Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.04.2015, Blaðsíða 20

Fréttatíminn - 02.04.2015, Blaðsíða 20
kaupa mjög stóra bita sem það vissi kannski ekkert hvernig það ætti að elda. Svo mig fór að dreyma um að opna verslun þar sem við gæt- um selt minni bita og mælt með að- ferðum til að elda þá. Í Sviss er mjög löng hefð fyrir nautakjöti. Þar eru allir bitar notaðir og ef biti er seigur þá er hann eldaður á þann hátt sem gerir hann meyran. Það er svo mikil synd að hér skuli fólk bara þekkja lund og rib-eye og að restin fari í hakk og gúllas. Það eru svo margir bitar sem eru bragðgóðir en þetta er allt spurning um að elda rétt.“ Gamlar beljur og holdanaut í sama verðflokki Til að byrja með voru allir skrokk- ar frá Hálsi úrbeinaðir í sláturhús- inu en í dag er allt unnið á bænum. „Áður en við byrjuðum á því að úr- beina skrokkana sjálf hér á bænum, þá létum við sláturleyfishafann vinna kjötið fyrir okkur en það er nú engin sérstök þjónustulund þar eða vilji til að gera hlutina öðruvísi. Þeir komu bara fram við okkur eins og þeir hafa alltaf komið fram við íslenska neytendur, það var bara eitthvað eitt í boði og enginn vilji til að gera annað. Það er svo sem ekkert skrítið að Íslendingar þekki ekki nautakjöt því það hefur alltaf bara verið einn flokkur í boði, og það er dýrasti flokkurinn. Við höf- um aldrei getað keypt ódýrt nauta- kjöt því það fer allt í sama verðflokk- inn, hvort sem það er fyrsta flokks holdanaut eða 30 ára gömul belja,“ segir Doddi. „Vinsælustu steik- urnar í búðinni hjá okkur eru flat iron, flank, hanger og skirt, en það eru bitar sem venjulega er hent í ís- lenskum sláturhúsum.“ Þarf ástríðu til að vera bóndi á Íslandi Þau hjónin segja gripabúskapinn og búðina hafa verið eitt stórt ævin- týri frá upphafi til enda en neita því þó ekki að búskapurinn sé mikil og stöðug vinna. „Þetta er brjáluð vinna en samt svaka- lega skemmtileg. Það besta er að vera að byggja eitt- hvað sjálfur upp,“ segir Doddi. „Það þarf mikla ástríðu til að vera bóndi á Ís- landi,“ segir Lísa. „Já, þú þarft ástríðu, en það er ekki nóg,“ segir Doddi. „Þú þarft helst tengsl til að fá jörð því jarðir eru orðnar svo dýrar eftir að bankinn fór að kaupa allt upp. Og eins og kerfið er í dag þá er þetta svo svakalegur pakki að taka á sig. Þú þarft að kaupa land og það sem þú framleiðir fer líklegast ekki upp í kostnað á fjárfestingunni. Þá þarftu að stíga skrefi lengra og kaupa þér framleiðslurétt. Sem er furðulegt – af hverju þarftu að kaupa framleiðslu- rétt? Af hverju máttu ekki bara framleiða í takt við eftirspurn? Og ef þú kaupir framleiðslurétt á ein- hverju sem getur gefið af sér, eins og t.d. mjólk, þá ertu samt alltaf með það yfirvofandi að kerfið geti breyst. Það er hægt að verða bóndi í dag en það eru því miður fáir útvaldir sem ná því.“ Fullt af matarnördum í Reykjavík Verslunin hefur gengið framar þeirra björtustu von- um og nú hafa þau tekið ákvörðun um að flytja hana til Reykjavíkur. „Í byrjun var stærsti hluti kúnnanna sumarhúsaeigendur á svæðinu en í dag eru flestir okkar viðskiptavinir fólk sem hefur áhuga á mat og eldamennsku og sem býr í bænum. Það er eigin- lega ótrúlegt hvað það er til mikið af matarnörd- um í Reykjavík,“ segir Lisa og hlær. „Þessi verslun okkar er búin að færa okkur á þann stað sem við erum í dag því í gegnum hana höfum við lært inn á það hvað kúnninn vill. Það er alltaf jafn gaman þegar fólk kemur aftur eftir að hafa prófað eitthvað í fyrsta sinn og er ánægt með upplifunina og vill fá meira eða þá prófa eitthvað meira nýtt,“ segir Lisa. „Þegar við vorum farin að úrbeina hér á bænum og verslunin var farin að ganga vel fóru kúnnarnir að spyrja hvenær við kæmum eiginlega í bæinn,“ segir Doddi. „Okkur finnst ekkert langt í bæinn en auð- vitað er dálítið langt að keyra 100 km til að fá steik á grillið. Þannig að við erum bara að gera það sem við erum beðin um.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Grasfóðrun og þurrmeyrnun „Íslendingar halda almennt að allir gripir á Íslandi séu grasfóðraðir en það er alls ekki þannig. Þeir éta gras yfir sumartímann en yfir veturinn er notað fóður í bland við hey og svo í lok vetrar er oft bara fóður. Fóðrið sem íslenskir bændur eru að nota er í flestum tilfellum úr innfluttu erfða- breyttu korni, soja eða mais, þó svo að sumir bændur noti íslensk bygg. Mér finnst bara rugl að flytja inn eitt- hvað bandarískt kjarnfóður til að fóðra íslensk dýr, annaðhvort á bara að rækta fóðrið hér eða þá að sleppa því. Sífellt fleiri framleið- endur nota íslenskt fóður og það er allt neytendum að þakka,“ segir Doddi. Eftir að skrokkarnir hafa fengið viðeigandi tíma til meyrnunar (um 3 vikur til þurrmeyrnunar, sem veldur því að vökvainnihald kjötsins minnkar) eru þeir úrbeinaðir í kjötvinnslustöð- inni á Hálsi. „Nautakjötið frá okkur hefur þá sérstöðu umfram annað kjöt sem er í boði, að kjötið er hrein náttúruafurð. Það eru engin íblöndunarefni sem auka vatnsbindingu eða valda falskri þyngdaraukningu,“ segir Lisa. „Vinsælustu steikurnar í búðinni hjá okkur eru flat iron, flank, han- ger og skirt, en það eru bitar sem venjulega er hent í ís- lenskum slátur- húsum.“ „Það er betra fyrir bæði dýrin sjálf og okkur að dýrin séu fóðruð á grasi. Nautgripir eru einfaldlega hannaðir frá náttúrunnar hendi til að éta gras og eiga erfitt með að melta fóður. Auk þess erum við á móti því að nota erfðabreytt efni í ræktun á kjöti. Svo er bara svo miklu betra bragð af grasfóðruðu kjöti,“ segir Lisa. „Okkur finnst ekkert langt í bæinn en auðvitað er dálítið langt að keyra 100 km til að fá steik á grillið. Þannig að við erum bara að gera það sem við erum beðin um.“ 20 viðtal Helgin 2.-5. apríl 2015 Bertolli viðbit er framleitt úr hágæða ólífuolíu. Það er alltaf mjúkt og auðvelt að smyrja. Í Bertolli er mjúk fita og fitusýrur sem taldar eru heppilegri fyrir hjarta- og æðakerfi en hörð fita. BERTOLLI Af matarborði Miðjarðarhafsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.