Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.04.2015, Page 24

Fréttatíminn - 02.04.2015, Page 24
Ég var meira reið og ætl- aði sko að taka þetta á hnefanum. Það átti eng- inn að sjá það að við ættum eitt- hvað bágt. Við klár- uðum námið ári síðar og fluttum heim, og þá fyrst brotnaði ég saman. V ið það að átta okkur á því að báðir synir okkar væru ein-hverfir þá fórum við úr því að vera í afneitun yfir í það að heim- urinn hrundi. Þetta var hræðilegur tími,“ segir Ragnhildur Ágústsdótt- ir, forstöðumaður hjá Advania. Fyrir tveimur árum síðan tóku sex mæður einhverfra drengja sig saman og stofnuðu styrktarfélag barna með einhverfu. Hefur líf þeirra og fjölskyldna þeirra litast af taugaþroskaröskuninni síðan drengirnir þeirra hlutu greiningu. Þær eru allar á því að megintilgang- ur samtakanna sé að opna á um- ræðuna um einhverfu og auðvelda þeim sem í þeirra spor feta. Hefur sett plön um barneignir í uppnám Fréttatíminn ræddi við þrjár kjarna- konur sem eiga samtals fjóra ein- hverfa drengi. „Þetta hefur vissu- lega sett öll plön um þriðja barnið í smá uppnám,“ segir Ragnhildur Ágústsdóttir, formaður félagsins, sem á tvo einhverfa drengi. „Ég á einn átta ára en hann er ekki hið dæmigerða einhverfa barn,“ segir Edda Karen Haralds- dóttir. „Hann er samt hið dæmi- gerða ódæmigerða barn.“ „Ég á svo einn 7 ára orkubolta með dæmigerða einhverfu,“ segir Rannveig Tryggvadóttir. „Við þekktumst ekkert áður,“ seg- ir Edda Karen, „nema lítillega í sitt hvorar áttirnar. Við vorum leiddar saman af kunningjatengslum. „Svo kynntumst við nokkrar í gegnum námskeið hjá Greiningar- og ráð- gjafarstöð ríkisins, GRR, og aðr- ar í gegnum sameiginlega vini og þá byrjuðu hjólin að snúast,“ segir Ragnhildur. „Á þeim námskeiðum hittir maður fólk sem er í sambæri- legum aðstæðum og skilur því betur hvaða áskoranir maður er að glíma við. Maður nennir ekkert alltaf að vera að útskýra þetta. Þess vegna er mikilvægt að geta talað um þetta við fólk í sömu sporum.“ Datt ekki í hug að mínir drengir væru einhverfir Mæðurnar þrjár segjast allar hafa orðið fyrir áfalli þegar drengirnir þeirra greindust. Viðbrögðin voru þó mjög ólík. „Það voru farnar að vakna grunsemdir hjá okkur þegar strákurinn var þriggja ára,“ segir Edda Karen. „Þá var hnippt í okkur á leikskólanum. Hans einkenni eru svipuð og hjá þeim sem eru með dæmigerða einhverfu, en ekki eins sterk. Merki einhverfu þurfa að vera komin fram fyrir þriggja ára Áfall þegar synirnir greindust með einhverfu Einn af hverjum 54 drengjum sem fæðist á Íslandi er einhverfur en fimm sinnum meiri líkur eru á að drengir fæðist með röskun á einhverfurófi en stúlkur. Þær Ragnhildur Ágústsdóttir, Rannveig Tryggvadóttir og Edda Karen Haraldsdóttir eru allar mæður einhverfra drengja og hafa gengið í gegnum ýmislegt í tengslum við fötlun sona sinna. Í viðtali við Fréttatímann ræða þær fordóma sem eru til staðar gagnvart einhverfum og hvernig þær fengu áfall þegar synirnir fengu greiningu. Draumur þeirra er að á næstu árum verði sams- konar viðhorf gagnvart einhverfum og eru í dag gagnvart fólki með lesblindu. aldur til þess að greiningin dæmigerð einhverfa geti átt sér stað.“ „Viðbrögð fólks eru mjög ólík,“ segir Ragnhildur. „Sumum kemur þetta mjög á óvart og öðrum ekki, og eru kannski fegnari því að vera með einhverja staðfestingu. Það eru líka margir sem segja að börn séu bara sérstök og eru um leið að draga úr því að fá greiningu,“ segir Rannveig. „Greiningin er mjög mikilvæg svo hægt sé að taka á þessu.“ „Ég var með miklar ranghugmyndir,“ segir Ragnhildur. „Mér datt ekki í hug að mínir dreng- ir væru einhverfir því ég hélt að einkennin væru miklu ýktari. Ein af ástæðunum fyrir því að við stofnuðum þetta félag og erum að vinna með GRR og Einhverfusamtökunum er einmitt sú að það þarf að auka vitundina um þetta,“ segir Ragnhildur. „Við eigum okkur þann draum að á næstu árum eða áratugum þá verði samskonar viðhorf gagnvart einhverfum og eru í dag gagnvart fólki með les- eða skrifblindu, en það var lengi vel litið hornauga þótt það sé ekki þannig í dag. Því það eru margar ranghugmyndir og miklir fordómar til staðar gagn- vart einhverfu. Rannsóknir sýna að það eru ekki nema um 20% einhverfra á vinnumarkaðnum. Ein- hverfir eru því alveg ótrúlega vannýtt auðlind,“ segir Ragnhildur. „Við viljum auðvitað bara búa börnunum okkar eins bjarta framtíð og hægt er.“ Viðhorf leikskólans breyttu öllu „Mig var búið að gruna þetta í svona hálft ár með minn dreng,“ segir Rannveig. „Ég er sálfræðimennt- uð sjálf og var farin að sjá ýmis einkenni sem ég kannaðist við, en ég þorði ekki að minnast á þetta við manninn minn. Strákurinn var farinn að sýna einkenni sem þóttu bara krúttleg eins og gera það sem er mjög algengt, sem er að taka um kinnar fólks og láta andlitin mætast -þá var hann að „stimma“, sem er nokkuð sem ég vissi ekki hvað er - en þá eru þau að örva sjálf sig í raun til að róa sig niður - endur- teknar hreyfingar eða hljóð. En svo var hann ekkert að hætta því og gerði það við alla, sem er ekki eins krúttlegt,“ segir Rannveig. „Hann sýndi fleiri ein- kenni eins og að blaka höndunum og þegar maður tók þetta saman þá áttaði maður sig á þessu. Ég var búin að taka út sjokkið þegar ég fékk staðfestinguna og var mjög fegin þegar greiningin kom því þá gat hann farið í þjálfun. Hann var nánast hættur að tala en það var mikilli þjálfun, vinnu og góðu atlæti hægt að ná honum alveg til baka,“ segir Rannveig. „Í okkar tilfelli höfum við verið ótrúlega heppin með alla sem hafa komið að Benedikt Degi. Leik- skólinn hans var algjörlega framúrskarandi og þar fékk hann þjónustu sem breytti öllu fyrir hann. Það að mæta svona jákvæðu viðhorfi í leikskóla og skóla er ómetanlegt - í dag er hann með tvo yndislega kennara sem mæta honum með mikilli virðingu og skilja hann alveg í grunninn,“ segir Rannveig. „Þetta breytir öllu fyrir okkur foreldrana RagnhilduR ÁgústsdóttiR Menntun: BS í viðskiptafræði og MS í stefnumótun og stjórnun Starf: Forstöðumaður hjá Advania Móðir Jóns Ágústs, fæddur 2007 og Viktors Inga, fæddur 2009. Báðir með dæmigerða einhverfu. Heldur úti bloggi um einhverfu á familyandautism.com RannVeig tRyggVadóttiR Menntun: BS í sálfræði og MS í markaðsfræði Starf: Birtingastjóri á PIPAR/ TBWA Móðir Benedikts Dags, fæddur 2008, með dæmigerða einhverfu edda KaRen haRaldsdóttiR Menntun: nemi í hjúkrunarfræði Starf: Flugfreyja hjá Icelandair Móðir Darra, fæddur 2007, með ódæmigerða einhverfu Einhverfa kemur samfélaginu öllu við. Athyglisverðar stað- reyndir um einhverfu: n Eitt af hverju 88 barni fæðist með röskun á einhverfurófi n Hjá drengjum eru líkurnar 1 á móti 54 – fimm sinnum meiri en hjá stúlkum n Einhverfa er fötlun - ekki sjúk- dómur og því ólæknandi n Það skiptir sköpum fyrir ein- hverfa að fá viðeigandi þjálfun eins fljótt og hægt er Nánari upplýsingar um einhverfu má finna á www.einhverfa.is og www. greining.is Framhald á næstu opnu 24 viðtal Helgin 2.-5. apríl 2015

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.