera áburð- arpoka, en sá fljótlega að þarna var um ísbjörn að ræða. „Mér sýnist að honum líði ágætlega þar sem hann er,“ segir Merete Rabølle, móðir Karenar Helgu. Heimilisfólki að Hrauni er gert að vera innandyra á meðan björninn er vaktaður af lögreglu. „Við verðum hér til taks til þess að tryggja að fólki stafi ekki hætta af birninum,“ segir Stefán Vagn Stef- ánsson, yfirlögregluþjónn á Sauð- árkróki. Hann og samstarfsmenn hans skiptast á um að fylgjast með birninum. „Hann hefur verið í æti og mjög rólegur,“ sagði Stefán Vagn í gærkvöldi. „Við vonum að hann verði það áfram.“ Björgólfur vill bjarga Egill Steingrímsson, héraðs- dýralæknir á Blönduósi, segir að hér sé á ferðinni enn ein áminn- ingin um að brýn þörf sé á sérstakri viðbragðsáætlun vegna ísbjarna. Hann og fleiri dýralæknar hafa gagnrýnt að engin slík áætlun sé til staðar. Þegar hvítabjörn gekk á land á svipuðum slóðum í júníbyrjun til- kynnti umhverfisráðuneytið að far- ið yrði yfir atburðarásina og hafist yrði handa við gerð aðgerðaáætl- unar. Ekki er vitað hvort sú vinna er hafin. „Það þarf að vera hægt að gera eitthvað annað en að lóga þessum dýrum,“ segir Egill. Hann segir nokkra dýralækna hafa rætt það sín á milli að þeir þyrftu að afla sér réttinda og búnaðar til þess að geta brugðist við þegar svona að- stæður koma upp. Hvítabjörninn sem gekk á land í júníbyrjun var skotinn skömmu eftir að til hans sást, þann 3. júní. Þá hafði forvitna vegfarendur drif- ið að og talið var að fólki stæði ógn af birninum. Í íslenskum lögum er heimild til þess að aflífa hvíta- björn sem fólki stafar hætta af. Þeir eru friðaðir undir öðrum kringum- stæðum. Novator, félag Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur boðist til þess að standa straum af kostn- aði við björgun á ísbirninum sem nú er vaktaður við Hraun á Skaga. „Novator lítur á björgun ísbjarnar- ins sem framlag til náttúruvernd- ar,“ segir Eyrún Magnúsdóttir í til- kynningu. Í tilkynningunni frá Novator segir ennfremur að mikilvægt sé að koma ísbirninum í öruggt og var- anlegt umhverfi, enda sé um frið- aða skepnu að ræða. Algengt að birnir gangi á land Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands, segir mun algengara að birnir komi hingað til lands tveir saman en fólk áttar sig á. „Síðustu þrjátíu árin hafa sextán komur hvítabjarna ver- ið skráðar til landsins. Í þriðjungi tilfella hafa þeir komið tveir með skömmu millibili,“ segir Jón Gunn- ar. Ekki er vitað hvort birnirnir nú hafi lagt leið sína í sameiningu til landsins. Um 600 komur hvíta- bjarna til Íslands eru skráðar frá landnámi, sem gera um fimmtíu til sextíu ísbirni á hverri öld. Sá síðasti sem gekk hér á land á undan þeim sem kom til landsins nú í byrjun mánaðarins kom árið 1988. Jón Gunnar segir ekki ljóst hversu stóran björn er um að ræða en Náttúrufræðistofnun Íslands hefur unnið af fullum krafti í mál- inu í dag. Hann segir langlíklegast að birnirnir tveir hafi komið hingað til lands frá Grænlandi. Jón Gunn- ar segir ísrönd vera um 75 sjómíl- ur frá landi þessa dagana og að það sé vegalengd sem ísbirnir geti vel synt. Sævar Einarsson, bónda á Hamri í Hegranesi, dreymdi þrjá ísbirni í byrjun júní og var því ekki hissa á fréttum gærdagsins. Á vefn- um Skagafjordur.com er greint frá því að Sævar reikni með að stutt sé í að sá þrðji láti sjá sig. Veðurfarið ræður Jón Gunnar Ottósson segir að það séu vindáttir og hafstraumar sem ráði því að birnirnir gangi á land á Skaga en ekki á Vestfjörðum, sem þó eru mun nær Grænlands- ströndum. Hann segir birnina mögulega hafa komið með borg- arísjaka sem rekið hafi hingað til lands og synt svo til lands. Spurð- ur hvort heimsókn ísbjarnanna nú megi rekja til hlýnandi loftslags á jörðinni, segir Jón Gunnar erfitt að segja til um það. Jón Gunnar segir að nauðsyn- legt sé að hér séu til áætlanir um hvað taka skuli til bragðs í svona til- vikum. „Þetta er ekki svo sjaldgæft,“ segir hann. Síðasti björn sem gekk á land á undan þeim sem aflífaður var fyrir tveimur vikum var aflífað- ur snarlega í Fljótum í Skagafirði árið 1988. Þá sást einnig til bjarn- ar á sundi við Vest- firði árið 1993. Skipverjar á Guðnýju ÍS snöruðu þá björninn og drápu hann með um- deildum hætti. SigTryggur Ari jóhAnnSSon blaðamaður skrifar: sigtryggur@dv.is ALLT GERT TIL AÐ BJARGA BIRNINUM Fyrir tveimur vikum Björninn sem gekk á land í upphafi mánaðar var skotinn hið snarasta. Í dag verður reynt að fanga hvítabjörn sem heldur til við bæinn Hraun á Skaga. Björgvin g. Sigurðsson segir að allt verði gert til þess að koma birninum lifandi á heimaslóðirnar. Lögreglulið og skyttur vakta björninn þangað til danska sérfræðinga ber að garði. Björgólfur Thor Björgólfsson hefur boðist til þess að standa straum af kostnaði við björgunaraðgerðirnar. „Það þarf að vera hægt að gera eitthvað annað en að lóga þessum dýrum.“ Björgólfur Thor novator, félag Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur boðist til þess að standa straum af björgunaraðgerðunum. Viðskiptaráðherra Björgvin g. Sigurðsson er umhverfisráðherra í fjarveru þórunnar Sveinbjarnar- dóttur. Hann segir lögreglu hafa sýnt lofsverða stillingu. Frá hrauni Hér má sjá hve nálægt mannabústöðum björninn var í gærkvöldi. MYND/FEYKIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.