Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2008, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2008, Side 23
DV Menning föstudagur 27. júní 2008 23 Útvarpsleik- hús Rásar 1 Smá sögur er fyrst í röð há- degisleikrita Útvarpsleikhúss- ins Rásar 1 í sumar. Smá sögur er eftir Kristínu Ómarsdóttur. Lestnar verða tíu smá sögur eða ein á dag frá mánudeginum 30. júní til 11. júlí. Sögurnar verða lesnar í hádeginu klukkan eitt. Fjöldi leikara kemur fram í sög- unni en hver þeirra eingöngu í einni sögu, því hver saga er sjálfstæð og segir frá nýjum ævintýrum sannra Íslend- inga. Meðal leikara eru Tinna Hrafnsdóttir, Pálmi Gestsson og Edda Björgvinsdóttir. Smá sög- ur voru tilnefndar til Grímunn- ar í ár sem Útvarpsverk ársins. Síðar í sumar verður vasaleik- húsið, þar sem rifjað verður upp vasaleikhúsverk Þorvaldar Þorsteinssonar og Dauði trúðs- ins, nýtt sakamálaleikrit eftir samnefndri skáldsögu Árna Þórarinssonar. Málverkasýn- ing í Flatey Jón Bogason, rannsóknar- maður og frístundamálari, hefur opnað málverkasýningu í Flatey á Breiðafirði. Jón er áttatíu og fimm ára, borinn og barnfædd- ur í eyjunni. Myndefnið tengist allt Flatey eða sjónum í kring því er umhverfið alveg ólýsanlegt. Sýningin er haldin í Samkomu- húsi Flateyjar og er þetta í fyrsta skiptið sem málverkasýning er í húsinu. Sýningin var opnuð í síðustu viku og stendur til loka júlí. Latínlög á Jómfrúnni Kvartett kontrabassaleik- arans Tómasar R. Einarssonar mun leika á þriðju sumartón- leikum veitingahússins Jómfrúr- innar við Lækjargötu á morgun, laugardag. Auk Tómasar skipa kvartettinn Haukur Gröndal á saxófón og slagverk, Agnar Már Magnússon á hljómborð og Sig- tryggur Baldursson á slagverk. Kvartettinn mun spila latín- lög Tómasar R. af plötunum Kúbönsku, Havönu og Romm Tomm Tomm, ásamt sígrænum djasslögum í nýjum búningi. Tónleikarnir hefjast klukkan þrjú og standa til klukkan fimm. Ef veður leyfir verður spilað utandyra á Jómfrúrtorginu. Að- gangur er ókeypis. Systur setja saman upp myndlistarsýningu: Konungleg sýning „...Og konungar hrundu úr há- sætum sínum“ nefnist sýningin sem verður opnuð í dag, föstudag, klukk- an fimm í Gallerí Íbíza Bunker. Syst- urnar og listakonurnar, Ingibjörg og Lilja Birgisdætur, standa að sýning- unni. „Við erum með teikningar, vídeó, gamlar ljósmyndir og innsetningar,“ segir Ingibjörg Birgisdóttir listamað- ur. Á opnuninni verða tónleikar klukkan sex og þar mun Únettinn Harpa leika á hörpu og setja tóninn fyrir konunglegri sýningu í neðan- jarðarbyrgi í Þingholtunum. „Undirbúningurinn tók allt of stuttan tíma, eða eina viku. Í seinni tíð erum við byrjaðar að vinna sam- an og það gengur alveg rosalega vel. Þess vegna gekk þetta svona hratt fyrir sig, því við þekkjum hvor aðra svo vel,“ segir Ingibjörg. Gallerí Íbíza Bunker er nýtt sýn- ingarrými í galleríflóru Reykjavíkur og er í Þingholtsstræti 31. Markmið gallerísins er að sýna verk framsæk- inna myndlistarmanna óháð aldri, menntun og fyrri störfum. Fleiri sýn- ingar verða haldnar í sumar og hefj- ast þær allar klukkan fimm á föstu- degi. „Það eru fjórar sýningar eftir í sumar hér í Gallerí Ibíza Bunker. Við fáum marga mjög ólíka listamenn til að setja upp hjá okkur, því eru sýn- ingarnar mjög fjölbreyttar, þótt þær séu allar myndlistasýningar,“ segir Ragnheiður Káradóttir, annar eig- enda Gallerí Íbísa Bunker. en hefur verið viðriðin tónlistina alla tíð. „Hún hefur til að mynda far- ið með pabba í nánast allar lúðra- sveitarferðirnar. Og hún hefur haft hellings áhrif á mig. Mamma hefur æðislegan tónlistarsmekk og djass- áhugi minn er mikið til kominn frá henni,“ segir Ari. Þess má geta að auk þess að vera trompetleikari er faðir Ara aðstoðarskólastjóri Tón- listarskólans á Seltjarnarnesi, en Ari er alinn upp þar í bæ. Ari, sem er nýorðinn nítján ára, var í Tónlistarskóla Seltjarnarness alla barnæskuna og fékk svo inn- göngu í Tónlistarskóla FÍH. Þaðan útskrifaðist hann í maí síðastliðn- um, sá yngsti sem það hefur gert frá upphafi. Ari tók bæði klassísk- an trompet og djasstrompetinn og framan af var hann samfara því í námi við Fjölbrautaskólann við Ár- múla. „Þetta var mjög strembið. Í fyrra kúplaði ég mig svo út úr FÁ til að geta einbeitt mér að FÍH því ég var búinn að ákveða að sækja um skóla í Bandaríkjunum,“ segir Ari. Getur valið sér kennara Fyrir ekki alls löngu fékk Ari svo inngöngu í New School listaháskól- ann í New York. Skólinn er afar virt- ur innan tónlistarheimsins og Ari er því eðlilega hæstánægður með að hafa komist inn í hann. „Það eru ekki margir trompetleikarar sem komast þarna inn þannig að þetta er algjör heiður. Ég var líka spenntast- ur fyrir New School og Manhattan School of Music, en eftir að ég fékk jákvætt svar frá New School var mér eiginlega slétt sama um hina,“ seg- ir Ari en hann sótti um fjóra skóla allt í allt, þar á meðal í Juilliard skól- anum þekkta sem Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari stundar nú nám við. Í inntökuprófunum þar komst Ari í tveggja manna úrslit, en sautján ára, svartur tropmpetleik- ari frá Queens var að lokum tekinn fram yfir. „Þannig að þú sérð að ég átti eiginlega ekki séns,“ segir Ari og hlær dátt. Það sem Ara fannst einna efti- sóknarverðast við New School var að það eru engir fastráðnir kennar- ar við hann. „Þegar þú mætir í skól- ann segir þú bara hvaða listamanni í New York þú ert hrifinn af og værir til í að læra hjá, þau á skrifstofunni hafa svo samband við viðkomandi listamann og spyrja hvort hann væri til í að kenna einum nemanda skól- ans yfir veturinn. Í New York er það svo þannig að um leið og einhver skóli biður þig um að kenna ertu kominn með fastar tekjur, þannig að það segja allir já. Svo fer kennsl- an líka fram á daginn á meðan allir tónlistarmenn spila á kvöldin. Rétt- ur kennari finnst mér líka skipta öllu máli.“ Námið við New School er alldýrt - skólagjöldin eru fjórar milljónir króna á ári. Ari fékk hins vegar ekki einungis inngöngu í skólann heldur líka vænan styrk. Þá fékk hann ný- lega styrk úr Minningarsjóði Árna Scheving, auk þess sem námið er lánshæft hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Erfitt fyrir rasskinnarnar Hvaða kostum þarf góður tromp- etleikari að vera gæddur? „Það er góð spurning. Ætli hann þurfi ekki bara að hafa nógu djöfulli stórt egó til að nenna að standa í þessu. Þetta er líkamlega mjög erfitt hljóðfæri og tekur langan tíma fyrir líkamann að ná tökum á því. Þetta eru rosalega mikil átök, þú þarft til dæmis að kreppa saman rasskinnarnar alveg eins og þú getur og því meira eft- ir því sem þú ferð hærra,“ segir Ari og hlær. „Svo þarftu náttúrlega að vera með öflug lungu og þola þennan hávaða. Ef það er trompet í gangi fer það ekki framhjá neinum, það er svo mikill hávaði í honum. Síðan er stundum talað um trompetleikara- syndrómið sem felur í sér alvarlegt egóflipp. Ég veit að ég hef eitthvað af því, en samt kannski ekki alveg jafnrosalega mikið og syndrómið segir til um,“ segir Ari og hlær dátt. Ari hefur spilað víða undanfarna mánuði og misseri, til að mynda með Stórsveit Reykjavíkur og Big Bandi Samúels Jóns Samúelssonar (Samma í Jagúar). Í sumar er hann svo í skapandi sumarstarfi hjá Hinu húsinu. „Í því felst að ég spila úti um allar trissur, og er ég þá á eins konar listamannalaunum við að æfa mig og spila. Ég var til dæmis að spila til klukkan hálf tvö í gærnótt í Fjöl- skyldu- og húsdýragarðinum í gær í tilefni af Jónsmessunótt. Svo eru ýmis aukaverkefni sem maður tek- ur; ég held að ég sé til að mynda að spila í tíu brúðkaupum í sumar.“ Hrósið frá Bubba Eitt af stærstu giggunum sem Ari hefur troðið upp á að undanförnu eru útgáfutónleikar Bubba Mort- hens sem hann hélt í Borgarleik- húsinu í byrjun júní til að fylgja eftir útgáfu plötunnar Fjórir naglar. Eins og þeir kannski muna sem annað- hvort voru í salnum, eða heyrðu tónleikana á Rás 2 17. júní, sagði Bubbi þar að Ari væri einn af bestu trompetleikurum þjóðarinnar. „Það er heiður að heyra það frá Bubba,“ segir Ari bljúgur. Þú spilar ekki á plötunni sjálfri. Hvernig kom það til að þú spilað- ir á tónleikunum? „Jóel Pálsson saxófónleikari fékk giggið og hann bara hringdi í mig og spurði hvort ég væri laus. Sem ég var,“ útskýr- ir Ari og bætir við að það hafi ver- ið mjög skemmtilegt að fá að spila á þessum tónleikum. „Ég leit bara á þetta sem hvert annað gigg sem þurfti að tækla prófessjonal. Maður gerir náttúrlega ekkert upp á milli heldur gefur alltaf allt sem maður á. En þetta voru flottir tónleikar og flottir tónlistarmenn sem ég var að spila með, þannig að þetta var mjög gaman.“ Mundi eftir leikskólastráknum Þetta var þó ekki í fyrsta sinn sem leiðir Ara og Bubba liggja saman því trompetleikarinn ungi var með elsta syni kóngsins á leikskóla. „Við fór- um oft heim að leika saman á þeim árum, en svo fórum við svolítið hvor í sína áttina þegar við byrjuðum í Mýrarhúsaskóla. Það var hins veg- ar mjög fyndið að þegar ég labbaði inn á fyrstu æfinguna með Bubba þá horfði hann djúpt í augun á mér og sagði: „Ari! Gaman að sjá þig.“ Ég átti ekki von á því að hann myndi þekkja mig aftur, en mér finnst það aðdáunarvert að hann skyldi muna eftir mér síðan á leikskóla,“ segir Ari og brosir í kampinn. Ari segir ekki í kortunum að hann spili á fleiri tónleikum með Bubba á næstunni. En ef nota á brassband kæmi Ara ekki á óvart að hann og Jóel yrðu fengnir í það. „Það er oft- ast þannig - ef þú spilar einu sinni og kannt lögin þá er yfirleitt hringt aftur í þig,“ segir Ari. Ari flytur út eftir tæpa tvo mán- uði. Fram að því mun hann spila úti um allar trissur, auk þess sem hann fer á tíu daga námskeið í Dan- mörku. Ari er núna á fullu að leita sér að húsnæði í New York á netinu, en hann hefur hingað til búið í for- eldrahúsum. Það hlýtur því að vera svolítið kvíðvænlegt að flytja einn út í Stóra eplið? „Já, já, ég er tiltölu- lega hræddur. Ég viðurkenni það fúslega.“ kristjanh@dv.is Menning Fólk á uppleiðUngir hönnuðir og listamenn á uppleið verður þemað um helgina í Organ-portinu í Hafnarstræti eitt til þrjú. Margar uppákomur verða um helgina, meðal annars tónleikar og tískusýning á laugardeginum sem hefst klukkan fjögur og fimm upprennandi hönnuðir sýna afrekstur sinn. Grillið verður opið báða dagana og mun Dj- Tara spila fyrir gesti á laugardeginum. Íslenskir listamenn í ChelseaNíu íslenskir listamenn opna sýningu í Chelsea í dag. Listamennirnir eru Birgir Andrésson, Hrafnhildur Arnardóttir, Ásmundur Ásmundsson, Ásdís Sif Gunnars-dóttir, Unnar Örn, Haraldur Jónsson, Ragnar Kjartansson, Katrín Sigurðardóttir og Magnús Siguraarson. Sýningarstjóri er Markús Þór Andrésson í samstarfi með Ragnari Kjartanssyni. Sýningin nefnist It´s Not Your Fault og stendur til 8. ágúst. MYNDLIST Fjölbreyttar sýningar fjórar sýningar eru eftir í sumar í gallerí Ibiza Bunker. Trompet- leikari á leið á toppinn Tekið á trompetinum „Þetta er líkamlega mjög erfitt hljóðfæri og tekur langan tíma fyrir líkamann að ná tökum á því. Þetta eru rosalega mikil átök, þú þarft til dæmis að kreppa saman rasskinnarnar alveg eins og þú getur og því meira eftir því sem þú ferð hærra.“ DV-MYNDir: Ásgeir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.