Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.04.2015, Qupperneq 18

Fréttatíminn - 02.04.2015, Qupperneq 18
„Það bara birtist í hausn- um á mér að ég ætti að vera hér og taka við búinu. „This is it“ hugsaði ég og það var rosalegur léttir.“ Ástríðan nauðsynleg til að vera bóndi á Íslandi Þ órarinn, eða Doddi, er fædd-ur og uppalinn á Hálsi, rétt eins og faðir hans og afi, en Lisa er frá Bern í Sviss. Heimili þeirra er ekki eins og hvert ann- að íslenskt sveitaheimili. Stór og virðuleg viðarhúsgögn og mottur frá mörkuðum í Sviss gefa vistarver- unum evrópskan sjarma og allskyns koparpottar og pönnur sem skreyta veggi eldhússins minna frekar á bóndabæ í Ölpunum en Kjósinni. „Mér líður ótrúlega vel hérna,“ seg- ir Lisa. „Ef það er eitthvað sem ég sakna, utan vina og fjölskyldu, þá eru það árstíðirnar og árstíðabund- inn matur,“ segir Lisa sem hefur þó náð að skapa nokkuð suðræna stemningu í gróðurhúsinu þar sem hún ræktar meðal annars aspas og ýmiskonar salöt. Allir sveitadrengir ættu að ferðast til útlanda Doddi ætlaði sér alltaf að vera bóndi en segist þó hafa orðið efins á ákveðnu tímabili í lífi sínu. „Það kom þarna tímabil þar sem ég var ekki alveg viss um hvað ég vildi gera. Þá flutti ég til Sviss þar sem ég vann bæði á bóndabæ og í járnsmiðju. Ég fór bara út til að kynnast einhverju nýju en það er eitthvað sem ég held að allir íslenskir sveitadrengir ættu að gera,“ segir Doddi og brosir. „Það opnar augu manns og víkkar sjón- deildahringinn að sjá hvernig heim- urinn virkar annarsstaðar.“ „Lisa var síðasta manneskjan sem ég kynntist í Sviss, rétt áður en ég var búin að taka ákvörðun um að flytja aftur til Íslands. Sviss er ótrú- lega fallegt land og ég var á báðum Rétt utan við Reykjavík, á bænum Hálsi í Kjós, búa hjónin og nautgripabændurnir Þórarinn Jónsson og Lisa Boije af Gennaes. Frá árinu 2009 hafa þau selt grasalið Galloway- nautakjöt beint frá býli og notið þess að gefa í leiðinni leiðbeiningar um það hvernig best sé að matreiða ólíka bitana svo þeir verði sem ljúffengastir í eldhúsum fjöl- margra fastakúnna. Þórarinn og Lisa, sem stefna á að opna sérverslun með kjöt úti á Granda í vor, segja ástríðu fyrir starfinu nauðsynlega til að geta verið bóndi á Íslandi. áttum þangað til ég fór heim í hey- skap eitt haustið og fann að ég gæti bara búið hér. Það var ótrúlega gott að fá þessa sterku tilfinningu, eig- inlega bara magnað, því það er svo óþægilegt að vera á báðum áttum með svona stóra ákvörðun. Það bara birtist í hausnum á mér að ég ætti að vera hér og taka við búinu. „This is it“ hugsaði ég og það var rosalegur léttir.“ „Við flökkuðum á milli í nokkurn tíma þangað til ég ákvað að flytja hingað árið 2008, og ég sé alls ekki eftir því,“ segir Lisa og brosir til Dodda. „Doddi kæmist hvort eð er ekki fyrir í Sviss, hann þarf svo mikið pláss.“ Eins og sauðfjárbúskapur með beljum Á Hálsi var rekið mjólkurbú fram til ársins 2000 þegar Doddi og faðir hans tóku ákvörðun um að hætta í mjólkinni og fara í kjötið. „Það kom þessi tímapunktur þar sem við urð- um að ákveða hvort við myndum eyða fullt af peningum í að kaupa róbóta og kvóta en við ákváðum að það væri of mikil áhætta. Okkur leist ekkert á að veðsetja allt upp í topp eina ferðina enn og höfðum heldur ekki trú á því að þetta kvóta- kerfi myndi hanga endalaust. Við vorum orðnir heitir fyrir kjötfram- leiðslu svo við ákváðum í samein- ingu að kýla á það. Við ákváðum að fara í Galloway því ef þú ætlar í kjöt þá viltu fá eitthvað með almenni- legu kjöti á og það er nóg af því á þessum holdagripum,“ segir Doddi en holdagripir eru aðeins ræktaðir til kjötframleiðslu og mjólkin undan kvígunum er ekkert nýtt. „Kýrnar bera á vorin og svo eru kálfarnir á spena í svona 8 mánuði þar til þeir fara í hús og eru þar fóðraðir á grasi. Þetta er í raun eins og sauðfjárbú- skapur með beljum.“ Langar að kenna Íslendingum að borða nautakjöt Til að byrja með seldu feðgarnir hálfa skrokka eftir pöntunum en árið 2009 ákváðu Doddi og Lisa að opna verslun með minni kjötbita og aðrar heimagerðar vörur af bænum. „Það var Lisa sem opnaði augu mín fyrir því að hér væru möguleikar á að selja beint frá býli. Þetta er eitthvað sem maður sér á öðrum hverjum bæ úti en ég var ekki alveg að sjá þetta ganga upp hérna heima,“ segir Doddi. „Það er mjög lítil nautakjöts- menning á Íslandi og Íslendingar kunna lítið að elda nautakjöt,“ segir Lisa. „Fólk var að koma hingað og Hjónin á Hálsi í Kjós hafa selt nautakjöt beint frá býli síðan árið 2009 og anna ekki eftirspurn. Þau hafa nú lokað búðinni á bænum en munu opna verslunina á ný úti á Granda í vor. Ljósmyndir/Hari Doddi og Lisa breyttu gömlum sendiferðabíl í matarvagn þar sem þau grilla hamborgara og selja við ýmis tækifæri. Á myndinn sést glitta í samstarfsmann þeirra hjóna, hann Helga sem vinnur við úrbeiningar. Framhald á næstu opnu 18 viðtal Helgin 2.-5. apríl 2015
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.