Dagblaðið Vísir - DV - 17.06.2008, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 17.06.2008, Blaðsíða 23
DV Til hamingju Ísland þriðjudagur 17. júní 2008 23 Til hamingju, Ísland Uppáhald barnanna það verður mikið um húllumhæ í miðbæn um, líka fyrir börnin. Fjölbreytt barnadagskrá verður á arnarhóli. Skoppa og Skrítla skemmta yngri kynslóðinni og hefst dagskráin klukkan 14 og stendur fram eftir. risaskák íslendingar fá eflaust smávegis nostalgíu af að sjá taflmennina dregna fram á útitaflborðinu við Lækjartorg. Skákfélagið Hrókur stendur fyrir sannköll-uðu lýðveldisskákmóti og hefst það klukkan 14. GUli hanskinn rokkarFélagarnir í dr. Spock hafa lítið látið fyrir sér fara eftir Eurovision-ævintýrið. þeir munu koma saman á Organ og halda ógleymanlega rokktónleika ásamt sveitinni Our Lives. uppþvottahanskar munu fljúga og stemningin verður ógurleg. Tónleikarnir hefjast klukkan 20 og kostar þúsund krónur inn. aldurstakmark er 20 ár. Eitthvað fyrir alla Sigríður Klingenberg leggur leið sína norður til að spá fyrir gestum á lýðveldisdaginn. Sigríður mun án efa gleðja marga með spádómum sínum á ráðhústorgi. poppsönGUr Hinn færeyski jógvan mun gleðja norðlendinga með sinni ofurfallegu rödd. jógvan stígur á svið klukkan 16.30 og síðan aftur klukkan 22. Þá vErðUr dansað Hinir frábæru Hvannadalsbræður ljúka hátíðar- skemmtun akureyrarbæjar með mikilli gleði á ráðhústorginu. Hvannadalsbræður byrja um 23 og lýkur skemmtuninni um hálfeitt. það verður svo sannarlega dansað þegar þessir hressu menn hefja leikinn. laGarfljótsormUrinn frUmsýndUr að venju verður haldin vegleg þjóðhátíð á Fljótsdalshéraði. Hér er á ferðinni hin eina sanna fjölskylduhátíð sem hefst með geimferðalagi klukkan korter yfir tíu í Tjarnargaðinum á Egilsstöð- um. Klukkustund síðar hefst dagskrá á vegum yngstu kynslóðarinnar þar sem meðal annars verða sögð ævintýri og ungar fimleikastúlkur sýna atriði. Hefðbundin hátíðardagskrá hefst að venju með hátíðarguðsþjónustu í Egilsstaðakirkju klukkan eitt en að henni lokinni verður farið fylktu liði í skrúðgöngu í Tjarnargarðinn þar sem þjóðhátíðar- dagskráin fer fram. Fimleikafélagið Hattur frumsýn- ir meðal annars atriði sitt, Lagarfljótsorm. dans, sönGUr oG GlEði Halldór Halldórsson, bæjarstjóri ísafjarðar, hefur þjóðhátíðardaginn með hátíðarræðu. Skemmti- dagskráin hefst stundvíslega klukkan 14. Barna- dagskráin verður ekki af verri endanum en Morrinn flytur meðal annars nýtt ísfirskt barnaleikverk. Einnig verða glímuatriði, frístældans, breik og aðrar skemmtilegar uppákomur. um kvöldið koma fram hljómsveitirnar apollo, Mysterious Marta og upprisa. kvöldskEmmtUn í skrúðGarði dagskráin stendur yfir frá klukkan 20.30 til 00.00. Léttsveit Tr leikur fyrir dansi. Einar Ágúst og Viggi úr írafári taka lagið, hljómsveit Vignis Bergmann spilar nokkur létt og skemmtileg lög og rokksveit rúnars júlíussonar kemur öllum í þjóðhátíðargírinn. Magni og félagar í Á móti sól ljúka svo kvöldinu með stæl. Erlingur Hannesson sér um að kynna stjörnurnar á sviðið. akUrEyri EGilsstaðir ísafjörðUr kEflavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.