Dagblaðið Vísir - DV - 17.06.2008, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 17.06.2008, Blaðsíða 29
DV Fólkið þriðjudagur 17. júní 2008 29 BræðraBylta fékk þrenn verðlaun Stuttmyndin Bræðrabylta eftir Grím Hákonarson vann til verð- launa á þremur kvikmyndahá- tíðum um helgina. Þetta kemur fram á kvikmyndavefnum logs.is. Myndin vann aðalverðlaun Krat- kofil Short Film Festival í Bosníu og einnig á Milan Gay and Lesbi- an Film Festival á Ítalíu. Þá hlaut hún verðlaun dómnefndar ung- menna á Huesca International Short Film Festival á Spáni og var Grímur viðstaddur þá verð- launaafhendingu. Bræðrabylta hefur alls unnið til fjórtán al- þjóðlegra verðlauna frá því hún var frumsýnd á kvikmyndahá- tíðinni í Locarno í Sviss í ágúst 2007. Djörf á Grímunni Sjónvarpsþulan fyrrverandi sló heldur betur í gegn fyrir utan Þjóð- leikhúsið á föstudaginn. Ellý skellti sér á Grímuna ásamt maka sínum, Frey Einarssyni. Íslendingar gengu tignarlegir upp að tröppum Þjóð- leikhússins og pósuðu fyrir mynda- vélarnar. Ellý fer þó sínar eigin leiðir og í stað þess að pósa og brosa, tók Ellý utan um mann sinn og rak út úr sér tunguna. Það er alveg sama hvað Ellý gerir, hún er ætíð munúðarfull, líka með tunguna úti. Kjóllinn sem Arndís Halla Ás- geirsdóttir óperusöngkona klædd- ist á Grímuverðlaunahátíðinni vakti nokkra athygli enda sérlega glæsileg- ur: „Ég fékk hann sérstaklega lánað- an af þessu tilefni hjá danska hönn- uðinum Lasse Spangenberg,“ segir Arndís. Kjóllinn sjálfur er úr ekta silki og kostar eina og hálfa milljón, en með honum fylgdu skartgripir og svartur loðfeldur: „Ég kæri mig ekk- ert um að vita hvað þetta allt kostaði,“ segir Arndís. Spangenberg hannaði nýverið fötin fyrir brúðkaup Jóakims prins af Danmörku og unnustu hans, Marie Cavallier. Arndís Halla var tilnefnd til Grímuverðlaunanna sem besti söngvari ársins fyrir hlutverk sitt í óperunni „Ariadne auf Naxos“ sem sýnd var á fjölum Íslensku óperunn- ar síðastliðið haust. Það er í nógu að snúast hjá Arn- dísi en í haust tekst hún á við hlut- verk Evitu úr samnefndum söng- leik. Sú sýning mun ferðast um Þýskaland, Austurríki, Sviss og Dan- mörku og verður flutt bæði á þýsku og á ensku. „Ég rugla þessu örugg- lega öllu saman,“ segir hún og hlær. Á sama tíma syngur hún í hestasýn- ingunni Apassionata en Arndís hefur verið aðalsöngkona þeirrar sýning- ar um nokkurn tíma: „Venjulega eru tvær til fimm sýningar á helgi og því getur þetta orðið nokkuð strembið,“ segir hún. Um þessar mundir er Arndís að taka upp nýja plötu en efnið er að mestu leyti eftir hana sjálfa. „Ég sem tónlist sem flokkast undir poppklass- ík með norrænu yfirbragði, íslenski hljómurinn skín í gegn og á að gera það,“ segir hún. liljag@dv.is í milljóna króna kjól Óperusöngkonan Arndís HAllA Ásgeirsdóttir var stÓrglæsileg á grímunni: Vigdís Finnbogadóttir og Arndís Halla Tvær glæsilegar á grímunni. Á næstu dögum mega landsmenn eiga von á að heyra lagið Hörku djöfuls fanta ást hljóma á útvarpsstöðvum en lagið er með nýrri og upp- rennandi hljómsveit sem hefur hlotið heitið Lif- un. Meðlimir sveitarinnar eru allir reynsluboltar í músíkinni og ekki skemmir fyrir að þeir Bjartmar Guðlaugsson og Rúnar Júlíusson semja nokkra texta fyrir sveitina en Rúni Júl er einmitt afi Björg- vins Ívars Baldurssonar, eins af meðlimum Lifun- ar. „Eins og stendur eru meðlimir hljómsveitar- innar ég, Lára Rúnars söngkona, Haraldur Leví sem var í Lödu Sport, Oddur Ingi Þórsson sem var í Lokbrá og Smári „klári“ Guðmundsson,“ útskýrir Björgvin Ívar en sjálf- ur hefur hann gert garðinn fræg- an með hljóm- sveitunum I Adapt og Koju. Þess má geta að hljómsveit- in ber sama nafn og ein af hljóm- plöt- um Trúbrots sem Rúni Júl spilaði með á sínum tíma. „Hljómsveitin dregur nafn sitt bæði beint og óbeint af plötunni. Ég fékk bara þessa hugmynd og þegar ég bar það undir afa byrjaði hann á því að segja mér að þetta væri nú nafn á gömlu tíma- riti og að sjálfsögðu á plötu en þetta væri flott nafn sem enginn einn ætti frekar en ann- ar.“ Björgvin segir þó að tónlist- in sem Lifun spili sé frekar ólík því sem Trúbrot var að gera. „Trúbrot hefur alveg haft áhrif á okkur sem tón- listarmenn en ég held að tónlistin sem við erum að gera sé mjög ólík. Ég myndi segja að við værum að spila svona alvöru dægurlagatónlist þar sem gamli og nýi tíminn mæt- ast. Þetta er bara voðalega væm- ið en jafnframt hresst popp.“ Bjartmar Guðlaugsson samdi text- ann við lagið Hörku djöfuls fanta ást en það er þó ekki eini textinn sem Bjart- mar semur fyrir sveitina. „Bjartmar er með nokkur lög og svo er afi með allavega einn texta sem ég er að reyna að semja lag við núna. Svo verða líka lög eftir Odd Inga við texta sem pabbi hans skrifaði en pabbi hans er ljóðskáldið Þór Stefánsson. Svo er aldrei að vita nema pabbi hennar Láru fari að semja eitt- hvað fyrir okkur líka en hann er nú gamall refur sem var í Grafík á sínum tíma.“ krista@dv.is afi rokk Hljómsveitin lifun: nýstofnaða hljómsveitin lifun er skipuð reynslu- boltum í músíkinni sem sameinast nú í dægur- poppinu. Bjartmar guð- laugsson og rúnar Júl semja meðal annars nokk- ur lög fyrir sveitina enda er barnabarn rúna Júl, Björgvin ívar, einn af stofnendum lifunar. poppar Björgvin ívar Baldursson nýtur dyggrar aðstoðar afa við lagasmíðarnar. rúnar Júlíusson er afi Björgvins ívars í lifun rúni semur að minnsta kosti einn texta fyrir sveitina. Hörku djöfuls fanta ást Fyrsta lagið sem heyrist frá Lifun er eftir Bjartmar guðlaugsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.