Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.04.2015, Side 32

Fréttatíminn - 02.04.2015, Side 32
Gegn betri núvitund É Ég lærði nýtt orð um daginn. Núvitund. Nú er núvitund kannski ekki það nýjasta í bransanum en það er nýtt fyrir mér og eins og ég skil konseptið, sem er líklega fullkomlega röng túlkun, þá snýst núvit- und aðallega um að þola það að þurfa að bíða í röð. Þeir hörðustu gangast jafnvel upp í því að velja viljandi langar raðir í búðinni og keyra á eftir gömlum köllum með hatt. Nú er ég með þann leiðinlega kvilla að vera með vegavonsku á háu stigi og þar sem þetta er það sem ég vildi hvað helst geta breytt í fari mínu. Ákvað ég því fyrir stuttu, eftir að hafa heyrt af núvitundinni, að prófa mína núvitund með því að velja hægu akreinina á háannatíma. Vera ekki óþolandi svigari – svona einu sinni. Komst þó fljótlega að því að núvitund mín er ekki upp á marga fiska því ekki var ég kominn svo mikið sem kílómetra áður en ég tók fram úr, á vegaöxlinni, sótbölvandi, bæði sjálfum mér fyrir uppátækið og líka, sjálf- sagt ljómandi góðri, ömmu einhvers. Sem þarna varð fyrir barðinu á vegavonskunni. Þannig fór fyrsta tilraun til að núvit- unda mig upp. Ég á það reyndar til að fara of geyst af stað í svona verkefni, mý- margar megranir sanna það, og springa svo stórkostlega á limminu. Þessar að- ferðir mínar eru sennilega alveg þveröf- ugar anda núvitundarinnar og dæmdar til þess að mistakast. Ég gafst þó ekki upp. Ákvað að reyna í Bónus. Valdi langa röð. Strákurinn sem var að afgreiða á næsta kassa virtist ekki skilja að ég var að reyna að betra líf mitt þegar hann pataði reglulega til mín með höndunum um að það væri allt tómt hjá sér. Ég núvitundaði mig upp og hékk áfram í röðinni löngu. Sé svo útundan mér, hvar ég horfi girndaraugum á Sí- ríuslengju við kassann, konu með alveg rosalega fulla kerru koma aðvífandi að kössunum og auðvitað stefnir hún beint á þann tóma. Ég afnúvitundaðist á núll einni og viðbeinsbraut mig næstum þegar ég stökk með kerruna í veg fyrir aum- ingja konuna sem var sjálfsagt, miðað við vörurnar í vagninum, úttauguð margra barna móðir að reyna að kaupa inn fyr- ir helgina. Konan sú átti sennilega mun frekar skilið að komast á undan mér, fúlum karlpungnum, út úr búðinni en ég lét á engu bera þegar ég setti vörurnar á bandið, undir illu augnaráði allra í búð- inni. Þá áttaði ég mig á að kannski þyrfti ég á smá aðstoð að halda. Ég var bara ekki að ná þessu. Lítil skref, hugsaði ég, og leitaði á náðir míns helsta bandamanns, sjónvarpsins. Prófaði að horfa á línulega sjónvarpsdag- skrá – með auglýsingum og lét meira að segja frá mér mína kærustu eign, fjar- stýringuna. Adam var ekki lengi í núinu því börnin sem voru fljót að sjá veikleika í nýnúvitunduðum föður sínum og hrifsuðu til sín sjónvarpið. Seinna um kvöldið, þeg- ar ég var búinn að ná varpinu aftur á mitt vald, sá ég á flakki um stöðvarnar gaml- an vinnufélaga, Sigmund Erni, á tali við einhverja konu á nýju sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Hafði ekki séð þátt á stöðinni og ákvað því að gefa þessu smá séns – og viti menn!. Alheimurinn er kosmískur eftir allt saman. Því hvað voruð þau að tala um? Núvitund, auðvitað. Þarna var komin í settið til hans Simma Ásdís nokkur Olsen sem mér skilst að sé einhverskonar núvitundargúrú hér á Fróni. Við að hlusta á Ásdísi snakka við hann Sigmund minn áttaði ég mig á, var reyndar ekki alveg nógu núvitundaður til að nenna að horfa til enda og því gæti ég aftur hafa misskilið, að núvitund er hið nýja Zen. Bara í staðinn fyrir að hugleiða sérstaklega og komast í „Zen-augnablik- ið“ á jógadínu á að komast í núvitundar- augnablikið í daglegum verkum. Hmm, hugsaði ég með mér. Þarf þá ekki endi- lega að láta sér viljandi líða illa í óþolandi aðstæðum til að ná núvitundarástandi? Hafði ég mögulega misskilið þetta allt saman svona líka hrapallega. Sú niður- staða þurfti svo sem ekki að koma mikið á óvart enda hafði ég ekkert kynnt mér núvitund áður en ég ákvað að ég skildi ná tökum á faginu. Stuttu eftir áhorfið, þegar ég var einu sinni sem oftar að klórþrífa klósettið, hvar við feðgar sýnum ekki alltaf okkar bestu hliðar (sjá Fréttatímann fyrir tveimur vik- um), fattaði ég að núvitund snýst einmitt ekki um að draga eitthvað á langinn og sjá hversu lengi maður þolir við. Heldur að njóta augnabliksins. Þarna með klór- brúsann í annarri, hlandblettóttan þerri- pappír í hinni og gengjarappara að úthúða lögreglunni í Compton í eyrunum átti ég mína fyrstu meðvituðu núvitund. Þarna var verk sem þurfti að vinna og eins gott að gera það bara í núinu. Þetta var mikil uppljómun fyrir tæplega fertugan mann í Hlíðunum. Síðan hef ég fattað að mín núvitund, sjálfsagt afar frábrugðin Ásdísar og hinna núvitundagúrúanna, snýst aðallega um að sveigja, gjörsamlega óþolandi, á milli akreina í umferðinni. Svína fyrir gamlar konur í búðum og kaupa óþarfa hluti til heimilisins á tilboði. Já, og að horfa eins mikið á sjónvarpið og ég get. Þar á ég mína bestu núvitund – en bara ef ég er með fjarstýringuna. Te ik ni ng /H ar i Haraldur Jónasson hari@ frettatiminn.is HELGARPISTILL w w w.forlagid. i s | Bókabúð Forlags in s | F i sk i s lóð 39 w w w.forlagid. i s | Bókabúð Forlags in s | F i sk i s lóð 39 FORELDRAR? ÚLFAR, Metsölulisti Eymundsson Handbækur / Fræðibækur / Ævisögur - vika 13 1. Metsölulisti Eymundsson Handbækur / Fræðibækur / Ævisögur - vika 13 2. DREKAR, Metsölulisti Eymundsson Handbækur / Fræðibækur / Ævisögur - vika 13 3. FORELDRAR? 32 viðhorf Helgin 2.-5. apríl 2015

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.