Dagblaðið Vísir - DV - 17.06.2008, Blaðsíða 12
þriðjudagur 17. júní 200812 Neytendur DV
Lof&Last
n Lofið í dag fær
regnboginn.
Bíómiðinn hjá
þeim kostar
aðeins 650 krónur
á meðan hann
kostar yfir 1000 krónur annars
staðar. þetta
tilboð gildir í
allt sumar. það
er því full
ástæða til að fara frekar í bíó þar
heldur en á hinum okurstöðunum.
n Lastið í dag fær 10-
11 fyrir rándýran
mat. Viðskiptavinur
kom að kvöldi og
keypti sér lítið pitsustykki.
Stykkið sem bæði var hart
og kalt kostaði hvorki meira
né minna
en 250 krónur.
Viðskiptavininum
fannst hann hafa
hent peningum út um gluggann eftir
að hafa borðað stykkið.
Leikurinn DV gefur milljón gengur vonum framar:
Frábært Framtak
„Mér finnst þetta frábært fram-
tak og ég segi að hin blöðin ættu
að fylgja þessu,“ segir Helgi Svein-
björnsson, einn þeirra heppnu í
leiknum DV gefur milljón. Leikur-
inn hefur nú gengið í rúman hálfan
mánuð og hafa 55 matarkörfur verið
gefnar.
Helgi hefur bæði tekið þátt í
leiknum fyrir sig og foreldra sína.
Hann tók þátt á fimmtudaginn að
fyrirskipan móður sinnar og á föstu-
daginn var hann dreginn út. Hann
lét þá nafn móður sinnar og í gær
var hún dregin út. „Þau eru mjög
ánægð og þetta er mjög góð búbót
fyrir þau,“ segir Helgi.
Fyrir þá sem ekki eiga tölvu hef-
ur verið erfiðara að taka þátt. Helgi
segir föður sinn hafa verið skúffaðan
í byrjun leiksins að eiga ekki tölvu
og bauðst hann því að taka þátt fyr-
ir hann. DV býður nú viðskiptavin-
um sínum sem ekki eiga tölvu kost á
því að hringja í blaðið sem mun taka
þátt fyrir þá. „Það er mjög gott að
það sé gert þannig og nú getur fólk,
sérstaklega aldrað fólk sem á ekki
tölvu, tekið þátt. Pabbi minn hefur
verið áskrifandi í áratugi og var það
svolítið leiðinlegt fyrir hann að geta
ekki tekið þátt.“
Enn eru 45 körfur eftir í pottinum
og mun leikurinn standa til 30. júní
svo enn eru miklir möguleikar fyrir
fólk að vinna sér inn matarkörfu frá
Bónus. Sem fyrr segir fer þátttakan
eingöngu fram á dv.is og þarf að eiga
eintak af blaðinu.
Gullinbrú 170,40 186,80
Bensín dísel
Öskjuhlíð 168,70 185,20
Bensín dísel
Skógarhlíð 168,90 185,20
Bensín dísel
Hafnarfirði 166,60 183,10
Bensín dísel
Arnarsmára 168,70 185,20
Bensín dísel
Smáralind 168,70 185,20
Bensín dísel
Skógarseli 168,90 185,30
Bensín díselel
d
sn
ey
t
i
Fátt er jafn svekkjandi og að vera kominn heim úr búðinni og uppgötva að maður hef-
ur keypt útrunna vöru. DV fór á stúfana föstudaginn 13. júní og athugaði í nokkrum
verslunum hvort útrunnin vara væri til sölu. Í öllum tilfellum var útrunnið gos í hill-
um. Verslunareigendur segja það á ábyrgð gosframleiðenda.
Útrunnið til sölu
Stækkun
gullhringa
gamlir gullhringar geta eignast
nýtt líf við stækkun. Kannað var
hvað kostar að stækka einfaldan
gullhring um tvö númer. Lægsta
verð er uppgefið en þau geta
breyst eftir þykkt hringsins.
Tímadjásn í glæsibæ og Carat í
Smáralind komu best út.
Útrunna matvöru er erfitt að forð-
ast og sérstaklega þegar verslanir
hafa ekki gætur á því. DV fór í heim-
sókn í fjórar verslanir til að ahtuga
hvort útrunnin matvara væri til
sölu. Í þremur þeirra var útrunnin
matvara til sölu. Á Olís við Rauða-
vatn var engin vara sem fannst út-
runnin.
Ábyrgð búðanna
Verslunin 11-11 í Grafarholti
kom verst út úr athuguninni en alls
fundust fjórar matvörur í lauslegri
yfirferð. Það var gos, unnin kjöt-
vara og ferskvara. Áberandi var að
útrunnið gos var í öllum búðunum.
„Ég veit ekki hvað hefur komið upp
þarna,“ segir Halldór Breiðfjörð,
verslunarstjóri í 11-11 í Grafarholti.
Hann segist harma það hversu
margar vörutegundir voru útrunn-
ar í versluninni. Það á að vera í
verkahring starfsfólksins að fara
yfir vörurnar á hverjum morgni auk
yfirferðar á daginn. „Við eigum að
sjálfsögðu að fylgjast með þessu,“
segir Halldór.
Ekki þeirra
„Það er erfitt að sjá við svoleið-
is löguðu endalaust en við reyn-
um okkar besta að minnsta kosti,“
segir Guðjón Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Vífilfells, um hvar
ábyrgðin liggi. Guðjón segir að þeir
raði ekki í hillur í öllum búðum. Á
þeim stöðum verða þeir að treysta
á starfsfólkið. Þær búðir sem Vífil-
fell raðar í hillur eru Bónus, Nóa-
tún og Krónan. Hins vegar gera þeir
aldurskannanir í Hagkaupum, 10-
11 og 11-11 einu sinni í mánuði. „Ef
það koma kvartanir um gamalt gos
sendum við starfsmenn á staðinn
til að athuga það betur,“ segir Guð-
jón. „Það skiptir máli að fólk sé að
kaupa vöruna okkar ferska.
Skilaréttur
Réttur neytenda er allur þeg-
ar kemur að útrunninni matvöru.
Fyrst og fremst á viðskiptavinur-
inn að leita til verslunarinnar sem
seldi útrunnu vöruna. Mikilvægt
er að geyma kvittunina komist það
upp strax að varan sé skemmd til
að hægt sé að staðfesta dagsetn-
ingar. Til að fylgja kvörtuninni eftir
þarf að gera hana skriflega og leggja
hana inn. Á vef talsmanns neyt-
enda er hægt að leggja inn skrifleg-
ar kvartanir vegna skemmdrar eða
útrunninnar vöru. Slóðin er www.
talsmadur.is.
Stækkun gullhringa
tímadjásn 3.500
Carat 3.500*
Gull og silfur 3.700
Jens 4.000
Franc michelsen 4.200
meba 4.300
Jón og Óskar 5.300*
*Lægsta verð
VinningShafar DagSinS
Vinningshafar 13. júní í leiknum dV gefur
milljón. þeir hlutu í verðlaun 10 þúsund króna
inneign í Bónus. dV óskar þeim innilega til
hamingju.
Bjarni hjartarson
helena Líf Magnúsdóttir
helga helgadóttir
Jóhann guttormur gunnarsson
Margrét Emilsdóttirneytendur@dv.is umSjón: áSdíS Björg jóhanneSdóTTir asdisbjorg@dv.is
Neyte ur
góð búbót helgi Sveinbjörnsson vann í
matarkörfuleik dV, sem stendur til 30.
júní. 45 körfur eru enn eftir í pottinum.
ÁSDÍS BJÖrg JÓhannESDÓTTir
blaðamaður skrifar: asdisbjorg@dv.is
„Ábyrgðin er hjá
starfsfólki verslana“
Verslanir Fylgjast ekki
nógu vel með útrunninni
matvöru í búðinni hjá sér.
Útrunnar vörur þessar vörur
fundust útrunnar í verslun 11-11 í
grafarholti við athugun. athugið
að kartöflusalatið á myndinni er
eina varan sem ekki er útrunnin.