Dagblaðið Vísir - DV - 17.06.2008, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 17.06.2008, Blaðsíða 30
þriðjudagur 17. júní 200830 Síðast en ekki síst DV Sandkorn n Mynd Ólafs Jóhannesson- ar, The Amazing Truth About Queen Raquela, heldur áfram að vinna til verðlauna. Mynd- in hlaut nú tvenn verðlaun á nýlokinni NewFest- kvikmynda- hátíðinni í New York. Annars vegar sem besta alþjóðlega kvikmyndin en dómnefnd hafði orð á því að myndin væri í senn hreinskilin, hvetjandi, fyndin og sorgleg og slægi ekki eina feilnótu. Hins vegar hlaut hún Vanguard-verð- launin sem veitt eru af dóm- nefnd á vegum sjónvarpsstöðv- arinnar Showtime en stöðin hýsir ekki ómerkari þætti en Dexter og Californication. n Eins og DV greindi frá var und- arlegt misræmi á milli tveggja mynda sem birtust í Fréttablað- inu fyrir helgi. Önnur þeirra, sem var á for- síðu, sýndi sköllótta, íslenska knattspyrnumenn, auk þjálf- arans Ólafs Kristjánssonar, uppstillta fyrir auglýsingu fyrir Wella-hárvörur. Einn skar sig þó úr á myndinni, FH-ingur- inn Davíð Þór Viðarsson, sem skartaði ágætislubba. Inni í blað- inu var svo önnur mynd af hópn- um, og þar var Davíð orðinn sköllóttur. Staðfesting á því hvort um var að ræða fótosjopptakta Fréttablaðsmanna eða hvort Davíð hafi látið sköfuna vaða á kollinn á milli mynda fékkst um helgina þegar sandkornsritari sá piltinn í Kringlunni. Fótósjopp var það heillin. Davíð er enn hárprúður mjög, líkt og nafni hans í Seðlabankanum. n Leikarar og gestir Grímunnar héldu allir niður í Þjóðleikhús- kjallarann eftir hátíðina sjálfa síðastlið- ið föstu- dagskvöld og héldu veislunni áfram. Fjöl- mennt var í kjallar- anum enda Gríman upp- skeruhátíð leikara. Leikhúsband Akueyrar spilaði fyrir dansi og hélt upp þrusu stemmningu allt kvöldið, nema hvað að enginn dansaði. Það vita allir að leikar- ar eru feimnir, en þeir geta ekki verið það feimnir. Hver er maðurinn? „Bergvin Oddsson. Léttur og ágæt- lega jákvæður strákur, þrjóskur en stundum dálítið kærulaus.“ Hvað drífur þig áfram? „Lífsgleðin.“ Uppáhaldsstaður í æsku? „Margir staðir í Vestmannaeyjum.“ Hver er aðalatvinna þín? „Í dag er það að reka kaffihús og að selja bókina mína Allt fer úrskeiðis.“ Hvernig kviknaði hugmyndin að bókinni? „Ég var að horfa á Kastljóstið í byrj- un desember 2004 og það var bóka- gagnrýni í þættinum. Mig langaði að fá bókagagnrýni svo ég slökkti á sjónvarpinu, settist niður og byrjaði að skrifa.“ Um hvað er bókin? „Þetta er unglingaskáldsaga sem fjallar um Hemma, 17 ára töffara sem veit ekki alveg hvað hann á að gera við líf sitt. Tommi, vinur hans, kemur út úr skápnum og það reynist þeim erfitt. Á sama tíma er Hemmi ást- fanginn af stelpu og reynir að heilla hana upp úr skónum, svo fer allt úr- skeiðis.“ Kemur bókin þín út á blindra- bókasafninu? „Já, hún gerir það og ætti að vera komin.“ Hvar verður kaffihúsið? „Í húsi Blindrafélagsins í Hamrahlíð 17. Það er opið á morgun frá 11 til 18 og virka daga milli 11 og 15 til 20. júlí.“ Hverjir þjóna til borðs? „Ungmenni Blindrafélagsins, fimm krakkar frá 17 til 22 ára. Þetta er sam- starfsverkefni við Hitt húsið sem skaffar þeim augu, tvo aðstoðar- menn.“ Hvað verður á boðstólum? „Léttir réttir, súpur og salöt og svo bakkelsi allan daginn.“ Hvað er á döfinni? „Það er að reka kaffihús núna í einn mánuð og svo langar mig að skrifa nýtt uppistand í sumar og fara á þeyting með það í haust. Ég var dug- legur í uppistandinu 2004, 2005 og 2006 en svo hef ég verið latur að búa til nýtt efni en nú er komið að því.“ Hver er uppáhaldstónlistin þín? „Ég er voðalega íslenskur, hlusta á allt íslenska rokkið og poppið eins og á Bubba, KK, Sálina, Á móti sól og fleira.“ Hvernig er að vera blindur á Íslandi í dag? „Ég kvarta allavega ekki. Við höfum til dæmis Ferðaþjónustu blindra og fáum öll hjálpartæki sem við þurfum. Stundum kemur það fyrir að maður rekst óvart á einhvern úti á götu, þá spyr maður bara hver sé sjónlaus.“ Hver er draumurinn? „Að komast á Alþingi. Það er draumur síðan ég var átta, níu ára. Það er verið að vinna í því, skrifa greinar í blöð og koma sér í prófkjör.“ Hvað ætlarðu að gera 17. júní? „Vera í kaffihúsinu og svo er grillveisla hjá ömmu um kvöldið með allri fjöl- skyldunni.“ MAÐUR DAGSINS Draumurinn að komast á alþingi Bergvin Oddsson er ungur blindur maður með margt á prjónunum. Hann er nýbúinn að gefa út bókina „allt fer úrskeiðis“ og opnar í dag „blindra- kaffihús“ í húsnæði Blindrafélagsins. BókStAfleGA „Það er ekki oft sem stóri reimar á sig dansskóna. Vanalega er ég sexí gæ- inn á barn- um, en núna ætla ég að vera á dansgólfinu. Gæti jafn- vel þurft að rífa mig úr að ofan.“ n Egill „gillz“ Einarsson ætlaði að mæta á tónleika plötusnúðsins david guetta í Laugardalshöll í gærkvöldi. - Vísir. „Þessir fjölmiðlar birtu newspeak lögg- unnar, sem notar orðið varnarúða um pipar- úða sinn. Af hverju ekki ástarúða? Einnig birtu letingjarnir, að löggan hafi „þurft að“ beita vopn- um. Réttara er að birta, að löggan „sagðist hafa þurft að“ beita friðartækj- um sínum.“ n jónas Kristjánsson á bloggsíðu sinni um fréttaflutning Mbl. og Fbl. af uppþotunum á akureyri um helgina. „Ég valdi þennan dag til að muna hann alla ævi líkt og öll heimsbyggð- in. Það er líka táknrænt að þegar tví- buraturn- arnir féllu minntu þeir á logandi sígar- ettur sem brunnu nið- ur og eftir urðu rústirnar einar.“ n Eiríkur jónsson, ritstjóri Séð og Heyrt, sem hætti að reykja 11. september 2005. - dV. „Ég ætla ekki að skilja eftir einhverja drullu og hlaupa síðan í burtu. Ætli maður hreinsi ekki upp eftir sig á með- an maður gerir þessu liði eitthvert gagn.“ n Ólafur Stefánsson, landsliðsmaður í handknattleik, spurður hvort hann hyggist taka þátt í undankeppni EM á næsta ári, eftir að Makedónar komu í veg fyrir að ísland kæmist á HM í janúar. - Mbl. „Við vorum í mikilli krísu með að finna nafn á hljómsveitina og ein- hverjum datt þetta nafn í hug þegar við vorum að fylla út umsóknina nótt- ina áður en fresturinn rann út.“ n daníel Friðrik Böðvarsson, meðlimur hljómsveitarinnar reimar sem tekur þátt í Skapandi sumarhóp- um Hins hússins í sumar, spurður út í nafn bandsins. - Mbl. „Ég hef voða mikið innra „drive“, eða hvað á að kalla þetta. Og það er í hverju sem er, enda taugaveikluð kona.“ n þuríður Pálsdóttir, heiðursverð- launahafi grímunnar í ár, aðspurð hvað drífi hana áfram. - dV. Fjóla Ósland sigraði í Hönnunarkeppni Hagkaupa sem fram fór á laugardaginn. „Æðislegt að vinna“ Sex kepptu til úrslita um dömu- línu í Hönnunarkeppni Hagkaupa og varð Fjóla Ósland Hermanns- dóttir hlutskörpust þeirra. Í verð- laun voru 200.000 krónur auk þess að fá línuna fjöldaframleidda og selda í verslunum Hagkaupa: „Það var æðislegt að vinna, þetta er mikil hvatning og góð viðurkenn- ing á því að það sem ég hef verið að hanna virki,“ segir hún. Fjóla hannaði hversdagsfatnað eftir eigin smekk sem á að höfða til kvenna á öllum aldri. Innblástur- inn kom frá joggingfatnaði áttunda og níunda áratugarins en snið- in á kjólunum eru frá tímabilinu í kringum 1940: „Ég blandaði sam- an prenti og bróderíi sem er frekar óvenjulegt,“ segir hún. Ekki er ljóst hvenær fötin koma í búðirnar en Fjóla sjálf verður með í því að velja efni og fylgir öllu ferlinu eftir. Fjóla útskrifaðist með BA-gráðu í textíl og fatahönnun fyrir ári frá Listaháskóla Íslands. Síðan þá hef- ur hún verið í fæðingarorlofi og er enn. Eiginmaður Fjólu er lands- liðsþjálfari karla í handbolta, Guð- mundur Þ. Guðmundsson, svo það hefur verið mikill hasar á heimil- inu að undanförnu: „Þetta er búið að vera hálfgert brjálæði, grasekkj- an ég að hanna með ungabarn á arminum, en þetta tókst,“ segir Fjóla. liljag@dv.is Verðlaunahafinn Fjóla með hönnun sína. grái kjóllinn hægra megin bar sigur úr býtum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.