Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2008, Blaðsíða 42
Ættfræði DVföstudagur 27. júní 200842
Vilhjálmur fæddist á Seyðisfirði
og ólst þar upp fram yfir fermingu.
Hann flutti síðan til Reykjavíkur með
foreldrum sínum, lauk stúdentsprófi
frá MA 1958 og lauk prófum í arki-
tektúr frá The Edinburgh College of
Art, School of Architecture 1964 og
fékk borgarstjórnarverðlaunin fyrir
ágætan námsárangur.
Vilhjálmur starfaði hjá Skipulagi
ríkisins 1960, hjá Tæknideild Hús-
næðisstofnunar ríkisins á námsár-
unum og Skipulagsdeild borgar-
verkfræðings 1965. Hann stofnaði
Teiknistofuna Óðinstorg sf. 1965,
ásamt bróður sínum, Helga, og Vífli
Oddssyni verkfræðingi og hefur
starfað þar síðan. Meðal mannvirkja
sem þeir félagar hafa teiknað og
hannað eru Útvarpshúsið í Efstaleiti;
Hús Öryrkjabandalags Íslands í Há-
túni; Sólborg á Akureyri; Vonarland
á Egilsstöðum; Menntaskólahús-
ið á Ísafirði; Minningarkapella séra
Jóns Steingrímssonar á Kirkjubæjar-
klaustri og ráðhúsið í Bolungarvík.
Vilhjálmur var formaður Arki-
tektafélags Íslands 1979 og hef-
ur sinnt ýmsum öðrum trúnaðar-
störfum fyrir félagið. Hann starfaði
í nefnd á vegum menntamálaráðu-
neytisins um möguleika á stofnun
íslensks skóla í byggingarlist 1988 og
sat í byggingarnefnd Seltjarnarness
1970-75.
Fjölskylda
Vilhjálmur kvæntist 23.9. 1961
Borghildi Óskarsdóttur, f. 11.8. 1942,
myndlistarmanni. Foreldrar hennar
voru Óskar B. Bjarnason efnaverk-
fræðingur og k.h., Sigurbjörg Emils-
dóttir húsmóðir.
Börn Vihjálms og Borghildar eru
Ósk, f. 8.10. 1962, myndlistarmað-
ur og starfrækir ferðaskrifstofu, gift
Hjálmari Sveinssyni, heimspekingi
og dagskrárgerðarmanni, og á hún
þrjú börn; Björg, f. 18.1. 1965, mynd-
listarmaður og grafískur hönnuður
sem starfrækir, ásamt eiginmanni
sínum, Ólafi Tryggva Magnússyni,
fyrirtækið BÓT og eiga þau þrjú
börn.
Systkini Vilhjálms eru Björg, f. 1.7.
1933, húsmóðir í Reykjavík; Helgi, f.
22.4. 1936, arkitekt í Reykjavík; Lár-
us, f. 15.11. 1946, d. 30.3. 2007.
Foreldrar Vilhjálms voru Hjálmar
Vilhjálmsson, f. 16.7. 1904, d. 19.10.
1991, ráðuneytisstjóri í félagsmála-
ráðuneytinu, og k.h., Sigrún Gyðríð-
ur Helgadóttir, f. 20.12. 1902, d. 10.12.
1992, húsmóðir.
Ætt
Hjálmar var bróðir Árna, föður
Tómasar, fyrrv. ráðherra, og Mar-
grétar, móður Valgeirs Guðjónsson-
ar tónlistarmanns. Systir Hjálmars
var Sigríður, móðir Vilhjálms Einars-
sonar, skólameistara á Egilsstöðum,
föður Einars spjótkastara. Hjálmar
var sonur Vilhjálms, útvegsb. á Há-
nefsstöðum í Seyðisfirði, Árnasonar,
b. á Hofi í Mjóafirði, Vilhjálmsson-
ar. Móðir Vilhjálms var Björg, syst-
ir Stefaníu, móður Vilhjálms, fyrrv.
menntamálaráðherra. Björg var
dóttir Sigurðar, b. á Hánefsstöðum,
Stefánssonar og Sigríðar Vilhjálms-
dóttur, systur Árna á Hofi.
Sigrún var dóttir Helga, b. á Fossi
á Síðu, bróður Rannveigar, móður
Magneu Þorkelsdóttur, konu Sigur-
björns Einarssonar biskups og móð-
ur Karls Sigurbjörnssonar biskups.
Helgi var sonur Magnúsar, b. á Fossi,
Þorlákssonar, b. í Hörgslandskoti,
Bergssonar, pr. á Prestbakka, Jóns-
sonar. Móðir Þorláks var Katrín Jóns-
dóttir ,,eldprests’’ Steingrímssonar.
Móðir Sigrúnar var Gyðríður,
systir Elínar, móður Siggeirs Lárus-
sonar á Klaustri. Gyðríður var dóttir
Sigurðar, b. á Breiðabólstað á Síðu,
Sigurðssonar.
Vilhjálmur heldur upp á afmælið
í sveitinni með ættingjum og vinum.
70 ára á sunnudag
Vilhjálmur
hjálmarsson
arkitekt
Ættfræði
umsjón: Kjartan gunnar Kjartansson kgk@dv.is
Kjartan gunnar Kjartansson
rekur ættir þjóðþekktra
íslendinga sem hafa verið í
fréttum í vikunni, rifjar upp
fréttnæma viðburði liðinna ára
og minnist horfinna merkra
íslendinga. Lesendur geta sent
inn tilkynningar um stóraf-
mæli á netfangið kgk@dv.is
Gestur Friðjónsson
fyrrv. formaður Félags harmónikkuunnenda
Gestur fæddist að
Hofsstöðum í Álftanes-
hreppi í Mýrasýslu og
ólst þar upp. Eftir barna-
skólanám og vinnu við
bústörf vann hann við
skurðgröft og aðra véla-
vinnu á vegum verk-
færanefndar ríkisins og
síðar Vélasjóðs og fleiri
aðila. Gestur stundaði
nám við Iðnskóla Akra-
ness og verklegt nám í
bifvélavirkjun en jafn-
framt náminu stund-
aði hann sérleyfisakstur
hópferðabifreiða.
Að námi loknu sá Gestur um
rekstur og verkstjórn viðgerða
og viðhaldsverkstæða, m.a. fyr-
ir Samvinnufélag Hvalfjarðar og
við eigin verkstæðisrekstur. Þá sá
hann um verkstjórn viðhaldsverk-
stæða Fosskrafts hf. við Búrfells-
virkjun og síðar fyrir Landsvirkj-
un. Hann starfrækti aftur eigið
verkstæði um árabil og var síðan
starfsmaður Vinnueftirlits ríkisins
frá 1981 og síðan umdæmisstjóri í
Suðurnesjaumdæmi frá 1987-98.
Gestur hefur búið á Akranesi,
Litla-Mel í Skilmannahreppi, við
Búrfellsvirkjun, á Seltjarnarnesi, í
Reykjanesbæ en er nú búsettur á
Akranesi.
Gestur hefur m.a. sungið með
karlakórnum Svönum, Kirkjukór
Akraness, Skagfirsku söngsveit-
inni í Reykjavík um margra ára
skeið, var formaður Félags harm-
ónikuunnenda á Suðurnesjum
og aðstoðaði og lék undir með
kórum. Þá starfaði hann í ung-
mennafélagshreyfingunni og tók
virkan þátt í starfi björgunarsveit-
arinnar Hjálpin.
Fjölskylda
Gestur kvæntist 17.6. 1954
Nönnu Jóhannsdóttur, f. 20.4.
1936, húsmóður. Hún er dóttir
Jóhanns Sigurðar Jóhannssonar,
sjómanns og verkstjóra á Akra-
nesi, og Ólafar Bjarnadóttur hús-
móður.
Börn Gests og Nönnu eru Jó-
hanna Ólöf, f. 22.9. 1953, aðstoð-
arskólastjóri Seljaskóla en maður
hennar er Kristján Sigurðsson og
eru börn hennar Gestur Baldurs-
son, Embla Kristjánsdóttir, Hrefna
Kristjánsdóttir, Askur Kristjáns-
son og Gríma Kristjáns-
dóttir; Ingibjörg Jóna,
f. 15.7. 1957, þjóðfræð-
ingur og forstöðumað-
ur byggðasafnsins að
Reykjum í Hrútafirði en
maður hennar er Garð-
ar Norðdahl og eru börn
hennar Nanna Sigurðar-
dóttir, Hjördís Garðars-
dóttir, Haraldur Garðars-
son og Vífill Garðarsson;
Jóhann Sigurður, f. 15.5.
1962, fiskeldisfræðing-
ur og forstöðumaður
seiðeldisstöðvar Eystri-
Rangár að Laugum en kona hans
er Ásta Kristjana Guðjónsdóttir og
eru börn hans Gunnur, Kristján
Darri, Jóhann Sigurður og Guðjón
Andri.
Dóttir Gests og Guðrún-
ar Kristjánsdóttur er Elín Sigur-
björg, f. 29.7. 1953, framkvæmda-
stjóri en maður hennar er Hreiðar
Karlsson og eru börn þeirra Guð-
rún Rut og Berglind.
Systkini Gests: Ólöf Friðjóns-
dóttir, f. 22.1. 1930, húsfreyja í
Eystri- Leirárgörðum; Friðgeir
Friðjónsson, f. 1.10. 1931, nú lát-
inn, vinnuvélstjóri í Borgarnesi;
Jón Friðjónsson, f. 16.9. 1939,
bóndi á Hofstöðum.
Foreldrar Gests voru Frið-
jón Jónsson, f. 7.11. 1895, d. 15.2.
1976, bóndi á Hofstöðum í Álfta-
neshreppi í Mýrasýslu, og k.h.,
Ingibjörg Friðgeirsdóttir, f. 14.10.
1906, d. 19.4. 1998, húsfreyja.
Ætt
Friðjón var bróðir Ólafar, hús-
freyju á Álftarósi. Friðjón var
sonur Jóns, b. á Hofsstöðum,
Samúelssonar, vinnumanns í
Knarrarnesi, Brandssonar. Móðir
Jóns var Ólöf Guðrún Jónsdóttir.
Móðir Friðjóns var Sesselja Jóns-
dóttir, b. í Einarsnesi, Þorvalds-
sonar, og Oddfríðar Sigurðardótt-
ur. Ingibjörg var dóttir Sigurjóns
Friðgeirs, verslunarmanns í Borg-
arnesi og b. á Ytri-Rauðamel í
Hnappadal, Sveinbjörnssonar,
b. í Vogalæk, Sigurðssonar. Móð-
ir Sigurjóns Friðgeirs var Þórdís
Guðmundsdóttir.
Móðir Ingibjargar var Ingi-
björg Lífgjarnsdóttir, b. á Urriðaá,
Hallgrímssonar, og Ingveldar
Jónsdóttur.
80
ára á
FÖSTUDAG
Ólafur Heiðar Harðarson
nemi í MA-námi í mannauðsstjórnun við HÍ
Ólafur fæddist í
Reykjavík en ólst upp
á Sauðárkróki til tví-
tugs. Hann var í Grunn-
skóla Sauðárkróks, lauk
stúdentsprófi frá FNV
á Sauðárkróki, lauk
BA-prófi í uppeldis- og
menntunarfræði frá HÍ
2005 og er nú að ljúka
MA-námi í mannauðs-
stjórnun frá viðskipta-
og hagfræðideild HÍ.
Ólafur hefur starf-
að með námi á heimili
fyrir einhverfa í Jökla-
seli í Breiðholti frá 2003. Þá hefur
hann verið sundþjálfari og sund-
kennari frá átján ára aldri við
ýmsa skóla. Hann var yfirþjálf-
ari Tindastóls og hefur auk þess
þjálfað Ármann í Reykjavík.
Fjölskylda
Kona Ólafs er Hrefna
Ásmundsdóttir, f. 19.4.
1984, nemi í hjúkrunar-
fræði við HÍ.
Systur Ólafs eru Guð-
rún Helga Harðardóttir,
f. 28.6. 1972, æskulýðs-
og tómstundafulltrúi;
Elva Hlín Harðardótt-
ir, f. 9.3. 1986, starfar
við vinnustofu fatlaðra í
Reykjavík; Karen Harpa
Harðardóttir, f. 24.3.
1993, nemi.
Foreldrar Ólafs eru
Hörður Gunnar Ólafsson, f. 28.8.
1953, tannsmiður og tónlistar-
maður í Reykjavík, og Margrét
Sigurðardóttir, f. 9.6. 1954, grunn-
skólakennari í Reykjavík.
Ólafur Heiðar og Hrefna
munu gifta sig í Dómkirkjunni í
Reykjavík 12.7. nk.
30
ára á
sunnudag
Merkir íslendingar
Guðmundur Kjærnested skip-
herra fæddist í Hafnarfirði. Hann tók
farmannapróf frá Stýrimannaskól-
anum í Reykjavík 1949 og skipstjóra-
próf frá varðskipadeild 1953.
Guðmundur fór fyrst til sjós 1940
en hóf störf hjá Landhelgisgæslunni
sem háseti á varðskipinu Ægi 1943.
Hann varð stýrimaður á Ægi að
loknu farmannaprófi og síðan 1. og
2. stýrimaður á hinum ýmsu varð-
skipum til 1953. Hann var fastráðinn
skipstjóri hjá Landhelgisgæslunni
1954, var síðan aðallega með flug-
vél Landhelgisgæslunnar, TF Rán,
en auk þess skipstjóri á varðskip-
um öðru hverju og stjórnaði mörg-
um skipum Gæslunnar til 1968. Þá
tók hann við flaggskipinu Ægi og var
skipherra þess til 1975 er hann tók
við Tý sem þá kom nýr til landsins.
Guðmundur var með Tý til 1980 er
hann fór í land og varð skipherra á
stjórnstöð Landhelgisgæslunnar.
Hann lét af störfum hjá Landhelg-
isgæslunni 1983 eftir 40 ára farsæl-
an feril þar og starfaði hjá utanríkis-
þjónustunni síðustu starfsárin.
Við útvíkkun landhelginnar í 50
sjómílur, 1972, og í 200 sjómílur,
1975, kom Guðmundur mikið við
sögu í átökum íslenskra varðskipa og
enskra herskipa. Hann vakti ítrekað
aðdáun breskra herskipsstjórnar-
manna og íslensku þjóðarinnar fyr-
ir lipra skipstjórn við háskalegar að-
stæður, háttvís samskipti við breska
skipstjórnaraðila, yfirvegun og hug-
prýði. Í þorskastríðunum 1972 og
1975 var hann sannkölluð þjóðhetja,
ekki síður en Eiríkur Kristófersson
1959. Guðmundur var forseti FFSÍ
1972-1974. Hann hlaut riddarakross
hinnar íslensku fálkaorðu fyrir land-
helgisstörf 1976.
Guðmundur Kjærnested
f. 29. júní 1923, d. 2. september 2005