Dagblaðið Vísir - DV - 17.06.2008, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 17.06.2008, Blaðsíða 17
DV Sport þriðjudagur 17. júní 2008 17 MacLaren í viðræðuM við BLackBurn Steve McClaren, sem hefur verið án liðs síðan hann var rekinn sem þjálfari enska landsliðsins í nóvember á síðasta ári, á í viðræðum við Blackburn rovers um að verða næsti stjóri liðsins. McClaren viðurkenndi í síðustu viku að hann hefði áhuga á starfinu en hann hefur einnig verið orðaður við þjálfarastöðuna hjá hollenska félaginu FC Twente. Black- burn leitar nú að framkvæmdastjóra í stað Mark Hughes sem fór til Manchester City. Sam allardyce og Paul ince hafa einnig verið orðaðir við starfið. ThuraM LeiTar féLags Franski landsliðsmaðurinn Lilian Thuram segir fjölda félaga vilja fá sig til sín. Thuram sem er 36 ára gamall átti erfitt uppdráttar hjá Barcelona á liðinni leiktíð en Frakkinn getur farið hvert sem hann vill á frjálsri sölu eftir að samningur hans við Barcelona rann út í vor. „Fjöldi liða vill fá mig til sín. PSg er eitt þeirra liða en einnig fleiri félög. Ég veit ekki hvað mun gerast á næstu dögum. Einnig eru félög á ítalíu, Englandi og jafnvel í Skotalandi,“ segir Lilian Thuram sem leikur þessa dagana með Frökkum á EM í knattspyrnu. LESTU NÚNA SPORTIÐ Á DV.IS! MOLAR kekic TiL hk? Sinisa Kekic, sem var leystur frá störf- um hjá Víkingi í 1. deildinni, leitar sér nú að nýju liði. í yfirlýsingu sem kom frá Víkingi stóð að félagið myndi ekki standa í vegi fyrir honum að finna sér annað lið í úrvalsdeild eða 2. deild. HK hefur verið orð- að við Kekic sem er 39 ára en var besti leikmaður Víkings í úrvalsdeildinni í fyrra. Kekic æfði með Zelki Zankovic, þjálfara 2. flokks HK, um daginn en þeir eru góðir vinir. Einnig var grindavík orðað við Kela eins og hann er kallaður en svo virðist sem Suðurnesjamenn hafi ekki áhuga á að fá hann heim. aron TiL LeMgo Hægri skyttan efnilega úr FH, aron Pálmarsson, hefur samið við þýska úrvalsdeildarliðið Lemgo en þetta kom fram í Fréttablaðinu í gær. aron mun ekki ganga í raðir félagsins fyrr en næsta sumar og leikur því með nýliðum FH í n1-deildinni í vetur. aron fór í æfingaferð til Lemgo þar sem for- svarsmenn heilluðust mikið af honum og ákváðu að semja við Hafnfirðing- inn sem er aðeins 18 ára. Hann fór á kostum í 1. deildinni með FH í ár en FH rúllaði upp deildinni og leikur meðal þeirra bestu á næsta tímabili. erfiður riðiLL á ÓL Hann er ekki árennilegur riðilinn sem íslenska landsliðið í handbolta verður í á Ólympíuleik- unum í Peking í ágúst. núver- andi titilhaf- ar heims- og Evrópumeist- aratitlanna, þýskaland og danmörk, eru með íslandi í riðli ásamt rúss- landi, Suður-Kóreu og Egyptalandi. í hinum riðlinum leika Pólland, Spánn, Frakkland, Króatía, Kína og Brasilía. ísland komst á Ólympíuleikana eftir undanriðil sem fram fór í Póllandi. þar lagði liðið argentínu og Svíþjóð en tapaði fyrir Póllandi. seLfoss enn TapLausT nýliðar Selfoss í 1. deild karla eru enn taplausir þegar 7 umferðir eru búnar af deildinni. Selfyssingar misstu tvö stig til njarðvíkur í fyrradag og hafa nú gert þrjú jafntefli en sigrað í fjórum leikjum. Sóknarleikurinn hefur verið í fyrirrúmi hjá Selfossi en liðið hefur skorað 20 mörk í fyrstu 7 leikjunum, langflest lið- anna í 2. deild. hvöT LeiTar afTur að þjáLfara Blönduósliðið Hvöt, sem er í neðsta sæti 2. deildar karla í knattspyrnu, hefur aftur hafið leit að þjálfara. Hvöt auglýsti eftir þjálfara á netinu fyrir komandi tímabil og svaraði Breiða- bliksmaðurinn, Kristján Óli Sigurðsson, kallinu og var spilandi þjálfari liðsins. Hvöt hefur nú losað sig við Kristján Óla og hefur sett fram aðra auglýsingu þar sem það leitar að meistaraflokksþjálf- ara sem má vera spilandi þjálfari. Æski- leg væri þjálfaramenntun eða reynsla stendur í auglýsingunni. Framarar skelltu sér upp í þriðja sæti í Landsbankadeild karla með sigri á Fjölni: Eitt mark En lítið annað „Þetta á kannski ekki að koma á óvart miðað við úrslitin hingað til en maður á ekki að taka verðlaun- um eins og einhverjum sjálfsögðum hlut,“ sagði Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari kvennaliðs Vals í knattspyrnu, við DV í gær en hún var ásamt hin- um þjálfara liðsins, Frey Alexanders- syni, valin besti þjálfari umferða 1-6 í Landsbankadeild kvenna. „Það sem við höfum gert er að deila þessu vel á milli okkar Freys. Hann er búinn að koma með mjög ferska vinda inn í þetta hjá okkur. Þjálfarar þreytast al- veg eins og leikmenn þannig að þetta hefur verið mjög ljúft,“ sagði Elísabet um samstarf sitt og Freys. Dóra María Lárusdóttir var val- in besti leikmaður umferðanna og þá átti Valur tvo leikmenn til viðbótar í úrvalsliði umferðanna. „Þetta mót hefur byrjað frábær- lega. Við vorum svolítið stressuð fyrir þessa leikjatörn sem við geng- um í gegnum, fjóra leiki á tólf dög- um. En við erum enn taplaus og búin að vinna annan leikinn gegn KR þannig að við erum í skýjunum með niðurstöðuna,“ sagði Elísabet sem segir æðislegt að vera byrjuð að spila á Vodafone-vellinum að Hlíðarenda. „Það er ekkert flókið að við höfum verið heimilislaus í tvö ár. Það er al- veg frábært að vera komin aftur heim og ég er ekki í nokkrum vafa um að heimavöllurinn hefur hjálpað okkur mikið í síðustu leikjum,“ sagði Elísa- bet við DV að lokum. Verðlaun voru veitt fyrir umferðir 1-6 í Landsbankadeild kvenna: ValSFÓlk Valið BESt Úrvalslið umferða 1-6: Markvörður: Brett Elizabeth Maron (uMFa) varnarmenn: Ásta arnardóttir (Valur) Embla Sigríður grétarsdóttir (Kr) guðrún Sóley gunnarsdóttir (Kr) Ólína g. Viðarsdóttir (Kr) Tengiliðir: dóra María Lárusdóttir (Valur) Edda garðarsdóttir (Kr) Hólmfríður Magnúsdóttir (Kr) Sophia Mundy (uMFa) framherjar: Margrét Lára Viðarsdóttir (Valur) Bestar dóra María var kosin besti leikmaðurinn og Elísabet gunnarsdóttir besti þjálfarinn. KÓPAVOGSRAUNIR FH-INGA Tryggvi minnkaði einmitt muninn í 2-1 úr vítaspyrnu í upp- hafi seinni hálfleiks og er þar stór spurning hvort ekki hefði mátt dæma einnig rautt spjald. Srdjan Gasic braut þá á Atla Guðnasyni þegar hann var kominn einn að markinu og vildu menn meina að brotið hefði verið fyrir utan teig. Inni í teig var það sagði Ól- afur Ragnarsson dómari sem var að dæma sinn fyrsta leik eft- ir lætin varðandi líkamsástand hans og komst sá gamli ágætlega frá sínu. karakter í Blikum Stígandinn virtist allur með FH og var það líklegt til að jafna leikinn en Breiðabliki tókst að komast aftur yfir á 58. mínútu með marki Nenad Pet- rovic eftir darraðardans í teignum. Blikar sýndu mikinn karkater með að koma strax til baka en allt ann- að var að sjá til Kópavogspilta sem börðust eins og ljón og virtust hafa gaman af því sem þeir voru að gera. Ungur piltur, Guðmundur Krist- jánsson, sem er aðeins 19 ára gam- all, kom beint inn í lið Breiðabliks á miðjuna og var eins og smurð- ur í hlutverkið. Það þýddi að Arnar sjálfur Grétarsson fór alla leið aftur í stöðu miðvarðar og var frábær þar. ,,Ég hef spilað aftarlega á vellinum áður og í bakverði en aldrei miðvörð. Við verðum að sjá hvort það verður eitthvert áframhald á þessu,“ sagði Arnar glaðbeittur við DV eftir leik. höfum verið að bíða eftir þessu Arnar Grétarsson skoraði síð- asta mark Breiðabliks úr vítaspyrnu eftir að Freyr Bjarnason hafði brot- ið á Prince sem var kominn einn gegn marki. Hæglega hefði verið hægt að dæma vítaspyrnu þar einn- ig. Prince langaði á punktinn og tryggja þrennuna en Arnar afþakk- aði það enda hefur verri vítaspyrna og Prince bauð upp á í síðasta leik vart sést. ,,Við höfum verið að bíða eftir svona góðum leik til að hrökkva í gang og gaman að það skyldi koma gegn svona góðu liði eins og FH,“ sagði Arnar Grétarsson við DV eft- ir leikinn í gærkvöldi. ,,Ég er mest ánægður með að liðið byrjaði af krafti og lék þannig í 90 mínútur. Það var mjög sterkt að koma til baka eftir að FH minnkaði muninn og klára þetta,“ sagði Arnar sem von- ar að leikur Breiðabliks haldi ekki áfram að taka dýfur. ,Það er vonandi að við getum byggt á þessu því frammistaða okk- ar hefur verið misgóð. Ég ætla ekki að segja mikið um það en við eig- um bikarleik næst gegn KA þar sem við ætlum okkur áfram,“ sagði Arnar ákveðinn en ánægður að lokum. ekki lengra vinur Blikar fóru illa með FH-inga í leiknum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.