Dagblaðið Vísir - DV - 17.06.2008, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 17.06.2008, Blaðsíða 14
þriðjudagur 17. júní 200814 Fréttir DV Gabriele Paolini, ítalskur tals- maður smokkanotkunar, á yfir höfði sér fangelsisivist nema hann láti af iðju sinni. Paolini hefur skapað sér nafn með því að koma aftan að fréttamönnum í sjónvarpsútsend- ingu á almannafæri og mæla með notkun smokksins. Samkvæmt heimsmetabók Gu- inness er Paolini afkastamesti mað- urinn á því sviði í heiminum og hefur afrekað að trufla um tuttugu þúsund fréttaskot með þessum hætti. En nú er ítölskum yfirvöldum nóg boðið og hæstiréttur þar í landi hefur staðfest þriggja ára skilorðsbundinn fangels- isdóm yfir Paolini sem hann hlaut fyrir að trufla fréttaútsendingu rík- issjónvarpsstöðvarinnar RAI í júní 2001. Til að taka af öll tvímæli um skoðun sína á athæfi Paolinis úr- skurðaði rétturinn aukinheldur að hver sá sem laumar sér af ásettu ráði inn í fréttaútsendingar á almanna- færi geti hugsanlega verið að brjóta af sér jafnvel þó viðkomandi sé þög- ull og hreyfingarlaus. Dauði vinar Paolinis úr eyðni varð til þess að hann tók upp þetta athæfi og að hans sögn er ekki um athyglissýki að ræða. Hann vill vekja athygli á málefnum eyðnisýktra og ein leiðin til þess er að trufla útsend- ingar með þeim hætti sem hann hef- ur nú orðið þekktur fyrir. Viðleitni hans hefur ekki alltaf verið vel tekið og fréttamenn hafa átt það til að hella sér yfir hann í bræði í beinni útsendingu. Nú er ljóst að Gabrele Paolini verður að sitja á strák sínum, að minnsta kosti í einhvern tíma, nema hann telji sig geta boðað boðskap sinn um ágæti smokka á bak við lás og slá. Hefur laumast inn í 20.000 sjónvarpsútsendingar: Smokkaprakkari varaður við Æfðu sig fyrir ungfrú alheim Lögreglan í Víetnam æfði sig svo hún gæti verndað fegurðardísirnar sem taka þátt í ungfrú alheimi. Æf- ingin var haldin svo unnt yrði að taka á hugsanlegri hryðjuverkaár- ás þegar keppnin fer fram 13. júlí Æfingin gekk út á að bjarga þrjá- tíu gíslum úr klóm hryðjuverka- manna, og á meðan samið var við þá braust lögreglan inn, drap þrjá gíslatökumenn og handsamaði fimm. Yfirmaður lögreglunnar í Nha Trang, sagði að nú væri lögregl- unni ekkert að vanbúnaði að gæta öryggis hinna fögru fljóða. InnIlokuð í átján ár Nýtt óhugnanlegt mál þar sem um er að ræða innilok- un konu til margra ára komst í sviðsljósið um síðustu helgi. Þar var um að ræða fjörutíu og sjö ára konu sem hafði verið fangi fjölskyldu sinnar í átján ár. Enn er langt í að fenni yfir mál Elísabetar Fritzl og Natöschu Kamupsch, sem báðar voru inni- lokaðar um margra ára skeið. Nú hefur komist upp um mál af svip- uðum toga á Ítalíu og ef að líkum lætur munu augu alheimsins nú beinast frá Elísabetu Fritzl og að Maríu Monaco frá Santa Maria Capua Vetere norður af Napólí á Ítalíu. Síðastliðinn föstudag slapp María Monaco úr prísundinni sem faðir hennar og fjölskylda höfðu dæmt hana til fyrir átján árum eft- ir að hún varð barnshafandi utan hjónabands. Ekki er loku fyrir það skotið að fjölskyldan hafi gripið til þess óyndisúræðis til að forða fjöl- skyldunni frá rætnum almanna- rómi, enda barneignir utan hjóna- bands ekki vel þokkaðar víða í samfélögum rómversk-kaþólskra. Í átjan ár var Maríu gert að hír- ast í grútskítugu svefnherbergi án nokkurs samneytis við aðra en móður sína og systkini. Meðfylgjandi myndir lýsa bet- ur en nokkur orð þeim aðbúnaði sem hún hafði búið við; salern- ið svart af saur og herbergið, sem ekki státaði af mörgum húsgögn- um, skítugra en orð fá lýst. Fnykur vakti grunsemdir María Monaco getur þakkað nágrönnum sínum fyrir nýfeng- ið frelsi því mikill og stækur fnyk- ur olli því að nágranninn hafði samband við lögreglu. Við eftir- grennslan fann lögreglan Maríu Monaco og batt enda á þau örlög sem hún hafði verið dæmd til átj- án árum áður. Lögreglan hefur handtekið átt- ræða móður Maríu, fimmtíu og fjögurra ára systur Maríu, og fjöru- tíu og fjögurra ára bróður. Þeim er gefið að sök að hafa haldið Maríu fanginni og að sögn ítalskra fjöl- miðla má rekja ástæðuna til árs- ins 1990 þegar María eignaðist son utan hjónabands. Hver faðir sonar Maríu er er ekki vitað eins og sakir standa. Hvatir þessarar ítölsku fjöl- skyldu eru í hróplegri mótsögn við það sem stóð að baki ákvörðun Jósefs Fritzl og þeirri áratugalöngu ánauð kynlífs og sifjaspells sem Elísabet bjó við í kjallara heim- ilis Fritzl-fjölskyldunnar. Ekki er fráleitt að ætla að trúarlegar hug- myndir fjölskyldu Maríu um vel- sæmi og kynlíf utan hjónabands hafi ráðið gjörðum hennar fyrir tæpum tveimur áratugum. Barn- eign utan vébanda hjónabands er litin hornauga víða á meðal strangtrúaðra rómversk-kaþólskra Ítala og gerir fjölskyldu viðkom- andi ævarandi hneisu. Vissi ekki um móður sína Ekki er neitt sem gefur vísbend- ingar um að sonur Maríu, sem er sautján ára, hafi vitað um örlög hennar. Hann hefur engu að síð- ur búið á heimili fjölskyldunnar, en ef satt reynist hefur ömmu hans og frændfólki tekist með ótrúleg- um hætti að halda honum í fáfræði hvað móður hans varðaði. Að sögn ítalskra fjölmiðla hefur María Monaco beðið verulegt tjón á geðheilsu sinni eftir átján ára ein- angrun og fangavist og var hún lögð inn á geðdeild sjúkrahúss í Napólí. Of snemmt er að segja með hvaða hætti ættingjar Maríu Mon- aco munu svara þeim ákærum sem bíða þeirra vegna athæfis þeirra síð- astliðin átján ár. Þess má geta að páfadæmið hef- ur löngum lagt á það þunga áherslu að kynlíf og barneignir utan hjóna- bands beri syndsamlegri hegðun vitni. Mál Maríu Monaco sýnir svo ekki verður um villst að ekki er vert að meta hús og heimili út frá því sem að götunni snýr og að víða kann sitt- hvað óhugnanlegt að leynast innan veggja sem í fljótu bragði virðast bera vott um siðsemi og dyggðugt mannlíf. Kolbeinn þorsteinsson blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Móðir, systir og bróðir Eru í haldi lögreglu á ítalíu. Gabriele Paolini Á heimsmet í að trufla sjónvarpsútsendingar á almannafæri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.