Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2008, Qupperneq 38

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2008, Qupperneq 38
föstudagur 27. júní 200838 Sport DV Sport RobeRto DonaDoni hættuR roberto donadoni er hættur sem þjálfari ítalska landsliðsins í knattspyrnu eftir að hann var rekinn frá liðinu. ítalskir fjölmiðlar bú-ast fastlega við því að Marcello Lippi muni taka við ít-alska landsliðinu á nýjan leik. donadoni var kallaður inn á fund ítalska knattspyrnusambandsins í gær og hon-um tilkynnt að starfskrafta hans væri ekki óskað. ítalía féll úr leik í átta liða úrslitum Evrópumótsins eftir að hafa tapað fyrir spánverjum í vítaspyrnukeppni. Bandaríkjamenn ætla að tjalda öllu sem til er til þess að verða ól- ympíumeistarar að nýju eftir að hafa misst titilinn í hendur Argentínu- manna á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2004. Bandaríkjamenn hafa einungis þrívegis ekki staðið uppi sem sigur- vegarar á Ólympíuleikunum og árið 2004 tapaði í fyrsta skipti lið skipað leikmönnum úr NBA fyrir öðru liði þegar Argentínumenn lögðu þá í undanúrslitum. Þriðja sætið þótti skammarlegt en margir af bestu leikmönnum NBA- deildarinnar gáfu ekki kost á sér. Í upphafi var ljóst að liðið var ekki nægilega sterkt og í fyrsta leik sínum í riðlakeppninni töpuðu Bandaríkin fyrir Puerto Rico með 19 stiga mun. Bandaríkjamenn ætla ekki að láta niðurlæginguna endurtaka sig og hafa valið rjómann af NBA-deildinni til þess að spila á Ólympíuleikunum. hópurinn er eftirfarandi: bakverðir Kobe Bryant - Los angeles Lakers jason Kidd -dallas Mavericks Chris Paul - new Orleans Hornets Michael redd - Milwaukee Bucks deron Williams - utah jazz dwyane Wade - Miami Heat Framherjar Carlos Boozer - utah jazz Carmelo anthony - denver nuggets tayshaun Prince - detroit Pistons LeBron james - Cleveland Cavaliers Miðherjar Chris Bosh - toronto raptors dwight Howard - Orlando Magic Að þessu sinni er liðið gríðarsterkt og gaman verður að sjá þá Kobe Bry- ant og Lebron James saman inni á vellinum. Mike Krzyewski verður þjálfari liðsins en hann hefur getið sér gott orð sem þjálfari Duke-há- skólans sem reglulega er meðal bestu liða í bandaríska háskólaboltanum. „Í liðinu okkar eru miklir íþrótta- menn og mikil breidd. Við verðum að vera meðvitaðir um það að bil- ið á milli Bandaríkjanna og annarra liða hefur minnkað. Að þessu sinni búumst við því að þurfa að hafa fyrir hverjum sigri. Enginn leikur er auð- veldur,“ segir Krzyewski. Athygli vekur að enginn leik- manna meistaraliðs Boston Celtics verður í bandaríska landsliðinu á Ól- ympíuleikunum. vidar@dv.is StórSkota- liðið boðað Lebron James Verður í eldlínunni með bandaríska landsliðinu. Kobe bryant Verðmætasti leikmaður nBa-deildarkeppn- innar verður í eldlínunni á Ólympíuleikunum. Bandaríska landsliðið í körfuknattleik ætlar sér stóra hluti á Ólympíuleikunum. Slysið frá því fyrir fjórum árum á ekki að endurtaka sig og Bandaríkjamenn eru staðráðnir í því að endurheimta ólympíutitilinn sem þeir hafa haft áskrift að undanfarna Ólympíuleika.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.