Dagblaðið Vísir - DV - 17.06.2008, Blaðsíða 19
Hvað bíður æskunnar annað en
það að opna tölvuna sína á morgn-
ana og lesa um það að Britney Spears
sé komin enn á ný í afvötnun, Ma-
donna hafi fengið nýjan upp á arm-
inn og Ingibjörg Sólrún ætli að hjálpa
konum í Afganistan? Síðan er kannski
hægt að líta á Moggabloggið í end-
urnýjuðum Mogga, byggðum á kol-
brúnum ruðum úr þeim gamla, nú
eða þá bíða eftir að ríkisstjórnin mæti
í YouTube með andlitið í búrka. Það
yrði pólitískt go go ef Ingibjörg, Geir
og „liðið“, forsetinn meðtalinn, hættu
að bjarga afgönskum konum með
krónum í fallstöðu og flyttu þær inn
í staðinn og létu þær sauma á Akra-
nesi búrka á Samfylkinguna og Sjálf-
stæðisflokkinn. Auk þess væri flott að
fá búrkahimin til að tjalda yfir Bessa-
staði. Það yrði heimsfrétt og gífurlega
eftirsótt sem sýningaratriði, ekki að-
eins í Tate Modern í London held-
ur á Tvíæringnum í Feneyjum, eink-
um ef listakonurnar í Sprellhópnum
stæðu að innsetningnum og létu
ríkisstjórnina og forsetann,
klæddan prjónabúrka
í sauðarlitunum,
koma undan
tjaldskörinni á
heila tíman-
um og gagga
í gegnum
búrkanet-
ið: How do
you like Ice-
land? Verkið
fengi fyrstu
verðlaun.
Til að und-
irstrika það
er óþarfi að
bæta við á ensku: No question! Frum-
leg erum við á Fróni. Eins og í því
þegar færasti bankastjóri landsins
og frúin hans stofna sjóð til þess að
örva samningu verka fyrir leikhús og í
stjórn hans eru valdir einskonar upp-
vakningar úr leikhúslífinu „til forna“,
Vigdís og Sveinn. Hann virðist vera
sjálfsögð og ódrepandi óværa á ís-
lenskri menningu heima og erlendis.
En hví í ósköpunum var gengið fram
hjá Kolbrúnu Bergþórs og Hall-
dóri Guðmundssyni, yngstu
óværunni á uppleið, þeim
sem þegar vekja kláða þótt
ekki séu þau ennþá komin
í nárann? Eitthvað mik-
ið og óvenjulegt hlýtur
að vera að ger-
ast í listum og
menningu,
skemmti-
leg upp-
stokkun
og ófyr-
irsjáan-
legt. Eitthvað
í ætt við þann
smell, að Guð-
rún Helgadóttir
fái fyrstu út-
hlutun-
ina úr
hinum 16 milljóna uppörvunarsjóði
tengdasonar og dóttur, svo hún „semji
leikrit fyrir kristin börn á gamalsaldri“.
Það verður í sama dúr og þegar stofn-
uð voru ekki fyrir löngu verðlaun sem
bera nafn hennar og hún fékk fyrstu
verðlaun og þau einu sem veitt voru
úr sjóðnum. Hann virðist hafa tæmst
við það og lagt upp laupana. Guðrún
sagði að veitingin úr sjóðnum, sem
hún hafði í sakleysi sínu ekki vitað að
væri til, hafi komið sér mjög á óvart.
En íslenskari geta úthlutanir ekki ver-
ið: öllu er haldið innan fjölskyldunnar
á sjálfgefnu lúsaplani. Æskunnar bíð-
ur því sannarlega björt framtíð ef ofan
á dugnaðinn við að draga í búið fé úr
eigin búri bætist nú rússneskmafíu-
tengd olíuhreinsunarstöð á Vestfjörð-
um, byggð að
undirlagi
manns
sem
faldi
ekki í
kalda
stríð-
inu,
enda
þekkt-
ist þá
ekki
pólitískir
búrkar, að
hann var
brjálaður
rússahatari
í Versló.
Sandkassinn
Umsókn þín um húsaleigubætur
hefur verið samþykkt. Mánaðarleg
fjárhæð húsaleigubóta er þrjú þús-
und tuttugu og
átta krónur. Ég
trúði ekki mín-
um eigin aug-
um. Fæ ég þrjú
þúsund krónur?
Ég sótti um hús-
leigubætur til að
hjálpa mér með
svívirðilega háa
leigu, bjóst við fimm til átta þús-
und krónum. Hver króna skiptir
máli. Hafði hugsað mér að leggja
þennan pening til hliðar, safna
honum saman. Eftir þrjá mánuði
ætti ég níu þúsund krónur.
éG FóR AÐ spá hvað ég gæti gert
fyrir þrjú þúsund krónur. Ég gæti
farið í bíó og boðið einhverjum
með mér, keypt popp og kók og
jafnvel nokkrar karamellur. Ég gæti
líka keypt 16 tommu pizzu með
nokkrum áleggstegundum og kóki
fyrir þrjú þúsund. Ég fengi 18 lítra
af bensíni sem myndu duga mér í
fjóra daga. Ég gæti keypt í matinn,
það allra nauðsynlegasta svo sem
brauð, ost, mjólk og þess háttar.
Engan sælkeramat, enga ávexti,
ekkert líffrænt, bara það allra
nauðsynlegasta. Hef tekið mest
eftir hækk-
unum vegna
verðbólgu í
lágvöruverðs-
verslununum.
Á síðasta ári
fór ég í Bónus,
keypti í mat-
inn fyrir þrjú
þúsund krónur
og það dugði mér í nokkrar vikur. Í
dag fer ég út í búð, kaupi alveg það
sama og það kostar níu þúsund
krónur.
ÞAÐ eR ótrúlegt hvað velferðarkerfi
Íslands bitnar á meðalmannin-
um. Ég er heilbrigð, ég á engin
börn, ég er á ágætislaunum, samt
ekki svo góð-
um að ég nái
að borga alla
reikningana
mína. Þess
vegna leitaði
ég til félags-
þjónustunnar
um húsaleigu-
bætur. Það
tók mig þrjár vikur að sækja alla
pappíra, keyra á milli staða og
sækja loks um og ég fékk skitnar
þrjú þúsund krónur. Það var varla
þess virði að sækja um.
Hanna Eiríksdóttir á
þrjú þúsund krónur
Hvað bíður æskunnar?
DV Umræða þriðjudagur 17. júní 2008 19
Sumarblíða Hestarnir kætast, líkt og mannfólkið, yfir veðurblíðunni. þessi sunnlensku hross létu ljósmyndara ekki trufla sig þegar hann átti leið um
Ölfus heldur tóku lífinu með stökustu ró. DV-MYND Ásgeirmyndin
P
lús
eð
a m
ínu
s
Spurningin
„því miður held ég að það fari svo að
leiðindalið vinni mótið en úrslitaleikur-
inn ætti að verða á milli Portúgals og
Hollands og þá skiptir ekki máli hvort
liðið vinnur,“ segir Kolbrún Bergþórs-
dóttir, blaðamaður Morgunblaðsins,
en hún hefur ritað ófáa pistlana um
kynþokka fótboltamanna.
Hver vinnur eM?
Bergvin Oddsson og félagar
hans í ungmennadeild
Blindrafélags Íslands fá
plúsinn. Í dag opna þau nýstárlegt
kaffihús þar sem alltaf verður
kolsvartamyrkur.
GuðbErGur bErGSSon
rithöfundur skrifar
„Auk þess væri flott
að fá búrkahimin
til að tjalda yfir
Bessastaði.“
Evelyn Smith er í leit að eiginmanni:
Leitar ástar-
innar á Íslandi
Evelyn Smith, 24 ára stúlka frá
Gana, sendi DV bréf þar sem
hún leitar að vini og eigin-
manni meðal íslenskra herra-
manna.
„Ég er
einhleyp
afrísk kona sem hef mikinn
áhuga á Íslandi. Því langar mig
að eignast eiginmann þaðan,“
segir Evelyn. Hún ritar á ensku
en blaðamaður snaraði erindi
hennar yfir á íslensku.
Áhugamál Evelyn eru ferða-
lög, matargerð, tónlist, skautar
og að kynnast nýju fólki með
ólikan menningarlegan bak-
grunn.
Þeir sem vilja setja sig í
samband við Evelyn geta sent
póst á:
P.O. Box c.c 54
St. Mary´s Road
OGUAA C/R
Via Café Coast. Ghana.
West-Africa.
lESEndur
dV fagnar lesendaBréfuM. VinsaMlegast sendið þau í netPósti á ritstjorn@dV.is, MerKt: lesendaBréf, eða í BréfPósti á
KróKHáls 6, 110 reyKjaVíK. ósKað er eftir fullu nafni sendanda ásaMt Mynd. lengd Bréfs Miðast Við 300 orð að HáMarKi.
-hvað er að frétta?
Hvað er að frétta?
– kíktu á dv.is
FRÉTTIR FÓLK FRÓÐLEIKUR SKEMMTUN
skurður 210x288