Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2008, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2008, Blaðsíða 56
föstudagur 27. júní 200856 Helgarblað DV Tækni umsjón: PÁLL sVanssOn palli@dv.is Intel vIll ekkI vIsta Intel-fyrirtækið, helsti framleið- andi örgjörva í heiminum og náinn samstarfsaðili Microsoft í gegnum tíðina, hefur samkvæmt heimildum frá háttsettum starfsmanni fyrir- tækisins ákveðið að uppfæra ekki tölvur starfsmanna sinna með nýj- asta stýrikerfi Microsoft, Windows vista. Ákvörðunin var tekin eftir að ljóst varð að enginn ávinningur væri af uppfærslunni fyrir starfsemi Intel og gífurlegur kostnaður yrði henni samhliða vegna uppfærslna á vélbúnaði til að keyra hið nýja stýrikerfi. Um áttatíu þúsund starfs- menn Intel munu því áfram nota Windows XP stýrikerfið og aðeins þeir sem þurfa vinnu sinnar vegna uppfæra í vista. Manchester í Englandi var á tímum seinni heimsstyrjaldar- innar eitt helsta vígi nýrrar tækni, tölvutækninnar. Við háskóla borgarinnar voru samankomnir vísindamenn og stærðfræðing- ar til að skapa fyrstu stafrænu tölvuna - Baby eða Barnið, tölvu sem gæti leyst flókin stærðfræði- leg verkefni á broti þess tíma sem það tæki hóp stærðfræðinga. Verkefnið var ekki aðeins í þágu vísindanna, austar í Evr- ópu starfaði hópur þýskra vís- indamanna við sama verkefnið því öllum var ljóst að tölvur gætu komið að miklu gagni í stríðs- rekstri, ekki síst vegna dulmáls- lykla og ráðningar þeirra. Það varð þó ekki fyrr en eftir lok stríðsins eða árið 1948 sem Barnið gat leyst sína fyrstu stærð- fræðijöfnu og þá eftir nokkrar til- raunir sem höfðu engum árangri skilað. Báknið Báknið, sem frumburðurinn var í raun og veru, vó nærri eitt tonn, samsett úr ýmsum málm- um, mörgum kílómetrum raf- lagna og hundruðum lampa. Minnið var geymt í ljósatúbu, líkri þeim er notaðar hafa verið gegn- um tíðina í sjónvarpsskjái, og gat geymt 128 bæti. Afl tölvunnar var þó minna en finnst í venjulegum vasareikni í dag, hún gat aðeins skilað 600-800 aðgerðum á sek- úndu en öflugasta tölva samtím- ans, Roadrunner frá IBM, skilar um þúsund trilljónum aðgerða á sekúndu. Þrátt fyrir viðmiðunina varð Barnið algjör bylting. Flók- in stærðfræðiverkefni, sem áður hafði tekið margar vikur að leysa, voru nú leyst á nokkrum mín- útum og menn fóru að gera sér grein fyrir að bylting væri í aðsigi, sérstaklega í iðnaði. Seinna þetta sama ár bættist stærðfræðingurinn Alan Turing í hóp vísindamannana en hann varð heimsfrægur fyrir að ráða dulmálslykla nasista í Bletchley Park, hlustunar- og fjarskipta- miðstöð breska hersins sem ein- hverjir kannast við úr kvikmynd- inni Enigma. Turing vann síðan ásamt hópnum við smíði næstu tölvu sem hlaut nafnið Mk 1 og varð fyrsta tölvan sem hægt var að kaupa á almennum mark- aði og fyrirboði þess sem koma skyldi – heimilistölvunnar. Fyrsta stafræna tölvan leit dagsins ljós í skugga heims- styrjaldarinnar síðari. „Barnið“ eins og hún var kölluð vó um eitt tonn og fæðingin gekk ekkert allt of vel. Tæknin sem hún byggðist á varð hins vegar grund- völlur byltingar í iðnaði og upplýs- ingatækni og ger- breytti samfélögum heimsins. Vandræði með heimsmet Hin nýja útgáfa Firefox-vafrans frá Mozilla olli því að netþjónar fyrirtækisins bókstaflega lögðust á hliðina þrátt fyrir að ætlunin hafi verið að slá nýtt heimsmet í niðurhali. klukkan sex 17. júní síðastliðinn (að staðartíma vestanhafs) var Firefox 3.0 gerður almenningi aðgengilegur til niðurhals en skömmu síðar hófust vandræðin þegar milljónir manna reyndu að nálgast vafrann. Það var ekki fyrr en fjórum klukkutím- um síðar sem eðlilegur hraði komst á milli notenda og vefsíðu Mozilla-fyrirtækisins. Þetta var einstaklega pínlegt þar sem mikið hafði verið haft fyrir því að auglýsa áform fyrirtækisins um að setja nýtt heimsmet í niðurhali frá vefsíðunni. einhverja daga í viðbót tekur að fara yfir tölulegar upplýsingar og ráðfærast við Heimsmetabók Guinness en enginn flokkur er til eins og er sem hæfir heimsmeti sem þessu. talið er að um átta milljónir eintaka af vafranum hafi verið sóttar fyrstu 24 klukkustundirnar. ný og lauflétt ferðatölva frá toshiba kemur á markað vestanhafs á næstunni. tölvan, sem ber nafnið Portégé r500-s5007V, vegur aðeins um 1.100 grömm en til viðmiðunar vegur macBook air, þynnsta fartölvan í dag, um eitt og hálft kíló. tölvan skartar, líkt og macBook air og thinkpad-tölvan frá Lenovo, ssd- drifi (solid state drive) sem er 128 gígabæti og toshiba-fyrirtækið því komið í bullandi samkeppni við apple og Lenovo. Það vekur sérstaka athygli að rafhlöðuending er um átta klukkutímar sem verður að teljast þrusugott enda ætti tölvan að höfða til þeirra efnameiri í viðskiptaheiminum sem sífellt eru á ferð og flugi. Verðmiðinn er líka eftir því, 3000 dollarar eða um 240 þúsund krónur vestanhafs. tölvan sem keyrir á Intel Core 2 duo u7700-örgjörva með 1.33gHz klukkutíðni og tveggja gígabæta vinnsluminni, kemur með innbyggðu geisladrifi sem les og skrifar dVd og Cd, víruðu og þráðlausu 802.11 a/g/n neti, Blátönn 2,0-stuðningi og höggvörn. palli@dv.is Ein lauflétt fartölva frá toshibainternet fyrir alla Áhugaverð ráðstefna var haldin á dögunum í new York. Frammá- menn úr ýmsum geirum samfé- lagsins komu saman og héldu pall- borðsumræður um ástand netsins í Bandaríkjunum. Þjóðin sem skapaði netið er nefnilega komin langt á eftir öðrum þjóðum í innleiðingu háhraðaneta eða í fimmtánda sæti. Það þykir líka forkastanlegt að um tuttugu milljónir Bandaríkjamanna sem búa í dreifbýli skuli ekkert aðgengi hafa að háhraðanetum né fyrirsjáanlegt að slíkt verði í náinni framtíð. „Barnið“ er orðið sextugt spammari sakfelldur eigendur Myspace-samskiptasíð- unnar vinsælu höfðuðu mál nýverið gegn einstaklingi og fyrirtæki sem hann starfar hjá. scott Richter, sem starfar hjá Media Breakaway llC, hafði nýtt sér eig- in aðgang og annarra á Myspace til að senda þúsundir ruslpósta á notendur vefsvæðisins. Póstarnir voru allir viðskiptalegs eðlis og auglýstu ákveðnar vörutegundir. Dómstóll í kaliforníu tók málið fyrir á dögunum og dæmdi Richter og fyrirtækið til að greiða um 480 milljónir króna í skaðabætur auk málskostnaðar. Dýr auglýsingaherferð það. Portégé R500-s5007v Vegur aðeins um 1.100 grömm. Mk 1 Varð fyrsta tölvan sem hægt var að kaupa á almennum markaði. BaRn eða BÁkn? Vó nærri eitt tonn, samsett úr ýmsum málmum, mörgum kílómetrum raflagna og hundruðum lampa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.