Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2008, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2008, Blaðsíða 50
föstudagur 27. júní 200850 Ferðir DV Hjá sumum snýst lífið bara um ís... Aðalstræti 3 - Akureyri Birgir Þór Halldórsson stofnaði síðuna samferda.net þar sem fólk getur fundið sér ferðafélaga til að spara eldsneytiskostnað. Síðunni hefur verið vel tekið og skráningum hefur fjölgað mikið að undanförnu. Það getur verið skemmtilegt að kynnast nýju fólki á ferðalagi um landið. „Skráningum hefur fjölgað um þriðjung að undanförnu, kannski vita fleiri um síðuna en ætli það megi ekki rekja margt af þessu til hækk- andi olíu- og bensínverðs,“ segir Ís- firðingurinn Birgir Þór Halldórsson, stofnandi síðunnar samferda.net. Heimasíðan er vefsíða fyrir ferða- langa sem vilja deila bensínkostnaði og þannig ferðast ódýrar. Notendur hennar skrá hvert ferðinni er heitið og hvort þeir eru að leita eftir farþeg- um eða fari. Það eru ekki bara Íslend- ingar sem nýta sér síðuna því upp- lýsingarnar hafa verið þýddar bæði á ensku og þýsku. „Það er mikil aukn- ing á erlendum ferðamönnum sem nota síðuna, auðvitað er það lang- mest á sumrin en það er alltaf eitt- hvað sem tínist inn yfir vetrartím- ann,“ segir hann. Birgir heldur síðunni út sjálfur og stendur straum af þeim kostnaði sem í hana fer. Ljósmyndirnar á síðunni eru einnig úr hans eigin smiðju. „Ég hitti einu sinni íslenska stelpu sem var að segja mér frá þessari frábæru síðu sem hún sá á netinu. Hún hafði ferðast um allt landið á stuttum tíma til að fylgja eftir hringferð hljómsveit- arinnar Sigur Rósar sumarið 2006. Hún áttaði sig ekkert á því að það var ég sem stóð á bak við þetta,“ seg- ir hann. Hann stofnaði síðuna fyrir versl- unarmannahelgina árið 2005 eftir að hin þýska Anita Hubner kynnti hann fyrir hugmyndinni og fékk í lið með sér. Núna nýlega kom upp hugmynd frá háskólanemum um að skrá fastar ferðir til og frá skólunum til að spara peninga. „Kannski læt ég einhvern tímann verða af þessu, það á bara eftir að koma í ljós,“segir hann. Sjálfur hefur hann nokkrum sinnum nýtt sér þjónustu annarra: „Já, það hefur komið fyrir að ég hef nýtt mér þetta, hef fengið fólk með mér og þannig sparað peninga, það getur verið mjög skemmtilegt,“ seg- ir Birgir. Ísland er fallegt Það er gaman að ferðast um ísland. Samferða ókunnugum um landið taka BensÍn á BÍlinn Það getur munað miklu að samnýta bíla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.