Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2008, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2008, Blaðsíða 45
DV Helgarblað föstudagur 27. júní 2008 45 Hann þrammaði yfir Alpana með stríðsfíla sína og mætti rómverska hernum við Cannae. Herforinginn frá Afríku hefði getað breytt gangi sögunn- ar en honum mistókst og Rómverjar lögðu heimaborg hans, Karþagó, í eyði. Miðjarðarhaf Eyjahaf adríahaf korsíka sardínía sikiley Trasímenó- vatn 217 f.Kr. HANNIBAL te x ti : all an Klynne K a r ta : sv a n t e st r ö m Karthagiskt område. Romerskt område. Hannibals väg till och från Italien 219–202 f Kr. Hasdrubals väg till Italien och slaget vid Metaurus 208–207 f Kr. Scipio Africanus väg till Zama 204–202 f Kr. Karthagisk seger. Romersk seger. Yfirráðasvæði Ka þagó. Yfirráðasvæði Rómverja. Leiðangrar Hannibals til og frá Ítalíu, 219-20 f.Kr. Leið Hasdrubals til Ítalíu og orru t n við Maetaurus, 20 -207 f.Kr. Leið Scipios Africanusar til Zama, 204-202 f. r. Sigrar Karþagómanna. Sigrar Rómverja. stjörnubjört nótt við Marm- arahafið í núverandi Tyrklandi 183 árum f.Kr. Í húsi við strönd- ina horfir 64 ára gamall maður um öxl. Hann heitir Hannibal Barca, herforingi frá Karþagó og skelfir Rómverja. Hann hefur verið ára- tug í útlegð, á flótta undan óvin- um sínum. Ef til vill verður honum hugsað til látinna bræðra sinna eða hann rifjar upp ótal sigra og um leið allt sem fór úrskeið- is. Rómverja hafði hann næstum sigrað en þeir ríkja nú ekki bara yfir Karþagó heldur líka yfir Spáni, Makedóníu og hluta Litlu-Asíu. Hann tekur hring af fingri sér og dreypir á eitri. Í fjarska heyr- ist hófadynur, rómversk hersveit nálgast húsið. Hann fæddist 247 árum f.Kr. og var sonur eins af leiðtogum Karþagóborgar, Hamilkars Barca. Ásamt yngri bræðrum sínum, Hasdrubal og Mago, átti hann eftir að leika stórt hlutverk í valdabar- áttu Rómverja og Karþagómanna. Í því stríði var tekist á um yfirráðin yfir Miðjarðarhafinu. Faðirinn, Hamilkar, var bitur maður. Hann hafði verið sjóliðs- foringi í fyrsta púnverska stríð- inu (265-241 f.Kr.) og neyðst til að samþykkja friðarskilmála þar sem Karþagó lét Sikiley af hendi. Að auki mátti hann greiða him- inháar upphæðir í stríðsskaða- bætur. Hann varð líka að berja niður uppreisn meðal málaliða Karþagómanna og í kjölfar henn- ar afhenda Rómverjum Sardiníu. Sór Rómverjum fjandskap Þegar Hannibal var tíu ára flutt- ist fjölskyldan til Spánar en þar áttu Karþagómenn verslunarnýlendur. Á Pýreneaskaga voru líka kopar- og silfurnámur. Hamilkar lagðist í landvinninga til að afla fjár til frek- ari stríðsrekstrar gegn Rómverjum. Fræg er sagan af því þegar hann lét Hannibal litla sverja þess eið að „vingast aldrei við Rómverja“. Faðirinn féll í bardaga og Hanni- bal var valinn til að leiða baráttuna. Þetta var 221 ári f.Kr. og hann var 26 ára. Hannibal fylgdi áætlunum föður síns í fyrstu en eftir umsátrið um borgina Saguntum á Spáni suð- vestanverðum versnaði staða Kar- þagómanna. Borgin var í viðskiptum við Massalíu, núverandi Marseilles í Frakklandi, en hún var aftur í félagi við Róm. Straumhvörf urðu þegar Saguntum féll 219 f.Kr. og Hanni- bal fór yfir Ebrófljót á Norðaustur- Spáni. Fljótið skipti nefnilega lönd- um deilandi stórveldanna. Sendiboði frá Róm krafðist skýr- inga á framferði Karþagómanna. Hann tilkynnti að um tvær leið- ir væri að ræða, stríð eða frið, og að menn yrðu að gera upp við sig hvora leiðina þeir veldu. Þeir svör- uðu og sögðu að hann skyldi ákveða það. Hann valdi stríð. Hannibal hafði með ferð sinni yfir Ebrófljót ögrað Rómverjum en þeirra var að lýsa yfir stríði. Annað púnverska stríðið hófst (218-202 f.Kr.) að frumkvæði Hanni- bals. Hann hugðist ráðast inn í Ítalíu og berjast við Rómverja á heima- slóðum þeirra. Bróðir hans, Hasdru- bal, var settur yfir Spán en Hannibal sjálfur kallaði saman her Spánverja og Númidíumanna frá Norður-Afr- íku. Þeir síðasttöldu voru berbar frá austurhluta Alsír og einstak- ir hestamenn. Talið er að þessi her Hannibals hafi talið 35.000-40.000 fótgönguliða, 10.000 riddara og 37 stríðsvana fíla. Komu Rómverjum á óvart Rómverjar vissu ekki sitt rjúk- andi ráð. Publius Cornelius Scipio ræðismaður fór fyrir her inn í Frakk- land sunnanvert en fann ekki Kar- Framhald á næstu síðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.