Dagblaðið Vísir - DV - 17.06.2008, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 17.06.2008, Blaðsíða 16
þriðjudagur 17. júní 200816 Sport DV Sport Í fyrradag voru 50 ár liðin síðan fótboltamaður-inn Pelé lék sinn fyrsta leik í heimsmeistarakeppn-inni í Svíþjóð árið 1958. í þeim leik lék Brasilía gegn Sovétríkjunum. Pelé var aðeins 17 ára gamall og vildi móðir hans ekki að hann yrði fótboltamaður. þrátt fyrir að sálfræðingur brasilíska fótboltaliðsins ráðlegði Pelé frá því að spila og að hann ætti við hnémeiðsli að stríða, spilaði hann í leiknum. Bras-ilíumenn unnu leikinn 2-0 en Pelé skoraði ekkert mark í þeim leik. MOLAR spenntur fyrir Chelsea Brasilíska knattspyrnusnillinginn ron- aldinho langar að fara til Chelsea eftir að ljóst er að Luis Felipe Scolari verður næsti stjóri liðs- ins. ronaldinho á tvö ár eftir af samningi sínum við Barcelona en hann virðist ekki vera í plönum josep guardiola sem tók við Barcelona-liðinu fyrir skömmu. „Ég vann heimsmeistaratitilinn árið 2002 með honum (Scolari). Ég óx sem fótboltamaður undir hans stjórn og það væri frábært að fá tækifæri til þess að vinna með honum aftur,“ segir ronaldin- ho. þetta þýðir að líklega er Manchester City búið að missa af kappanum þó slík skipti hafi alltaf þótt ólíkleg. efstur á óskalista inter Massimo Moratti, forseti inter Milan, seg- ir Frank Lampard vera efstan á óskalista félagsins fyrir komandi leiktíð í ítalska boltanum. Á sama tíma útilokar hann kaup á ricardo Quaresma, leikmanni Porto, og segir söluverðið á honum fá- ránlegt. „Okkur líkar mjög vel við Lamp- ard og hann er sá leikmaður sem okkur langar mest til þess að fá,“ sagði Moratti við ítalska sportblaðið Corriere dello Sport. Mourinho líkar Lampard og við vitum að hann er frábær leikmaður,“ seg- ir Moratti. Hann segir jafnframt að deco sé spennandi leikmaður. „Hann er með réttu karaktereinkennin en við getum ekki fengið alla til okkar,“ segir Moratti. Framarar gerðu góða ferð Graf- arvog þar sem félagið sótti þrjú stig í hendur Fjölnismanna með 0-1 sigri. Kannski hefði jafntefli endurspegl- að leikinn betur en sigurmarkið kom beint úr hornspyrnu Englendingsins Samuel Tillen á 81. mínútu. Fyrri hálfleikur var með því dapr- ara sem sést hefur á þessu Íslands- móti en Óðinn Árnason komst næst því að skora þegar skalli hans fór rétt fram hjá marki Fjölnis undir lok fyrri hálfleiks. Síðari hálfleikur var fjörlegri og Skotinn Paul McShane fékk ágætt færi í upphafi hans. Skot hans af stuttu færi fór beint á Þórð Ingason, markvörð Fjölnis. Fjölnismenn sóttu meira, en þeim gekk bölvanlega að fá færi en á sama tíma var miðjuspil Framara lítið sem ekkert og því fátt markvert sem gerðist í síðari hálfleik. Jón Þor- grímur Stefánsson kom inn á sem varamaður í lið Fram á 40. mínútu í fyrsta skipti síðan í 1. umferð. Hann náði einungis að vera í 20 mínútur á vellinum þar sem hann var borinn af velli eftir grófa tæklingu frá Eyþóri Atla Einarssyni. Fjölnismenn vildu fá vítaspyrnu þegar skot Kristjáns Haukssonar virt- ist fara í hönd varnarmanns Fram en ágætur dómari leiksins, Eyjólfur M. Kristinsson, ákvað að dæma ekkert. Flest virtist benda til þess að markalaust jafntefli yrði niðurstað- an þegar Tillen skoraði úr horninu. Markið kom eins og þruma úr heið- skíru lofti en Framarar sóttu lítið í síðari hálfleik. Undir lokin reyndu Fjölnismenn hvað þeir gátu að jafna leikinn en aftasta varnarlína Fram átti góðan dag og var aldrei í vandræðum. Góð- ur 0-1 útisigur Fram var því stað- reynd. Eftir leikinn urðu stimping- ar á milli Fjölnismannsins Kristjáns Haukssonar og Framarans Pauls McShane. Það at endaði með því að Paul McShane fékk rauða spjaldið. Heldur klaufalegt hjá svo leikreynd- um leikmanni sem verður því í banni í næsta leik. vidar@dv.is Framarar skelltu sér upp í þriðja sæti í Landsbankadeild karla með sigri á Fjölni: Eitt mark En lítið annað ,,Þegar vörnin brestur þá virðast all- ar flóðgáttir opnast,“ sagði Daði Lár- usson, markvörður og fyrirliði FH, við DV eftir 4-1 tapleik sinna manna gegn Breiðabliki í Kópavoginum í gærkvöldi. FH-ingum hefur hingað til ekki gengið vel á Kópavogsvelli og þegar þeir héldu að sú grýla hefði verið kæfð með 4-0 sigri á HK í fyrstu umferð fengu þeir þennan rassskell í gær. Fyrsta markið kom strax á 18. mínútu og var það Prinsinn sjálfur sem setti markið. Tommy Nielsen sem hefur verið mikið hrósað fyr- ir leik sinn í sumar átti dapran leik í gær sem batnaði ekkert sama hversu mikið hann sturtaði í sig vatni. Í fyrsta markinu reyndi hann við svokallaðan 50/50 bolta við Prince og var gjörsamlega skilinn eftir á skítuga sexinu og kláraði Prince fær- ið laglega. fjörugt Leikurinn í gær var hin mesta skemmtun og báðum liðum til mik- ils hróss hversu sóknarsinnuð þau voru. Aðeins sex mínútum eftir fyrsta markið var Prince búinn að bæta við marki með einföldu skoti fram hjá Daða sem kom út á móti. Stuttu eftir fyrsta markið átti FH skot í slá og stöng en þar var arkitektinn Tryggvi Guðmundsson sem átti að vanda skínandi leik. FH tapaði sínum fyrsta leik þegar það steinlá í gær- kvöldi, 4-1, fyrir Breiðabliki á Kópa- vogsvelli. Þetta var aðeins í annað skiptið í sjö umferð- um sem FH fær á sig mörk í leik og í bæði skiptin hafa þau verið fjögur talsins. arnar grét- arsson, fyrirliði Breiðabliks, lék í stöðu miðvarðar í leiknum. ÚRSLIT landsbankadeildin Breiðablik - FH 4–1 1-0 Prince Rajcomar (19.) 2-0 Prince Rajcomar (24.) 2-1 Tryggvi Guðmundsson (50.) (Víti) 3-1 Nenad Petrovic (58.) 4-1 Arnar Grétarsson (81.) (Víti) Fjölnir - Fram 0–1 0 - 1 Samuel Tillen (81.) staðan lið l u J t M st 1. Keflavík 7 6 0 1 19:11 18 2. FH 7 5 1 1 18:8 16 3. Fram 7 4 0 3 7:4 12 4. Fjölnir 8 4 0 4 9:8 12 5. Breiðablik 7 3 2 2 12:11 11 6. þróttur 7 3 2 2 12:13 11 7. Valur 7 3 1 3 11:12 10 8. Kr 7 3 0 4 12:11 9 9. Fylkir 8 3 0 5 10:15 9 10. ía 7 1 3 3 6:10 6 11. grinda. 7 2 0 5 8:14 6 12. HK 7 1 1 5 8:15 4 landsbankadeild kvk KR - HK/Víkingur 4–0 1 – 0 Ólína G. Viðarsdóttir (29.) 2 – 0 Hrefna Jóhannesdóttir (58.) 3 – 0 Fjóla Dröfn Friðriksdóttir (77.) 4 – 0 Fjóla Dröfn Friðriksdóttir (83.) Fylkir - Stjarnan 0–4 0 – 1 Björk Gunnarsdóttir 0 – 2 Björk Gunnarsdóttir 0 – 3 Inga Birna Friðjónsdóttir 0 – 4 Inga Birna Friðjónsdóttir Keflavík - Fjölnir 2-0 1 – 0 Karen Sævarsdóttir 2 – 0 Danka Podovac staðan lið l u J t M st 1. Valur 7 7 0 0 29:5 21 2. Kr 7 6 0 1 20:6 18 3. Stjarnan 7 4 2 1 15:6 14 4. afture. 7 2 2 3 4:6 8 5. Keflavík 7 2 2 3 10:19 8 6. Breiðab. 7 2 1 4 11:11 7 7. þór/Ka 7 2 1 4 10:14 7 8. Fylkir 7 2 0 5 5:17 6 9. HK/Vík. 7 1 2 4 5:12 5 10. Fjölnir 7 1 2 4 5:18 5 9. Keflavík 6 1 2 3 8:19 5 10. Fjölnir 6 1 2 3 5:16 5 tóMas Þór ÞórðarsOn blaðamaður skrifar: tomas@dv.is KÓPAVOGSRAUNIR FH-INGA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.