Dagblaðið Vísir - DV - 17.06.2008, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 17.06.2008, Blaðsíða 18
Svarthöfði er hryggur í dag og þunglyndið mun stigmagnast eftir því sem líður á daginn í jöfnu hlutfalli við bergmálið af hátíðarhöldunum á götum úti sem berst inn um gluggann. Í dag ryðst ein mesta smáborgaraþjóð í heimi undir lúðrablæstri og fánaþyt í skrúðgöngur og fagnar sjálfstæði sem fékkst í gegn með þrasi og tuði. Dagurinn er notaður til þess að berja sér á brjóst, hengja orður á fólk fyrir mismikil og mismerk afrek og tala um hversu æðislegt það sé að vera Íslendingur og tala íslensku sem er æðislegasta tunga í heimi, alveg meira en 1000 ára gömul og allt. Blóði var ekki úthellt svo heit-ið geti í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga og kannski liggur þar aðalástæðan fyrir því hversu illa við höfum farið með frelsið sem er fyrir löngu orðið helsi. Ef fer sem horfir vorum við jafnvel í betri málum hangandi á hor- riminni í moldarkofunum undir oki danakonungs en í veðsettum steinsteypukumböldunum á 21. öldinni. Til hvers í ósköpunum vorum við þá að röfla okkur undan oki Dana ef niðurstaðan er þessi? Maður spyr sig. Nú eru Íslendingar, meint frjáls þjóð í frjálsu landi, kúgaðir af máttlausri rík- isstjórn sem getur ekki einu sinni með yfirþyrmandi þingstyrk lyft litla putta til þess að stöðva þá helför sem íslenskt efnahagslíf er lagst í. Ekki gera ekki neitt segja innheimtumennirnir, sem nú fitna eins og púkar á fjósbitum, á með- an lánin falla yfir okkur sem erum varla stigin úr góðærisvímunni inn í raunveruleikann. Kannski er samt farsælast að gera ekki neitt. Það er í það minnsta voðalega íslenskt og í dag fá örugg- lega einhverjir pótintátar orðu frá forsetanum fyrir að hafa aldrei gert landi sínu og þjóð nokkurt ein- asta gagn. Seðlabankinn er alltaf að gera eitthvað og afleiðingar þeirra misgjörða eru jafnvel verri en aðgerðaleysi ríkisstjórn- arinnar. Stýrivaxtakúgunin verður á endanum til þess að hvalrekar verða aftur hvalrekar og ísbirnir sem villast hingað til lands verða drepnir af illri nauðsyn til matar. Súrmatur tekur við af flatbök- um og fólk gerist sauðaþjófar á ný og mun jafnvel neyðast til að taka bandspotta ófrjálsri hendi. Nú verður hins vegar ekki spurt hvenær maður drepi mann, heldur hvenær stjórnvöld drepi þjóð? Enginn fréttamaður er þó svo dónaleg- ur að hann muni slengja þess- ari spurningu framan í landsfor- eldrana Geir og Ingibjörgu í dag. Þetta er dagurinn þeirra og forsætisráðherrann mun halda innblásna einræðu yfir landslýð. Ekki svara brennandi spurningum en þusa eitthvað um velsæld og hvað hér sé frábært að búa á meðan múg- urinn á bara fyrir brenni- víni en ekki mjólk og bensíni. Og á meðan ráðafólkið mærir íslenska menningu, tungu og sögu sem gera okkur að einstakri þjóð á heimsmælikvarða horfir pupullinn á am- erískt rusl í sjónvarp- inu og talar bjagaða og enskusletta hryggðar- mynd af móður- máli sínu. Hverju í ósköpunum erum við að fagna í dag? Mátt-lausum gjaldmiðli sem við ætlum að rígahalda í vegna þjóðrembu? Útrásarvíkingunum? Frelsishetjum 21. aldarinnar, sem eru skriðnir heim með skottið milli lappanna? Fátækari en nokkru sinni fyrr? Jón Sigurðsson hlýtur að snúa sér í gröfinni þegar skuldsett blóm verða borin að leiði hans. Titrandi smáblóm sem væru betur lögð að minnisvarða um íslenskt sjálfstæði sem þjóðin kunni ekki að fara með þannig að við blasir að okkur hefði verið betur borgið undir Dönum og einu bjargráðin eru að gerast ríki í Bandaríkjunum eða aðilar að ESB. Gleðilega hátið. þriðjudagur 17. júní 200818 Umræða DV Útgáfufélag: Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf. Stjórnarformaður: Hreinn loftsson framkVæmDaStjóri: Elín ragnarsdóttir ritStjórar: jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is og reynir traustason, rt@dv.is fulltrÚi ritStjóra: janus Sigurjónsson, janus@dv.is fréttaStjóri: Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is auglýSingaStjóri: ásmundur Helgason, asi@birtingur.is DrEifingarStjóri: jóhannes Bachmann, joib@birtingur.is dv á netinu: dv.is aðalnúmer: 512 7000, ritstjórn: 512 7010, áskriftarsími: 512 7080, auglýsingar: 512 70 40. Umbrot: dv. Prentvinnsla: landsprent. Dreifing: árvakur. dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. SjálfStætt fólk svarthöfði Jón TrausTi reynisson riTsTJóri skrifar. Yfirvöld velja að bregðast ekki við barsmíðum á börnum. Við fórnum börnum Leiðari Í góðærinu undanfarin ár hefur lúxusjeppum fjölgað, blokkir hafa verið byggðar tvist og bast og verslanir með munaðarvör-ur hafa skotið upp kollinum eins og fíflar að vori. Á sama tíma hefur ekki reynst mögulegt að bregðast við auknu ofbeldi gegn börnum. Ekki einu sinni með því að rannsaka það. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, orðaði ástandið þannig í DV í gær að þetta væri ískyggileg þróun. Eitt er að ábend- ingar um ofbeldi gegn börnum hátt í tvöfaldist á þremur árum. Annað er að 23 ábendingar um líkamlegt ofbeldi gegn börnum berist daglega. En að yfirvöld sjái sér aðeins fært að rannsaka aðra hverja ábendingu er ótrúleg viðurstyggð. Þessi ömurlega staðreynd segir sína sögu um samfélag okkar, því líklega er ekki til neitt ber- skjaldaðra en barið barn. Börn eiga oft erfitt með að tjá hugsanir sínar. Þegar þau hafa ver- ið beitt ofbeldi eiga þau ennþá erfiðara með það. Oft er það líka þannig, að börnin geta hreinlega ekki sagt neinum frá. Of- beldið á sér stundum stað innan veggja heimilisins, þar sem gerandinn er foreldrar barnsins. Slíkt barn á ekki annan að, nema ef vera skyldi yfirvöld. Nú á það engan að. Af því að við erum of upptekin við annað. Ef horft er á samfélag okkar í heild sinni má sjá ákveðna þróun. Sífellt meira fé hefur farið í lúxusbíla og ýmsa munaðarvöru. Líklega er ekki hægt að kalla það góða fjárfestingu til framtíðar, ekki frekar en allar blokkirnar sem hent hefur verið upp í svefnhverfum höfuðborgarinnar og neyða fólk út í peningasóun í umferðinni. Að bregðast við því ef börn eru barin er hins vegar góð fjárfesting. Það kann að vera erfitt að reikna út krónutöluna, en öllum heilbrigðum mönnum ætti að vera það ljóst. Rannsóknir í félagsvísindum hafa leitt í ljós að börn sem upp- lifa ofbeldi eru mun líklegri til að beita sjálf ofbeldi á fullorðinsár- um. Barin börn eiga það á hættu að skemmast. Þau brotna niður og geta breyst í andstæðinga samfélagsins. Ef það þarf eitthvað annað en manngæsku til að sannfæra yfirvöld mætti benda á að glæpum fylgir kostnaður. Í framtíðinni munu barin börn kosta samfélag- ið mun meira heldur en nemur kostnaðurinn af þeirri sjálfsögðu skyldu okkar að rannsaka ofbeldið gegn þeim. Nú er að rísa glæsilegt Tónlistar- og ráðstefnuhús í miðborg- inni. Það kostar 17 milljarða. Húsið tekur 3.200 manns í sæti. Til samanburðar voru 8.400 ábendingar um ofbeldi gegn börnum í fyrra. Það væri líklega hægt að fylla Tónlist- arhúsið með börnum sem hafa verið beitt ofbeldi án þess að það hafi verið rannsakað, þótt það hafi verið tilkynnt. Yfirvöld velja að bregðast ekki við barsmíðum á börnum, heldur setja peningana í annað. Við erum samsek ef við gerum ekkert í því. DómstóLL götunnar Finnst þér Íslendingar nota þjóðbúninginn nógu mikið? „nei, íslendinga skortir áhuga fyrir að klæðast þjóðbúningnum.“ Sigurður Sigurðsson, 31 árs og er frá vinnu vegna meiðsla „nei, mér finnst fallegt að nota þjóðbúninginn 17. júní og aðra hátíðisdaga.“ Ingveldur Bjarnardóttir, 63 ára glerlistamaður „já ég held það, þetta er bara fastur siður að þjóðbúningurinn sé notaður.“ Margrét Sigurjónsdóttir, 81 árs og starfaði áður í tískuiðnaðinum „nei, mér finnst að það megi nota þjóðbúninginn miklu meira við hátíðleg tilefni.“ Pálína Jónsdóttir, 60 ára sjúkraliði sanDkorn n Íslenski hlutabréfamarkaður- inn kólnar enn og er við toppinn á lista yfir mestu fallista heims- ins það sem af er ári. Og ekki skán- ar það. Óli Björn Kára- son hefur tekið saman tölur um fall markaðar- ins fyrir við- skiptavefinn t24.is. Þar kemur fram að stærstu viðskiptablokk- irnar þrjár hafa lækkað um sam- tals 723 milljarða króna á árinu. Þar af hafa fyrirtæki í viðskipta- blokk Bakkabræðranna Lýðs og Ágústs Guðmundssona lækkað um 279 milljarða, Baugsveldið um 207 milljarða og Björgfólfs- veldið um 237 milljarða. n Tískubylgja ríður nú yfir stjórnmálamenn. Hún felst í því að lýsa spurningum fjölmiðla sem óviðeigandi eða dónaleg- um. Þetta sagði Geir Haar- de við fréttamann Stöðvar 2 sem spurði út í efnahagslífið. Auk þess þótti honum dóna- skapur og óviðeigandi að tjá sig um brotthvarf Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar úr borgar- stjórastólnum. Sigurði Kára Kristjánssyni þingmanni fannst óviðeigandi af Ingibjörgu Sól- rúnu Gísladóttur að tjá sig um Baugsmálið og formaður fjár- laganefndar Alþingis telur óvið- eigandi að tjá sig um fjárlögin fyrir fram. n Brautryðjandinn á þessum vettvangi var Ólafur F. Magn- ússon, sem hafði verið borgar- stjóri í nokkrar mínútur þegar hann sagði það vera óviðeigandi að spyrja hann út í veikindin sem héldu honum frá vinnu, en vitað var að meirihlutinn myndi springa ef hann færi í veikinda- leyfi á ný. Hann svaraði með sama orði þegar blaða- maður DV spurði hann í vetur hvort hann væri flughrædd- ur, eins og margir höfðu nefnt. Ólafur F. hefur þó brotið ísinn og flogið í fyrsta sinn til útlanda á vegum borgarinnar, til Þórs- hafnar í Færeyjum. n Allt varð brjálað á Bíladög- um á Akureyri um síðustu helgi, líkt og DV greindi frá í gær. Eins dauði er hins vegar annars brauð. Þannig var mun hljóðlátara í nágrenni Granda í Vesturbæ Reykjavíkur um helg- ina heldur en í langan tíma. Þar hafa ungmenni haft fyrir sið að spóla sportbílum sínum í hringi með tilheyrandi ýli og ýskri sem haldið hefur vöku fyrir Vestur- bæingum. Bílaplan Krónunnar við Fiskislóð hefur orðið vinsæll vettvangur fyrir spólið. Meira að segja ritstjórinn Jónas Kristj- ánsson hefur vaknað við lætin. Hann býr í dágóðri fjarlægð á Seltjarnarnesi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.