Dagblaðið Vísir - DV - 17.06.2008, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 17.06.2008, Blaðsíða 10
„Við getum ekki hækkað verðið núna því þá vitum við að eftirspurn- in minnkar og við töpum á því. Við erum ekki í neinni aðstöðu til að hækka einhliða. Þess vegna tökum við á okkur höggið yfir sumarmán- uðina og töpum vissulega á þessu,“ segir Þorsteinn Guðjónsson, forstjóri Úrvals-Útsýnar. Verðið á utanlandsferðunum í sumar hækkar ekki fyrr en eftir sum- arið en hækkun á utanlandsferð- um hefur nú þegar orðið í Bretlandi. Mesta álagning á utanlandsferð- ir í Bretlandi hefur verið til Íslands og Sikileyjar með ferðaskrifstofunni Cox & Kings Travel. Fjögurra manna fjölskylda þarf að borga 600 evrum meira fyrir ferð sem átti að kosta 6000 evrur eða 73.200 krónur. Sterk- ara gengi evrunnar en pundsins ger- ir það að verkum að það er 17 pró- sent dýrara að leigja bíl eða að fara út að borða í þeim löndum sem hafa evru fyrir gjaldmiðil. Þetta kemur fram á fréttavef Daily Mail. Fyrirtæki geta hækkað upprunalegt gjald um tíu prósent. Tapa á sumarferðum Þorsteinn bendir á að flugið sé borgað í dollurum og gistingin í evr- um. „Kostnaðurinn á bak við sumar- ferðirnar hefur hækkað en við erum búin að semja við hótelin og flugfé- lögin úti hvað mörg sæti og gisting- ar við ætlum að kaupa, og við get- um ekki breytt verðinu á ferðunum núna.“ Eldsneytisverð 40 prósent af heildarverði Þorsteinn Guðjónsson reiknar með því að ferðirnar hafi hækkað um 40 prósent síðastliðið ár vegna hækkandi eldsneytisverðs. „Það má reikna með því að fyrir hverja krónu sem olían hækkar hækkar heildar- kostnaðurinn á fluginu um 0,4 pró- sent,“ segir Þorsteinn. Hann bætir við að áður hafi eldsneytið verið um 20 prósent af heildarverðinu. Spurð- ur um horfur fyrir næsta sumar segir Þorsteinn að hann geti ekkert sagt fyrir um hvernig það verður. „Það væri eins ég ætti að spá fyrir um hvernig veðrið yrði næsta sum- ar. Ég get frekar svarað því í október, núna erum við að horfa á veturinn og við stöndum frammi fyrir krónunni og elds- neytis- verðinu eins og það er. Ég sé fram á hækkan- ir í vetur og þess- ir tveir áhrifavaldar munu hafa áhrif á verð- ið í vetur,“ segir Þorsteinn. Hækkandi olíuverð hækkar fargjöld Björgólfur Jóhanns- son, forstjóri Icelandair Group, segir að ef olíu- verðið heldur áfram að hækka leiði það til hækkandi verðs á far- gjöldum. „Ef olíuverð- ið heldur áfram að vera í þessum hæðum eru engir hagræð- ingarmögu- leikar innan félaganna til að takast á við það, þannig að ég sé ekki ann- að en að far- miðar hækki til jafns við olíuverð- ið. Það er auðvitað verið að vinna á fullu til að sporna við þessu en þetta eru það miklar hækkanir að fargjöld- in koma til með að hækka. En ég get ekkert sagt um hvernig þetta verður næsta sumar.“ Olíugjald ófrávíkjanlegt Icelandair setti olíugjald ofan á flugfargjald í apríl og hækkaði þá hvert flugfar um 3-5 evrur. Björgólf- ur segir að olíugjaldið muni hækka seinni hlutann í ágúst. „Olíugjaldið sem slíkt er að verða eðlilegur hluti af fargjaldinu,“ segir Björgólfur. „Það hefur mikil áhrif á fargjaldið ef þú ferð frá Evrópu til Bandaríkjanna. Þá ertu jafnvel að borga 88 evrur í olíu- gjald og 35 evrur frá Íslandi til Lond- on. Flest flugfélög eru með varnir á olíu og búin að festa verðið fyrir sumarið. Fyrir okkur er það ljóst að það verða töluvert miklar hækkanir og ég kalla miklar hækkanir ef þarf að hækka gjaldið um tíu prósent.“ ���������������������������������� ��������������������������������������� ����������������������������������������������������������� ���������������������������������������������������� ��� � � �� �� ásTrún friðbjrönsdóTTir blaðamaður skrifar astrun@dv.is fyrir ódýra utanlandsferð SíðaSti SénS Olía „Farmiðar hækka til jafns við olíuverðið.“ ströndin á góðu verði „Kostnaðurinn á bak við sumarferð- irnar hefur hækkað en við erum búin að semja við hótelin og flugfélögin úti hvað mörg sæti og gistingar við ætlum að kaupa, og við getum ekki breytt verðinu á ferðunum núna.“ Ódýrar sÓlarlandaferðir n Plúsferðir bjóða upp á gott tilboð á flugsætum til Alicante fram í júlí sé bókað á Netinu. Flugvallarskattar innifaldir. Verð frá 9.900 kr. aðra leið n Sólarlottó Plúsferða er ódýr kostur. Áfangastaðirnir eru Krít, Marmaris, Costa del Sol og Mallorca. Ferðalangurinn velur áfangastaðinn og ferðadaga, en tekur þátt í lottóinu varðandi gistingu. Verð frá 39.900 kr. n Fyrir þá sem vilja sól með haustinu getur ferð Úrval-Útsýn til Albir reynst ódýr kostur. Verð miðast við þriggja manna fjölskyldu í hálfu fæði og gistingu á fjögurra stjörnu hóteli í viku frá 28. ágúst. Verð á mann: 48.040 kr. n Heimsferðir bjóða „stökktu tilboð“ á sólarlandaferð til Mallorca 25. júní eða 9. júlí í tvær vikur. Ferðalangar bóka flug og gistingu og fá að vita um gististaðinn með fjögurra daga fyrirvara. Verð miðast við 4 manna fjölskyldu í íbúð. Verð á mann: 49.990 kr. þriðjudAgur 17. jÚNí 200810 Fréttir DV Með hækkandi eldsneytisverði og lækkandi gengi krónunnar lítur út fyrir að flugfargjöld hækki veru- lega í verði. Ferðirnar í sumar eru verðtryggðar og því er sniðugt að grípa gæsina á meðan hún gefst því næsta sumar verða ferðirnar líklega mun dýrari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.