Fréttatíminn - 02.04.2015, Qupperneq 50
50 matur & vín Helgin 2.-5. apríl 2015
By Wirth tímaritahengi
8.400.-
Pyro Pet kerti
4.900.-
By Wirth myndahengi
5.100.-
Skjalm P kopar vasar
3.300.- & 4.900.-
Höfum opnað verslun að
Síðumúla 21
Gjöf við hvert tilefni
Opnunartímar:
Virkir dagar 11-18
laugardagar 12-16
Síðumúla 21
S: 537-5101
snuran.is
Um páskahelgina er tilvalið að gera vel
við sig, bæði í mat og drykk. Einn af
allra bestu kokteilunum er Viskí Sour
sem á rætur sínar að rekja aftur til
1870 og er forveri allra sour-drykkja.
„Þessari uppskrift hefur lítið verið
breytt frá 1870 en hún hefur auðvitað
verið notuð í mismunandi útfærslum.
Þegar notað er egg í hann kallast hann
Boston Sour. Þessi drykkur er alltaf
vinsæll, maður virðir alltaf þennan
drykk. Þeir sem eru að byrja að
drekka kokteila verða oft fyrir mestum
áhrifum af þessum,“ segir Ási á Slipp-
barnum sem er sérfróður í kokteil-
fræðunum.
Í slenskt bjóráhugafólk fær fleira til að njóta um páskana en páskaeggið. Í gær var fyrsti söludagur ársins í
Vínbúðunum á Úlfi Úlfi nr. 17 frá Borg
brugghúsi. Úlfur Úlfur er einungis
bruggaður einu sinni á ári, í takmörkuðu
upplagi og nýtur gríðarlegra vinsælda.
Ölið er af gerðinni Double India Pale Ale
(DIPA) og er einskonar tvöföld útgáfa af
Úlfi nr. 3, hinum hefðbundna IPA-bjór
brugghússins.
Humlasprengja með suðrænum keim
„Þetta er þriðja árið sem við bruggum
þennan bjór og gerum það ávallt á
þessum tíma en 1. apríl varð fyrir val-
inu af nokkrum ástæðum. Nafnið tónar
skemmtilega við þann óheiðarleika sem
fylgir deginum, en auk þess að vera vísun
í Úlf, hefðbundna IPA-bjórinn okkar, er
það auðvitað vísun í þekkta dæmisögu
um heiðarleika,“ segir Valgeir Valgeirs-
son, bruggmeistari hjá Borg.
„Þegar við brugguðum Úlf Úlf fyrst
fyrir þremur árum hafði aldrei verið
bruggaður svona humlamikill bjór hér-
lendis áður. Margir biðu spenntir en í ljósi
dagsins óöruggir með hvort eitthvað væri
raunverulega að koma eða hvort það væri
verið að rugla eitthvað í þeim. Þetta er
líka ákveðið forskot á vorið sem tæplega
er komið hingað á þessum tíma – bjórinn
er mikil humlasprengja og því talsverðir
suðrænir ávextir og blóm í lykt og bragði
sem vonandi koma einhverjum yfir sein-
ustu metra vetrarins.“
Ferskvara sem á njóta sem allra
fyrst
Þrátt fyrir háa áfengisprósentu er Úlfur
Úlfur mikil ferskvara og alls ekki ætluð
til þroskunar.
„Að gefnu tilefni ber að taka fram að
Úlfur Úlfur er, eins og aðrir IPA-bjórar,
mikil ferskvara og ætti að drekkast eins
nálægt framleiðsludegi og mögulegt er.
Það ríkir ákveðinn misskilningur með
þetta sem er að einhverju leyti okkur hjá
Borg að kenna,“ segir Árni Long, brugg-
meistari hjá Borg.
„Við höfum sent frá okkur þónokkuð
af sterkum og maltmiklum bjórum sem
við höfum verið að hvetja fólk til að prófa
að þroska heima hjá sér, bjóra á borð
við Surtina, Garúnu, bjóra í belgískum
klaustursstílum og fleiri. Þessir bjórar
eiga það sameiginlegt að vera háir í alkó-
hólmagni. Það er hinsvegar ekki alveg
svo einfalt að allir bjórar með hátt alkó-
hólinnihald séu vænlegir til þroskunar.
Léttir einfaldir lagerbjórar eru ferskvara
og DIPA-bjórar á borð við Úlf Úlf eru gott
dæmi um sterka bjóra sem eru það einnig
og á alls ekki að þroska.
Karaktereinkenni Úlfs Úlfs koma að
langmestu leyti frá því mikla humla-
magni sem í honum er og humlar eru
mjög veikir fyrir öldrun og „oxast“ illa
eins og það er kallað. Þess vegna eru IPA
bjórar þekktir fyrir að eldast illa en eru
með vinsælli bjórstílum bjóráhugafólks
á meðan þeir eru ferskir. Við hvetjum
því fólk til að njóta Úlfs Úlfs sem fyrst og
liggja ekki á birgðum. Þetta er kannski
svipað og jólalögin sem eru skemmtileg í
desember en hálf glötuð strax í janúar.
Fyrir þá sem vilja mastera ferskleikann
er hægt að benda á strætó. Þannig þarftu
ekki einu sinni að bíða eftir því að komast
heim, heldur getur byrjað strax á leiðinni.
Þá er hinsvegar mikilvægt að muna eftir
glasi – því allan gæðabjór á auðvita að
drekka úr glasi, aldrei af stút,“ segir Árni
Long.
Sígildur Viskí Sour
45 ml Bourbon (Til
dæmis Maker’s Mark eða
Bulleit)
30 ml ferskur sítrónusafi
15 ml sykur síróp (1,5
sykur á móti 1 vatni)
Dass maraschino líkjör,
sem er kannski svona
5 ml eða eftir smekk (Í
sumum uppskriftum er
líkjörnum sleppt)
1 eggjahvíta
Viskí sour
Aðferð
Allt sett í hristara og hrist
án klaka til að slá í sundur
eggjahvítuna. Svo er klaka
bætt við og hrist duglega,
klaki síaður frá á klakafyllt
glas. Ási á Slippbarnum
segist „dassa“ angostura
bitter yfir en því má
sleppa. Skreytt með
sítrónubát.
Bjór Úlfur Úlfur kemur á markað þriðja árið Í röð
Veisla fyrir bjóráhugafólk
Valgeir Valgeirsson og Árni Long í Borg brugghúsi hafa sent frá sér tvöfaldan IPA-bjór, Úlf Úlf. Ljósmynd/Hari
Strákarnir í Borg brugghúsi senda þriðja árið í röð frá sér tvöfaldan IPA-bjór, Úlf Úlf. Hann er
seldur í takmörkuðu upplagi og hvetja bruggmeistarar Borgar bjóráhugafólk til þess að njóta
veiganna sem fyrst, en ekki að bæta bjórnum í safnið heima.