Dagblaðið Vísir - DV - 17.06.2008, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 17.06.2008, Blaðsíða 4
þriðjudagur 17. júní 20084 Fréttir DV InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Forsetabíll aftur af stað Forsetabifreið Sveins Björns- sonar verður notuð á ný í fyrsta sinn við opinbert tækifæri á morgun. Ólafur Ragnar Gríms- son, forseti Íslands, kemur þá til Alþingishússins á bifreiðinni við upphaf hátíðarhaldanna á Austurvelli af tilefni þjóðhátíðar- dagsins. Bifreiðin, sem var fyrsta forsetabifreiðin hér á landi, verð- ur til sýnis við Þjóðminjasafnið milli klukkan tvö og fjögur í dag. Bifreiðin er af Packard-gerð frá árinu 1942 og var nýlega endur- gerð. Listasmygl í Norrænu Tollgæslan á Seyðisfirði stöðv- aði mann með 550 málverk sem hann hafði ekki framvísað en maðurinn var erlendur. Hann var að koma með Norrænu þegar málverkin fundust. Samkvæmt lögreglunni á Seyðisfirði sættist maðurinn ekki á tollasekt vegna listarinnar og var því málið sent til þeirra. Í sömu ferð var aldraður Hol- lendingur gripinn við að reyna smygla 193 kílóum af hassi. Því var síðasta vikan hjá tollinum ansi árangursrík. Milljónatjón hjá Þrótti Mikið tjón varð þegar kalda- vatnsleiðsla gaf sig í inntaksklefa í íþróttahúsi Þróttar í gærmorg- un og vatn flæddi inn í 900 fer- metra íþróttasal á neðstu hæð. „Salurinn er ónothæfur,“ segir Magnús Haraldsson, deildar- stjóri fasteigna hjá framkvæmda- og eignasviði Reykjavíkurborg- ar. Næsta skref er að meta tjónið og finna orsakir þess að lögnin gaf sig. Að sögn Magnúsar er þó ljós að tjónið nemur milljónum króna. Reynt verður að koma salnum aftur í notkun sem fyrst. Átján ára skólastúlka, sem byrjaði að selja netaðgang að sjálfri sér í kyn- ferðislegum leikjum í apríl, er enn starfandi. „Þótt vændi sé refsilaust er þetta brot á hegningarlögum,“ seg- ir Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Í DV í apríl var rætt við stúlk- una en hún fækkar fötum og leikur sér með kynlífsleikföng fyrir framan upptökuvél. Hægt er að horfa á hana á netinu með spjallforritinu MSN gegn greiðslu. „Við gáfum henni tækifæri til að hætta þessu,“ segir Björgvin. Þegar málið kom fyrst inn á borð Björgvins var hann óviss að um klám væri að ræða enda er klám ekki skilgreint í lögum. Nú hefur hann náð að skoða málið betur og telur að um ólöglegt athæfi sé að ræða. „Við komum til með að rannsaka þetta betur ef hún heldur þessu áfram,“ segir Björgvin. Þegar DV fjallaði fyrst um mál- ið var stúlkan með vefsíðu þar sem hún auglýsti þjónustuna. Í samtali við blaðamann sagðist hún þá ekki telja að hún væri á nokkurn hátt brotleg við lög. Í kjölfar- ið hafði Björg- vin samband við stúlkuna og benti henni á að mögulega flokk- aðist þjónust- an sem dreifing og sala á klámi og væri því refsi- verð. Auglýsingar á klámþjónustu væru það sömuleiðis og eftir þetta tók stúlkan niður vefsíðuna. Hún hélt þó áfram að selja aðgang að netsýningunum og staðfestir nú í samtali við DV að hún geri það enn. Að öðru leyti vildi hún ekki tjá sig við blaða- mann. Eftir að hún tók niður vefsíðuna og hætti að auglýsa er stúlkan þó á mun lokaðra svæði en áður. Björgvin bendir á að enginn fái aðgang að sýningunum nema hún hafi samþykkt við- komandi sem spjallfé- laga á MSN. „Hún er því mögulega á gráu svæði,“ segir hann. Í samtali við DV í apr- íl lýsti stúlkan yfir undr- un sinni á þeim tvískinn- ungi að á Íslandi sé vændi löglegt en klám ekki. Hún sagðist þó ekki geta hugs- að sér að stunda vændi í staðinn. erla@dv.is Netsýningar á kynlífsleikjum ungrar stúlku er brot á hegningarlögum: Netkynlífið er ólöglegt klám Þriðjudagur 15. apríl 2008 6 Fréttir DV RáðheRRaR fóRu ekki að lögumSex síðustu heilbrigðisráðherr-ar hafa allir gerst sekir um að upp-fylla ekki lagaákvæði í störfum sín-um. Enginn þeirra hefur látið semja reglugerð um þá atvinnusjúkdóma sem eru bótaskyldir samkvæmt lög-um um almannatryggingar. Þetta er þrátt fyrir að nú séu 14 ár og rúmir þrír mánuðir síðan sett voru lög um almannatryggingar þar sem kveðið var á um að ráðherra skyldi ákveða í reglugerð hvaða atvinnusjúkdómar væru bótaskyldir. Í fimmtu málsgrein 22. grein-ar laganna um almannatryggingar frá 20. desember 1993 segir orðrétt: „Ákveða skal með reglugerð að til-teknir atvinnusjúkdómar skuli telj-ast bótaskyldir samkvæmt þessum kafla.“ Það er í verkahring heilbrigð- isráðherra að setja þessa reglugerð en þó nú séu liðin fjórtán ár og tæp-ir fjórir mánuðir hefur reglugerðin ekki enn verið sett. Helgi Már Arthursson, upplýs-ingafulltrúi hjá heilbrigðisráðu- neytinu, segir að ekki standi til að setja reglugerð úr þessu um þá at-vinnusjúkdóma sem eru skaða-bótaskyldir. Ástæðan er sú að end-urskoðun stendur yfir á lögum og á þá að taka á þessum málum. DV fjallaði fyrst um þessi mál í febrúar á síðasta ári, eftir að Guð-jón Ólafur Jónsson, þáverandi þing-maður Framsóknarflokksins, hafði spurst fyrir um reglugerðina. Krist-inn Tómasson, læknir hjá Vinnu- eftirlitinu, sagði þá að reglugerð-arleysið þýddi að fólk með kvilla sem rekja megi til atvinnusjúkdóma fengi ekki sambærilegar bætur og ef það yrði fyrir vinnuslysum. Hann tók þó fram að upphæðirnar væru ekki sérlega háar og ef til vill fengi fólk bæturnar í formi veikindaréttar hjá vinnuveitanda. brynjolfur@dv.is Guðmundur Árni Stefánsson Heilbrigðisráðherra frá lagasetningu 20. desember 1993 til 12. nóvember 1994. Sighvatur Björgvinsson Heilbrigðisráðherra frá 12. nóvember 1994 til 23. apríl 1995. Ingibjörg Pálmadóttir Heilbrigðisráðherra frá 23. apríl 1995 til 14. apríl 2001. Jón Kristjánsson Heilbrigðisráðherra frá 14. apríl 2001 til 7. mars 2006. Siv Friðleifsdótt- ir Heilbrigðisráð- herra frá 7. mars 2006 til 24. maí 2007. Guðlaugur Þór Þórðarson Heilbrigðisráðherra frá 24. maí 2007 til dagsins í dag. Sjúkdómarnir ekki enn tilgreindir Sex heilbrigðisráðherrum hafa ekki dugað fjórtán ár til að setja reglugerð um bótaskylda atvinnusjúkdóma. „ÉG TAPAÐI MÉR Í KAREN MILLEN“ Kötu Geir Jón Þóris- son „Ég tapaði mér í Karen Millen; keypti mér rándýra kápu, pils, bol og þrjú pör af skóm. Mistökin mín voru að fá mér Visa-kort,“ segir átj-án ára stúlka sem fækkar fötum og leikur sér með kynlífsleikföng fyr-ir framan nettengda upptökuvél. Hún kallar sig Kötu og þeir sem eru tilbúnir að borga geta fylgst með henni í gegnum spjallforritið MSN. Hún tryggir þó að andlit hennar er falið á meðan hún safnar fjár til að greiða Visa-reikninginn. „Maður er ekkert varaður við hvað það er auðvelt að steypa sér í skuldir,“ segir hún, ósátt við bank-ann sinn og hversu áfjáðir bank-arnir eru í að lána ungu fólki sem ekki hefur mikla reynslu af fjármál-um. Stærsti hluti skuldar hennar er vegna fatakaupa. „Ég er ekki í nein-um eiturlyfjum. Ég drekk sjaldan og reyki ekki einu sinni sígarettur.“Kata vill ekki gefa upp raunveru-legt nafn sitt af ótta við fordæmingu samfélagsins og ótta við ofsóknir. Hún segist furða sig á áliti margra á þessari iðju og er sjálf mjög sátt. Strippar þar til hún finnur ástina Kötu fannst nýlega kominn tími til að flytja að heiman og verða sjálfstæð. Hún stundar nám við framhaldsskóla í fjarnámi og hef-ur unnið með skóla síðustu þrjú ár. Aldrei fann hún samt starf sem hentaði henni. „Ég fékk perra á msn-ið mitt sem bauð mér þetta,“ segir hún um til-drög þess að hún fór að fækka föt-um gegn greiðslu. Fyrstu viðbrögð hennar voru einfaldlega að eyða manninum út af spjallforritinu hjá sér. Þegar hún síðar lenti í peninga- vandræðum vegna mikilla Visa-skulda minntist hún tilboðsins: „Þá fór ég að spá í þetta og ákvað að prófa. Þá kom í ljós að mér fannst þetta bara rosalega gaman.“ Kata hefur aldrei hitt neinn af þeim mönnum sem borga henni fyrir sýningu á netinu. „Nei, ég hef aldrei hitt neinn og myndi aldrei gera það. Ég vil aðeins stunda kyn-líf með þeim sem ég elska.“ Hún hefur þó vel upp úr þessu fjárhags-lega og stefnir á að halda því áfram svo lengi sem hún nýtur þess: „Og þangað til ég finn ástina,“ segir hún og tekur fram að hún efist um að einhver vilji eiga kærustu sem hef-ur þessa atvinnu. Dreifing á klámi ólögleg Rúmur mánuður er síðan Kata fór að fækka fötum fyrir framan myndavél. Á svipuðum tíma setti hún upp vefsíðu þar sem hún aug-lýsir þjónustuna. Þegar hún hóf störf gerði hún sér ekki grein fyrir hvort um ólöglegt athæfi væri að ræða eður ei en þorði ekki að spyrj-ast fyrir um það. Hún segist þó hafa áhuga á að starfa í fullu samræmi við landslög og þannig borga skatt af tekjum sínum. Geir Jón Þórisson yfirlögreglu-þjónn þekkir ekki mál Kötu en seg-ir af lýsingunni að dæma að hann telji líklegt að þetta flokkist und-ir sölu og dreifingu kláms, sem er ólöglegt. Kötu finnst undarlegt ef svo er í ljósi þess að sala á vændi er lögleg ef ekki kemur til þriðji að-ili sem hefur af því fjárhagslegan ávinning. Hins vegar er ljóst að hér á landi er klám víða til sölu, svo sem í bókabúðum. Slík dreifing kláms hefur endurtekið verið kærð til lögreglu sem lítið hefur aðhafst og borið við óljósum skilgreiningum í lagaákvæðum. „Maður er ekkert varaður við hvað það er auðvelt að steypa sér í skuldir.“ Erla HlynSDóttIr blaðamaður skrifar: erla@dv.is Í skuldafeni Visa-skuldir vegna fatakaupa urðu til þess að átján ára stúlka, sem gengur undir nafninu Webcam-prinsessan, fór að fækka fötum gegn greiðslu. fréttir F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð þriðjudagur 15. aPrÍL 2 008 dagbLaðið vÍsir 69 . tbL. – 98. árg. – verð k r. 295 besta rannsóknarblaða mennska ársins að stela frá saMherjuM sínuM í liðinu. ÁtjÁn Ára stúlka leitar lausna Á fjÁ rhagsvanda: Davíð lét HeNDa ljóði mattHíasar skuldug skólastúlka í netvændi Bankarnir lána ungu fólki á n reynslu „mistökin mín voru að fá mé r visa-kort“ Þú tapar tveimur milljóNum á ári fréttir ef þú Átt 20 milljóna króna faste ign Á 100 prósenta lÁni tapar þú t veimur milljónum króna Árlega til 2010 samkvæmt spÁ seðlabanka Ísland s. >> Davíð Oddsson lét skipta út rúðu í Ráðhúsinu með ljóð i Matthíasar Johannessen, ritstjóra Morgu nblaðsins, því hann var ósátt ur við leiðara. DV 15. apríl 2008 Stúlkan hóf n sýning rn r til að eiga fyrir kreditkortaskuldum. Kynf rðis- brotadeild lítur svo á a stúlkan elji klá o sé því brotleg við lög. Væ di er hi s e r lögl gt. viLja vatN frá Hafnarfirði Arabískir fjárfestar frá Dubai, Kúveit og Sádi-Arabíu hafa óskað eftir því við bæj- aryfirvöld í Hafnarfirði að fá að reisa vatnsverksmiðju í Hellnahrauni nálægt álverinu í Straumsvík. Talið er að verk- smiðjan geti veitt 50 til 60 manns atvinnu. Arabískir fjárfestar eru í viðræðum við bæjaryfirvöld í Hafnarfirði um að reisa vatnsverksmiðjuna Glaci- er World í Hellnahrauni í Hafnar- firði. Fjárfestarnir eru frá Sádi-Ar- abíu, Kúveit og Dubai. Þá eru þeir einnig í viðræðum við Vatnsveitu Hafnarfjarðar um upptöku vatns við Kaldárbotna, sem er vatnsból Hafnfirðinga. Náist samningar hyggjast fjárfestarnir tappa vatn- inu á flöskur í verksmiðjunni og dreifa í Mið-Austurlöndum. Mál- ið hefur verið kynnt fyrir fram- kvæmdaráði Hafnarfjarðbæjar en varaformaður ráðsins, Margrét Gauja Magnúsdóttir, segir jákvæð- an pólitískan vilja fyrir verkefn- inu. Arabískir fjárfestar „Þetta er erlent félag fjárfesta frá Mið-Austurlöndum,“ segir Magnús Magnússon verkfræðing- ur um verkefnið, en hann er í for- svari fyrir Glacier World ehf. hér á Íslandi. Hann segir marga hafa velt fyrir sér að komast inn á þennan markað að undanförnu og sumum tekist. Bendir hann á Jón Ólafsson athafnamann í því samhengi en hann hyggst reisa svipaða vatns- verksmiðju í Þorlákshöfn. Sjálfur er Magnús ekki ókunn- ugur slíkum verksmiðjum en hann kom að undirbúningi vatns- verksmiðju á Rifi en dró sig aftur á móti út úr þeim áformum áður en yfir lauk. Spennandi hug- mynd „Þetta er spenn- andi mál ef vel til tekst en það er aftur á móti á frumstigi,“ segir Magnús sem stígur varlega til jarð- ar í þessu sambandi. Hann segir hugmynd- ina hafa verið kynnta fyrir bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði. Að sögn Magn- úsar hefur þegar verið sótt um lóð í Hellnahrauni í bænum. Fái þeir hana munu arabísku fjárfest- arnir reisa verksmiðjuna þar. Aðspurður hversu mörg störf þessi verksmiðja muni útvega bæjarbúum segir Magnús of snemmt að segja til um það. „Umfang verksmiðj- unnar á eftir að koma í ljós,“ segir hann. Tugir starfa „Verði þetta að veruleika er óhætt að segja að störf fyrir einhverja tugi skapist í kring- um þetta,“ seg- ir Margrét Gauja Magnúsdótt- ir, varafomaður framkvæmdaráðs Hafnarfjarðarbæj- ar. Hún segir að fyrir- tækið Glacier World eigi aðeins í viðræðum við bæj- aryfirvöld og aðspurð segir hún þær viðræður hafa byrj- að fyrir þó nokkru. Kynning á verkefninu var lögð fram á fundi framkvæmdaráðs í gær. Þaðan verður málinu vísað til bæjarráðs. Hún segir jákvæð- an pólitískan vilja fyrir verkefninu en það sé enn langt í land og margt sem þurfi að skoða áður en niðurstaða fæst í málið. Hún segir reksturinn þó jákvæðan enda náttúruvænn. Góð atvinnuuppbygging „Fólk á að geta starfað í sínu bæj- arfélagi, þess vegna er öll atvinnu- uppbygging góð,“ svarar Margrét Gauja aðspurð hvaða þýðingu upp- bygging verksmiðjunnar í Hafnar- firði muni hafa, verði hún að veru- leika. Verði verksmiðjan reist og vatn- inu tappað á flöskur mun vatn- ið verða flutt til Mið-Austurlanda þar sem það verður svo selt. Sam- kvæmt heimildum er um nokkuð umfangsmikla starfsemi að ræða og að fyrirtækið muni að minnsta kosti útvega fimmtíu til sextíu störf í Hafnarfirði. Viðræður eru enn á frumstigi og bíður málið afgreiðslu bæjarráðs. Þá á eftir að taka fyrir beiðni yfirvalda varðandi úthlutun lóðar í Hellnahrauni á Völlunum í Hafnarfirði. vAlur GreTTiSSon blaðamaður skrifar: valur@dv.is „Þetta er erlent félag fjárfesta frá Mið- austurlöndum.“ Konungur Sádi- Arabíu Konungur Sádi-arabíu er abdullha en meðal þeirra sem vilja reisa vatnsverksmiðju í Hafnarfirði eru sádi- arabískir fjárfestar. Frestur á ingólfstorgi Fyrir helgi var ákveðið að skilafrestur á athugasemdum vegna breytinga á Ingólfstorgi yrði framlengdur til 27. júní. Nú þegar hafa um 40 athugasemdir borist. Fólk hefur kvartað yfir að það eigi að breyta húsum úr sínu sögulega samhengi. Hanna Birna Kristjánsdóttir, formaður skipu- lagsráðs, segir að ekki eigi að fórna torginu heldur tryggja nýtt skipulag svo ekki þurfi að breyta húsunum og þannig geti þau staðið eins og þau voru byggð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.