Dagblaðið Vísir - DV - 17.06.2008, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 17.06.2008, Blaðsíða 27
DV Sviðsljós þriðjudagur 17. júní 2008 27 Þolir ekki rassinn sinn Kate Beckinsale krafðist líkamsstaðgengils í nýjustu myndinni sinni, Whiteout, því hún þolir ekki á sér afturendann. Framleiðendur myndarinnar neyddust því til að ráða stað- gengil fyrir leikkonuna í nektaratriðum eftir að Beckinsale, sem er þrjátíu og fjögurra ára, þver- tók fyrir að leika í sturtuatriði. Heimildarmaður sem starfar við tökur á myndinni segir að sjálfs- mynd Beckinsale sé í algjörum molum. „Henni finnst hún vera feit og er alltaf að kvarta yfir því að afturendi hennar líti ekki nógu vel út í hinum og þessum dressum sem búið er að velja á hana fyr- ir myndina. Í handritinu þarf karakterinn hennar að vera nakinn í sturtuatriði þar sem kæmi til með að sjást í afturendann og lærin. Hún var mjög opinská á tökustað varðandi það hversu illa henni líkaði við líkama sinn og minntist sérstaklega á aftur- endann.“ Rass Kate Beckinsale Sjálfs-ímyndin þarf að vera heldur brotin til að finnast þessi bossi ljótur. Fær spears emmy? Framleiðendur bandarísku grín- þáttanna How I Met Your Mother voru svo ánægðir með frammistöðu Britney Spears í þessi tvö skipti sem hún lék gestahlutverk í þáttunum að nú finnst þeim endilega að hún eigi að fá tilnefningu til Emmy-verðlaun- anna. Aldrei hafa þættirnir mælst með jafnmikið áhorf og þegar Britn- ey lék dónalega ritarann á dögun- um. Framleiðendurnir hafa því sett nafn hennar á lista yfir mögulegar tilnefningar til Emmy-verðlaunanna fyrir hönd þáttarins. Blóðug hjónaBönd Angelina Jolie viðurkennir að vera með ör á líkaman um eftir kynlífs- tilraunir unglingsáranna. H ún og fyrrverandi kærasti n otuðu hnífa til að krydda kynlífið þegar An gelina var 14 ára. Á þeim tím a safnaði hún hnífum og hafði mikinn áh uga á vampírum: „Þetta ge rðist bara einu sinni, það voru mistök en örin voru mjög djúp, ég e ndaði á sjúkra- húsi,“ segir Jolie sem á nú von á tvíburum með hja rtaknúsaranum Brad Pitt. Angelina giftist f yrsta manninum sínum, Jo nny Lee Miller, í bol með nafninu hans rituð u framan á úr eigin blóði. Þ egar hún giftist Billy Bob Thornton kom b lóð líka við sögu því þau b áru nisti við at- höfnina sem innihéldu bló ð þeirra. Hvort samband Br ads Pitt og Ang- elinu Jolie verði blóðugt á e nn eftir að koma í ljós. Los Angeles Lakers vann nauman sigur á Boston Celtics í fyrradag í leik fimm í úrslitakeppninni. Leikurinn fór fram í Staples-höllinni í Los Angeles. Það er bókað mál að stjörnurnar mæta á leiki í Los Angeles og var sérstaklega mikið af fólki á leiknum í fyrrakvöld. Leiknum fylgir mikil ástríða eins og sést á myndunum og ætlum við að leyfa þeim að njóta sín. Frægir Fíla körFuBolta Koma svo Matt damon var líklega einn af fáum Celtics- aðdáendum í Staples-höllinni, heimaslóð Los angeles Lakers. En Matt damon er fæddur og uppalinn í Boston. Áfram Boston- strákarnir Matt damon og Mark Wahlberg styðja Boston. Aðalstuðnings- maðurinn jack nicholson var að sjálfsögðu mættur á leikinn og stóð við hlið docs rivers, þjálfara Boston Celtics. Fyrir konur líka Paula abdul skemmti sér á leiknum ásamt vinkonu sinni. Ég elska þennan leik Chris Tucker lét sig ekki vanta. Ofurtöffarar denzel Washington klappar ray allen, leikmanni Boston Celtics. Töffarar andy garcia og Forrest Whitaker spjölluðu saman fyrir leikinn. andy fékk sér einn einfaldan fyrir leikinn. Stjörnuspjall anthony Kiedis, söngvari red Hot Chili Peppers, spjallaði við rapp-mógúlinn P. Feðgastund david Beckham og sonur hans Brooklyn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.