Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2008, Page 38

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2008, Page 38
föstudagur 27. júní 200838 Sport DV Sport RobeRto DonaDoni hættuR roberto donadoni er hættur sem þjálfari ítalska landsliðsins í knattspyrnu eftir að hann var rekinn frá liðinu. ítalskir fjölmiðlar bú-ast fastlega við því að Marcello Lippi muni taka við ít-alska landsliðinu á nýjan leik. donadoni var kallaður inn á fund ítalska knattspyrnusambandsins í gær og hon-um tilkynnt að starfskrafta hans væri ekki óskað. ítalía féll úr leik í átta liða úrslitum Evrópumótsins eftir að hafa tapað fyrir spánverjum í vítaspyrnukeppni. Bandaríkjamenn ætla að tjalda öllu sem til er til þess að verða ól- ympíumeistarar að nýju eftir að hafa misst titilinn í hendur Argentínu- manna á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2004. Bandaríkjamenn hafa einungis þrívegis ekki staðið uppi sem sigur- vegarar á Ólympíuleikunum og árið 2004 tapaði í fyrsta skipti lið skipað leikmönnum úr NBA fyrir öðru liði þegar Argentínumenn lögðu þá í undanúrslitum. Þriðja sætið þótti skammarlegt en margir af bestu leikmönnum NBA- deildarinnar gáfu ekki kost á sér. Í upphafi var ljóst að liðið var ekki nægilega sterkt og í fyrsta leik sínum í riðlakeppninni töpuðu Bandaríkin fyrir Puerto Rico með 19 stiga mun. Bandaríkjamenn ætla ekki að láta niðurlæginguna endurtaka sig og hafa valið rjómann af NBA-deildinni til þess að spila á Ólympíuleikunum. hópurinn er eftirfarandi: bakverðir Kobe Bryant - Los angeles Lakers jason Kidd -dallas Mavericks Chris Paul - new Orleans Hornets Michael redd - Milwaukee Bucks deron Williams - utah jazz dwyane Wade - Miami Heat Framherjar Carlos Boozer - utah jazz Carmelo anthony - denver nuggets tayshaun Prince - detroit Pistons LeBron james - Cleveland Cavaliers Miðherjar Chris Bosh - toronto raptors dwight Howard - Orlando Magic Að þessu sinni er liðið gríðarsterkt og gaman verður að sjá þá Kobe Bry- ant og Lebron James saman inni á vellinum. Mike Krzyewski verður þjálfari liðsins en hann hefur getið sér gott orð sem þjálfari Duke-há- skólans sem reglulega er meðal bestu liða í bandaríska háskólaboltanum. „Í liðinu okkar eru miklir íþrótta- menn og mikil breidd. Við verðum að vera meðvitaðir um það að bil- ið á milli Bandaríkjanna og annarra liða hefur minnkað. Að þessu sinni búumst við því að þurfa að hafa fyrir hverjum sigri. Enginn leikur er auð- veldur,“ segir Krzyewski. Athygli vekur að enginn leik- manna meistaraliðs Boston Celtics verður í bandaríska landsliðinu á Ól- ympíuleikunum. vidar@dv.is StórSkota- liðið boðað Lebron James Verður í eldlínunni með bandaríska landsliðinu. Kobe bryant Verðmætasti leikmaður nBa-deildarkeppn- innar verður í eldlínunni á Ólympíuleikunum. Bandaríska landsliðið í körfuknattleik ætlar sér stóra hluti á Ólympíuleikunum. Slysið frá því fyrir fjórum árum á ekki að endurtaka sig og Bandaríkjamenn eru staðráðnir í því að endurheimta ólympíutitilinn sem þeir hafa haft áskrift að undanfarna Ólympíuleika.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.