Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.04.2015, Side 33

Fréttatíminn - 02.04.2015, Side 33
Heimili & hönnun Kynningarblað Helgin 2.-5. apríl 2015 A lbert og Bergþór búa í sjarmerandi húsi við Lind-argötu 12 í Reykjavík. Sæl- gætisgerðin Freyja lét byggja húsið á fimmta áratug síðustu aldar og flutti þá inn sérstakar eldavélar frá Banda- ríkjunum með tvöföldum ofni. Albert og Bergþór hafa eina slíka í eldhús- inu hjá sér og er hún nánast í stöð- ugri notkun. „Hún bilaði að vísu ein jólin og það var enginn rafvirki sem treysti sér til að gera við hana,“ segir Albert. Þeir voru því eldavélalausir þau jólin og grilluðu á aðfangadag. Eftir jólin komust þeir hins vegar í kynni við rafvirkja sem hafði starfað á herstöðinni í Keflavík og hann gat gert við hana og er vélin því enn í fullu fjöri. Marokkóskur leirpottur í upp- áhaldi Aðspurðir um uppáhalds eldhús- áhald nefna þeir tagínu, sem er leir- pottur ættaður frá norður-Afríku. Albert og Bergþór eru báðir miklir mataráhugamenn og hafa gaman af því að elda og prófa nýja rétti. „Ofan Marokkóskur leirpottur uppáhalds eldhúsáhaldið Matgæðingarnir Albert Eiríksson og Bergþór Pálsson eiga sér uppáhalds eldhúsáhald: Marokkóskan leirpott, eða tagínu, sem þeir keyptu í París. Þeim finnast eldhúsverkin skemmtileg og njóta þess að elda á 73 ára gamalli bandarískri eldavél. Matgæðingarnir Albert Eiríksson og Bergþór Pálsson halda mikið upp á marokk- óskan leirpott, svokallaða tagínu, sem þeir keyptu í París fyrir nokkrum árum. Mynd/ Hari. Aðalskrifstofa - Borgarbraut 74 - 310 Borgarnes Söluskrifstofa - Vesturvör 29 - 200 Kópavogur Netfang - sala@limtrevirnet.is Aðalnúmer: 412 5300 | Söludeild: 412 5350 Andlit hússins er bílskúrshurð frá Límtré Vírnet Stuttur afgreiðslutími – uppsetningarþjónusta Söluaðili: limtrevirnet.is Frábært úrval 20% afsláttur af öllum kæli- og frystiskápum!! á pottinn fer eins konar hattur sem þrengist eftir því sem ofar dregur og minnir svolítið á stromp. Tagínur eru til í ýmsum stærðum og gerðum og hægt er að elda nánast hvað sem er í þeim,“ segir Albert, en þeir Bergþór nota pottinn aðallega í marokkóska kjöt- og grænmetisrétti. „Mikil gufa myndast sem stígur svo upp, þéttist og fellur að lokum niður aftur. Þetta gerir það að verkum að allt sem er eldað í tagínunni verður afskaplega mjúkt og bragðgott,“ segir Albert. Tagína í handfarangri Albert og Bergþór keyptu tagínuna í París fyrir nokkrum árum. „Hún er frekar stór og þurftum við að burðast með hana heim í handfar- angri,“ segir Albert, en það var vel þess virði. „Við notum okkar mjög mikið fyrir alls konar rétti og leyfum þá réttinum gjarnan að malla í tvo til þrjá tíma á hellunni. Þó svo að ofninn okkar sé tvöfaldur er hann því miður ekki nógu stór fyrir tagínuna þannig við notumst við eldavélarhelluna.“ Væn páskaterta Albert segist ekki viss um hvort tagínan verði notuð við páska- matseldina. „Eina páskahefðin sem við höfum tengda eldhúsinu er að ég baka væna tertu sem við höfum með páskakaffinu.“ Tertan í ár mun meðal annars innihalda nutella. „Svo munum við án efa bregða undir okkur betri fætin- um um páskahelgina og ferðast aðeins um landið,“ segir Albert að lokum Plöntur lífga upp á eldhúsið Plöntur í öllum stærðum og gerðum lífga upp á eldhúsið. Fyrir suma reynist hins vegar ómögu- legt að halda lífi í plöntunum, enda er ekki til nein ákveðin regla um það hvenær á að vökva því þættir eins og stærð potta, birta og hitastig hafa allir áhrif. Ágætt er þó að miða við blómstrandi plöntur þurfa meira vatn en blaðplöntur og blaðplöntur meira vatn en kaktusar. Þegar sól tekur að hækka á lofti er einnig tilvalið að rækta kryddjurtir í eldhúsglugganum. Þær eru auðveldar í ræktun ásamt því að vera nytsam- legar í matargerð. Margar þeirra hafa þá eiginleika að ilma einstaklega vel. Ef plássið er mikið er sniðugt að prófa sem flestar tegundir og finna hvað bragðast og virkar vel, annars er betra að velja eitthvað sem að maður notar mikið, til dæmis basiliku.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.