Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2008, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2008, Page 21
Dagurinn í dag, föstudagurinn 27. júni, er 178undi dagur ársins og rík- isstjórnin okkar er svo sem ekkert að bylta sér í bólinu vegna hins fárveika efnahagsástands á heimilum lands- manna. Enda er hún í kærkomnu fríi og þar sem hún dólar sér heldur hún kannski að á einum þeirra 187 daga sem eftir lifa ársins hljóti henni að detta í hug áhrifamikil töfralausn sem eyðir vandarhöggunum sem dynja á botni hins almenna manns. Auðvitað vitum við öll að ríkis- stjórnin sem við kusum vegna þess að við trúðum á loforð flokkanna sem skipa hana, dinglar ráðalaus með fallandi krónu og veit ekkert hvað hún á að taka til bragðs. En við hljót- um að vona að hún hysji upp um sig buxurnar, dusti rykið af baráttuand- anum og hætti að flýja undan þeim herjum sem að henni sækja. Við höfum sýnt ríkisstjórninni ótrúlegt umburðarlyndi; við höfum verið þolinmóð og þögul en nú er mál að linni. En þar sem ljóst er að ríkis- stjórnin sér ekki leið til að ná árangri er ekki úr vegi að benda henni á ár- angur Samtaka 78 síðastliðin þrjátíu ár. Samtökin eiga einmitt þrjátíu ára afmæli í dag, en vegna óbilandi trú- ar þeirra á jafnrétti og réttlæti hafa þau gjörbylt stöðnuðu hugarfari og fordómum. Og víst er að það er mun vandasamara verk að breyta árþús- unda kúgun og óréttlæti en að finna leið til að leiðrétta kjör almennings í landi sem þrátt fyrir allt hefur yfir að ráða fúlgum fjár; málið er að tortíma þeirri vanahugsun að peningarnir og lífsgæðin séu fyrir fáa og taka um leið undir orð baráttukonunnar Emmu Goldman, hún fæddist reyndar 27. júní fyrir 140 árum, sem sagði ást- ina vera afl sem bryti öll lögmál og allar hefðir vegna þess að hún væri frjálsasti og kraftmesti áhrifavaldur mannlegrar tilveru. Þetta hefur hvað eftir annað sannað sig enda vitum við að til þess að brjóta hlekki úreltra hugmynda þarf ástríðu og það þarf ást og það þarf sköpunarkraft; en kannski er það einmitt þetta þrennt sem ríkis- stjórnina vantar. Hún er að minnsta kosti eitthvað svo sorglega vanmátt- ug og þyngslaleg að hún minnir mest á Morrann í Múmíndalnum hennar Tove Janson, en Tove kvaddi einmitt í dag fyrir sjö árum. Morrinn er einmana, leiður og vinalaus; hann er kalinn á hjarta, frystir allt í kringum sig og allt sem hann kemur nálægt visnar og deyr. Lesendur Múmínálfanna finna samt til með Morranum undir niðri, rétt einsog við finnum til með okkar flóð- hestalegu og ráðlausu ríkisstjórn. En þótt við finnum til höfum við ekki endalaust umburðarlyndi; við viljum að hún hætti að Morrast þetta, breyti hugsanagangi sínum, vinni fyrir þá sem kusu hana, standi við loforð sín, kveiki eld í kulnuðum ástríðum sín- um og hætti að vinna fyrir hina fáu efnuðu – við viljum ekki sjá hana í líki Hughs Grant sem var tekinn ber- rrassaður á felutottinu 27. júní fyrir 9 árum; við viljum enga tottara og ekk- ert tott. Við viljum ástríðufulla ríkis- stjórn sem skammast sín ekki fyrir að elska. Sandkassinn Um þessar mundir er undirritað- ur háskólanemi að flytja á milli tveggja fokdýrra íbúða í Reykja- vík.Í þessari borg mennta og æðri tilgangs er nefnilega fýsi- legast að búa, hér er fólkið töff og laust við minnimáttar- kennd við stóra bróður. Einhver hlýtur skýringin í það minnsta að vera á því hvers vegna það er svona dýrt að búa hér. Þriggja herbergja íbúð leigist á litlar 130.000 krónur á tímum verðbólgu og lánastíflu bankanna. Ef þú átt ekki góðhjartaða frænku sem á kjallaraíbúð í Vesturbæn- um og fæddist hreint ekki með silfurskeið í munni er þetta það sem þú þarft að sætta þig við. Par í háskólanámi sem þarf að hafa aukaherbergi sleppur ekki með mikið minna en þessa upp- hæð. Fullt námslán frá Lánasjóði ís- lenskra náms- manna er 94.000 krónur á mánuði svo samanlagðar tekjur parsins eru 188.000 krónur. Það á jú að vera full vinna að vera í há- skólanámi. Háskólaneminn hefur hins vegar þann möguleika að reyna að komast á stúdentagarða, já, eða ætti að hafa það. Það er hins vegar jafnerfitt og að finna íbúð á 70.000 krónur, gangi þér vel, félagi. íbúðamál í bland við hækkandi matar- og bensínverð gerir það að verkum að háskólaneminn þarf aukatekjulind. Hann vinnur því eins og brjálæðingur í allt sumar og líka samfara háskólanáminu. Þannig fá skólarnir þreyttari stúd- enta sem eyða minni tíma og orku í námið en ella. Það hlýtur svo að skila minni árangri í námi og slakara vinnu- afli út í þjóðfé- lagið. Ég vil að íslenska ríkið taki sig saman í andlitinu og tengi námslánin við vísitölu, svo lengi sem það er hagstætt. Lilju Guðmundsdóttur finnst hart að vera háskólanemi Ekkert tott, takk DV Umræða föstudagur 27. júní 2008 21 Mannránum mótmælt Leikarar settu á svið handtöku manns til að mótmæla því hvernig bandaríska leyniþjónustan hefur rænt grunuðum hryðjuverkamönnum og framselt þá til ríkja sem stunda pyntingar. athöfnin fyrir framan þing Evrópusambandsins var hluti af baráttudegi amnesty International gegn hryðjuverkum. Mynd AFP myndin P lús eð a m ínu s Spurningin „Ég hef meiri áhyggjur af sauðfé á ísbjarnarslóðum heldur en með tannskemmdir,“ segir gísli Einarsson, fréttamaður á rúV og sveitamaður mikill. flúor frá iðnaðarsvæðinu á grundartanga veldur tannskemmd- um hjá sauðfé. Hefur þú áHyggjur af sauðfé með tann- skemmdir? Plúsinn fær Sigurveig Sara Björnsdóttir, starfsmaður hjá Íshestum. Hún er orðin þreytt á of háu bensínverði og fer því á hesti í vinnuna. viGdís GríMsdóttir rithöfundur skrifar „Málið er að tortíma þeirri vanahugsun að peningarnir og lífsgæð- in séu fyrir fáa.“ -hvað er að frétta?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.