Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2008, Page 48

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2008, Page 48
föstudagur 27. júní 200848 Helgarblað DV Sakamál Í gÍslingu veitingahússeiganda Eigandi veitingastaðar í almelo í Hollandi tók fjóra ein- staklinga í gíslingu á mánudaginn. Ástæða gíslatök- unnar var ágreiningur eigandans og bæjaryfirvalda sem vildu ekki endurnýja rekstrarleyfi vertsins. Veit- ingastaður hans er við hliðina á ráðhúsi bæjarins og þar hélt hann til ásamt gíslunum. að sögn vitna kveikti veitingamaðurinn í bifreið sinni og í óreiðunni sem skapaðist við það tókst honum að brjóta sér leið inn í ráðhúsið.m Blablablabalabalalajumsjón: KolBEinn ÞorstEinsson kolbeinn@dv.is Fljúgandi endurkoma Nautabaninn Jose Tomas er meðal þekktustu og virtustu nautabana í heimi. Fyrir um tveimur vikum sneri hann aft- ur á leiksvið nautabana eftir um sex ára fjarveru. Tomas er þekktur sem hinn hugsandi nautabani sem óttalaus horfist í augu við stærstu naut sem skipuleggjendur geta fund- ið. En fyrr í vikunni hitti hann ofjarl sinn og áhorfendur setti hljóða þegar nautið náði að krækja í annan fótlegg Tomas- ar og senda hann í loftköstum yfir sig. Þegar hann örfáum andar- tökum síðar stóð á fætur var hann hylltur af lýðnum, en ekki fer sögum af örlögum nautsins. SmáStelpna- morðinginn Einn alræmdasti fjöldamorðingi Japans var tekinn af lífi 17. júní. tsutomu Miyazaki var heltekinn af japönskum teiknimyndum og hlaut nafngift sem skírskotaði til jap- anska „anime-manga“-stílsins. Á þjóðhátíðardegi okkar Ís- lendinga, 17. júní, var tekinn af lífi í Japan Tsutomu Miyazaki, einn al- ræmdasti fjöldamorðingi landsins. Á árunum 1988 til 1989 limlesti og myrti Miyazaki fjórar stúlkur á aldr- inum fjögurra til sjö ára og níddist að því loknu kynferðislega á líkum þeirra. Auk þess drakk hann blóð einnar stúlkunnar og át aðra hönd hennar. Tsutomu Miyazaki var að öllu jöfnu dagfarsprúður maður, en þeg- ar til kom valdi hann fórnarlömb sín af handahófi og hrelldi fjölskyldur þeirra. Á meðal þess sem hann gerði var að senda fjölskyldunum bréf þar sem hann lýsti í smáatriðum hvern- ig hann hefði meðhöndlað fórnar- lamb sitt. Eitt fórnarlamba Tsutomu Mi- yazaki var Erika Nanba og til fjöl- skyldu hennar sendi hann póstkort. Á póstkortinu gat að líta orðin „Er- ika. Köld. Hósti. Háls. Hvíld. Dauði“. Orðin voru mynduð með stöfum sem hann hafði klippt út úr tíma- ritum. Lík fyrsta fórnarlambsins, Mari Konno, lét hann rotna í hæðum fyrir ofan heimili sitt. Síðan hjó hann af líkinu hendur og fætur og geymdi í skáp á heimili sínu, þar sem þau fundust eftir að hann var handtek- inn. Afganginn af beinagrindinni brenndi hann og muldi í duft og sendi til fjölskyldu hennar, ásamt með nokkrum tönnum, myndum af fatnaði hennar og póstkort sem sagði: „Mari. Brennd. Bein. Rann- saka. Sanna“. Flýr af vettvangi og handtekinn Eitt áttu fjölskyldur fórnar- lambanna sameiginlegt og það var að allar höfðu fengið undarleg- ar símhringingar. Þegar svarað var var þögn á hinum enda línunnar. Ef fjölskyldurnar svöruðu ekki hringdi síminn frekjulega í allt að tuttugu mínútur. Í júlí 1989 var Tsutomu Miyazaki truflaður við iðju sína þar sem hann var að reyna að koma aðdráttarlinsu upp í sköp ungrar stúlku í garði skammt frá heimili hennar. Sá sem stóð þar Miyazaki að verki var faðir litlu stúlkunnar, en ódæðismannin- um tókst að komast undan. En hann sneri aftur á vettvang til að ná í bif- reið sína og var undir eins handtek- inn. Við leit á heimili hans fann lög- reglan gríðarmikið safn mynd- banda, sem mörg hver innhéldu teiknimyndaklám og „splatter“- kvikmyndir. Í þessu safni leyndust einnig myndbönd og ljósmyndir af fórnarlömbum hans. „Otaku-morðinginn“ Hann varð þekktur í Japan sem „Otaku-morðinginn“ en það nafn skírskotar til þeirra sem eru hel- teknir af teiknimyndum í japönsk- um „anime“- og „manga“-stíl. Fyrir vikið var hann brennimerktur af al- menningi sem „morð-njörður“ og hefur sú nafngift verið fest á hvern þann morðingja í Japan sem virðist heillaður af þeim teiknimyndastíl. Nýjasta dæmið er maðurinn sem stakk fjölda manns til bana í Tókýó nýverið. Ódæði Tsutomu Miyazaki urðu föður hans um megn og hann neitaði að greiða fyrir málsvörn son- ar síns og framdi sjálfsmorð 1994. Réttarhöld yfir Tsutomu Miya- zaki hófust 1990 og hann sýndi aldrei iðrun vegna ódæða sinna. Hann lýsti morðunum sem „góðu verki“. Miyazaki var hengdur ásamt tveim- ur öðrum morðingjum sem búið var að fella dóma yfir, en dauðarefs- ing í Japan hefur verið undir smá- sjá alþjóðasamfélagsins. Á næsta ári verður réttað í morðmálum með þátttöku kviðdóms, en þá kemur í ljós hvort hinum venjulega Japana hugnast að dæma glæpamenn til dauða. Lík fyrsta fórnarlambs- ins, Mari Konno, lét hann rotna í hæðum fyrir ofan heimili sitt. við rannsókn málsins 1989 tsutomu miyazaki er annar frá vinstri. Klerkastéttin í Íran fylgir eftir ströngum reglum í klæðaburði: Herferð fylgir sumarHitum Vestrænn klæðnaður hefur lengi verið stjórn- völdum í Íran þyrnir í augum og nú skal enn eina ferðina látið sverfa til stáls. Lögreglan þar í landi hefur hleypt af stokkunum herferð gegn „samfé- lagslegri spillingu“, sem til dæmis myndbirtist í efnislitlum klæðnaði kvenna. Svo segir í íranska dagblaðinu Farhang-e Ashti. Að sögn fréttastofu Reuters er það fastur lið- ur af hálfu klerkastjórnarinnar í Íran að reyna að tryggja að íbúar landsins fylgi, þegar heitir sum- armánuðir ganga í garð, grundvallarreglum ís- lamstrúar hvað varðar klæðaburð; reglum sem klerkastéttin setti í kjölfar byltingarinnar 1979. Til að forðast afskipti lögreglunnar er kvenfólki ráð- lagt að klæðast síðum og víðum klæðnaði sem tryggir að útlínur líkamans verða ekki greindar með góðu móti. Einnig er kvenfólki hollt og far- sælt að hylja hár sitt. Tilmæli stjórnvalda um klæðaburð og annað sem tilheyrir útliti fólks taka hvort tveggja til karla og kvenna. Í dagblaðinu Farhang-e Ashti segir að lögreglan muni handtaka kvenfólk sem íklæðist þröngum yfirhöfnum og stuttum buxum og karl- menn sem skarta vestrænni hártísku verða einn- ig handteknir. Kvenmenn í dreifbýli í Íran, eða á jaðarsvæð- um landsins fylgja allajafna ströngum reglum klerkastéttarinnar hvað varðar klæðaburð, en konur í bæjum landsins eiga það til að leyfa sér ákveðið frelsi og kasta af sér hinum svarta kufli og storka með því reglunum. Refsing við slíkum brotum getur verið hýðing, sekt eða fangelsis- vist. Heróín í bleiunni Frank Keys, þrjátíu og átta ára, hefur sennilega verið við að gera í buxurnar, eða bleiuna, þegar hann var stöðvaður af lögreglunni í Flórída í Banda- ríkjunum. Fíkniefnahundur sem lögreglan var með fann lykt af einhverju og krafðist það frekari athugunar. Frank tjáði lögreglunni að hann væri með bleiu, en þvertók fyrir að hún innihéldi nokkuð óvanalegt. Lögreglan ákvað að taka mark á hundinum og bað Frank að leggjast á jörðina og við leit fundust 257 grömm af heróíni í bleiu mannsins. Frank Keys á yfir höfði sér fjörutíu ára fangelsi fyrir hinn ólöglega skít. Föstudagurinn þrettándi Þá hjátrú að föstudeginum þrettánda fylgi ólukka má rekja til 13. október ársins 1307, en þann dag lét Filippus Frakk- landskonungur til skarar skríða gegn Musterisriddurunum alræmdu. Síðan þá hefur föstu- dagur sem ber upp á þrettánda dag mánaðar gjarna vakið ugg hinna hjátrúarfullu. Nú full- yrða hollenskir tölfræðingar að föstudagurinn þrettándi sé öruggari en föstudagar sem ber upp á aðra mánaðardaga. Samkvæmt niðurstöðum Hollendinganna er tilkynnt um færri eldsvoða, óhöpp og inn- brot þegar föstudag ber upp á þann þrettánda en aðra föstu- daga og kannski tímabært að endurskoða hjátrúna. Írönsk kona fær tiltal Klæðnaður íranskra lögreglukvenna undirstrikar reglur um klæðaburð. Otaku japanskur teiknimyndastíll sem miyazaki hreifst af.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.