Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2008, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2008, Blaðsíða 30
„Fjölskyldan hafði enga trú á þessu í upphafi,“ segir Emil Helgi Lárus- son, annar stofnenda skyndibita- keðjunnar Serrano. „Fyrstu mán- uðirnir fóru í að sanna sig, bæði fyrir sjálfum okkur, fjölskyldunni og þeim sem við versluðum við. Sem betur fer tókst það,“ segir hann. Áður en Emil gerðist veitinga- maður starfaði hann við útgerð og fór á sjóinn með skólanum: „Framan af sinnti ég þessu hvoru tveggja en eftir að umsvifin jukust höfum við báðir verið í fullu starfi við Serrano, það var ekki annað hægt enda um að gera að nýta þau tækifæri sem manni bjóðast,“ seg- ir Emil. Hugmyndin kviknaði fyrir nokkrum árum þegar hann og Ein- ar Örn Einarsson voru á bakpoka- ferðalagi um Suður-Ameríku. Þeim fannst úrval skyndibita á Íslandi dapurt og vildu geta keypt sér góð- an, hollan og fljótlegan mat. „Til- finning okkar var sú að markaður væri fyrir aðra hluti en djúpsteikt- an og fremur óhollan mat, fram- tíðin kallaði á eitthvað nýtt því fólk væri orðið meðvitaðra um hvað það léti ofan í sig,“ segir Emil. Serr- ano notar mikið af fersku hráefni sem er unnið á hverjum stað und- ir ströngu eftirliti. „Nafnið á staðn- um kemur einmitt frá einni af chili-tegundunum sem við notum í uppskriftirnar, hún heitir serra- no,“ segir hann. Tilraunaeldhús í stúdentaíbúð „Eftir bakpokaferðalagið var þetta í umræðunni í einhvern tíma en svo hringdi Einar í mig og vildi kýla á þetta svo ég sló bara til.“ Á þeim tíma bjó Einar í Bandaríkjun- um þar sem hann lærði hagfræði við Northwestern University en Emil var að ljúka námi í viðskipta- fræði frá Háskólanum í Reykjavík. „Einar var búinn að hugsa þetta í langan tíma og hafði til dæmis unnið mikið að því að þróa upp- skriftir fyrir staðinn í litlu eldhúsi í stúdentaíbúðinni sinni,“ segir Emil. „Ég vann í því að smíða fyrsta staðinn á meðan Einar sá um matinn, ég smakkaði hann reynd- ar aldrei fyrr en staðurinn var opnaður,“ segir Emil. Til að byrja með fór salan hægt af stað en hef- ur vaxið jafnt og þétt með árun- um. „Við þurftum að kenna fólki hvernig það borðar þennan mat, það voru til dæmis ekki allir hrifn- ir af álpappírnum í fyrstu en svo vandist það,“ segir hann. „Það er mjög gaman að sjá hvað kúnna- hópurinn er dyggur, það gefur manni líka mikið að fá viðbrögð í tölvupósti, hvort sem þau eru góð eða slæm, það er alltaf hægt að gera betur,“ segir hann. Opna stað í Svíþjóð Sex ár eru liðin síðan þeir félag- arnir opnuðu fyrsta Serrano-stað- inn í Kringlunni. Núna eru staðirnir fjórir og sá fimmti verður opnað- ur á Bíldshöfða í júlí. Til stendur að færa enn frekar út kvíarnar og opna stað í Stokkhólmi í haust. Um þessar mundir leita þeir félagarnir að hentugu húsnæði ytra og von- ast til að geta opnað þar í haust. Síðustu misserin hafa þeir orðið sér úti um fjölda markaðskannana á Norðurlöndunum með hjálp fyr- irtækis sem sérhæfir sig á því sviði. Svíþjóð var vænlegasti kosturinn og til að byrja með er stefnan sett á að opna einn stað. „Ef það geng- ur jafnvel og hér heima opnum við örugglega fleiri staði í Stokkhólmi,“ segir Emil. Nýbreytni á Bíldshöfða Í dag er Guðni Samúelsson yf- irkokkur á Serrano en hann var áður yfirkokkur á Tapasbarnum. Hann prófar sig áfram og stýr- ir vinnunni við nýjar uppskriftir. „Við erum með rýnihóp á tölvu- pósti sem kemur reglulega til okk- ar og smakkar nýja rétti, það sem skorar best endar svo mögulega á matseðlinum í framtíðinni,“ seg- ir Emil. Í júlí verður fimmti stað- urinn opnaður á Bíldshöfða. Auk þess að bjóða upp á hefðbundinn Serrano-mat er fyrirhugað að þar verði morgunmatur á boðstólum. „Það er mjög vinsælt í Bandaríkj- unum að fá sér tortillu fyllta með kartöflum, hrærðu eggi og salsa í morgunmat, það er ótrúlega gott,“ segir Emil. „Þessi nýbreytni mun þó ekki byrja fyrr en í haust, stað- urinn mun einnig verða með bíla- lúgu í framtíðinni og við erum mjög spenntir að sjá hvernig það mun ganga,“ segir hann. liljag@dv.is föstudagur 27. júní 200830 Helgarblað DV Í útrás með skyndibita Emil Helgi Lárusson og Einar Örn Einarsson byrjuðu að þróa uppskriftir í stúdentaíbúð í Bandaríkjunum. Þeir fengu hugmyndina að hollum skyndibita á bakpokaferðalagi um Suður-Ameríku. Lilja Guðmundsdóttir ræddi við Emil og Einar um aðdragandann að opnun Serrano og yfirvofandi útrás til Skandinavíu. Emil Helgi Lárusson annar stofnenda serranos á nýja staðnum í Hafnarfirði. „einar var búinn að hugsa þetta Í langan tÍma og hafði til dæmis unnið mikið að þvÍ að þróa upp- skriftir fyrir staðinn Í litlu eldhúsi Í stúdentaÍbúðinni sinni.“ Quesadilla ristuð pön nukaka með grænmeti, osti og öð ru góðgæti. Vantar þig fjármálaráðgjöf? Þarftu að ná áttum í peningamálunum? lVið gerum heildar yfirlit yfir fjárhagsstöðuna lVið semjum við kröfuhafa um gjaldfallnar skuldir lVið aðstoðum þig við fasteignaviðskipti lVið gerum verðmat á fasteigninni þinni lVið bendum þér á hvar má spara og minnka útgjöld Hringdu núna! Það er auðveldara að taka á vandanum strax! GH Ráðgjöf Sóleyjargötu 17, 101 Reykjavík Sími 510-3500 og 615-1020 Guðrún Hulda Ólafsdóttir hdl Björgvin Guðjónsson löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali Geymdu þessa auglýsingu – Hún getur komið sér vel
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.