Fréttatíminn - 02.04.2015, Síða 58
Fermingarkóngurinn
sest senn í helgan stein
Vigfús Þór Árnason er sóknarprestur í Grafarvogssókn sem er
stærsta sókn landsins. Hann er oft kallaður fermingarkóngurinn
því fáir hafa fermt jafn mörg börn og hann. Hann er að hefja sitt
síðasta starfsár en kvíðir því alls ekki að setjast í helgan stein.
Þ að eru auðvitað algjör forrétt-indi að hafa fengið að byggja sóknina upp frá grunni,“ seg-
ir Vigfús Þór Árnason sem hefur
verið sóknarprestur í Grafarvogi frá
árinu 1989. „Þá bjuggu hér um 300
manns og hér var eiginlega ekkert
nema bara gras. Nú búa um 20.000
manns í sókninni og við störfum hér
fjórir prestar saman.“
Nóg að gera í helgum steini
Vigfús var vígður til prests á Siglu-
firði árið 1976 svo hann er að hefja
sitt fertugasta og jafnfram síðasta
starfsár í vor. „Ég verð víst að
hætta sjötugur því ég er opinber
starfsmaður þó svo að ég sé eld-
hress. Ég held ég hafi bara sjaldan
haft það betra en akkúrat núna.
Sykurstigið hefur eitthvað aðeins
verið að angra mig en annars er
ég mjög hraustur. Þetta er dálítið
sérkennileg tilfinning en ég þakka
fyrir að hafa fengið að starfa svona
lengi og ég þakka bara fyrir hvern
dag sem er gefinn,“ segir Vigfús
sem kvíðir því ekki að setjast í
helgan stein. „Það er nóg af verk-
efnum sem bíða mín. Það er í nógu
að snúast í Lions-klúbbnum Fjörgin
hér í Grafarvogi, þar sem ég hef
verið meðlimur frá upphafi, og þó
það hvíli mikil leynd yfir Frímúr-
arareglunni þá er það nú ekkert
leyndarmál að ég er mjög virkur í
henni,“ segir Vigfús og hlær. „Það
er fer ekkert fram í Frímúrararegl-
unni sem gæti ekki farið fram við
altarið hér í kirkjunni.“
Fermingarbörnin hafa breyst
mikið á 40 árum
Á fjörutíu ára starfsferli hefur Vig-
fús fermt yfir 6000 fermingarbörn
og segist hann oftar en ekki hitta
gömul fermingarbörn á förnum
vegi. Hann segir fermingarbörn-
in hafa breyst gríðarlega á þess-
um fjörutíu árum. „Hér áður fyrr
snerist fræðslan aðallega um að
þylja yfir börnunum en í dag snýst
þetta miklu meira um samtal okk-
ar á milli og krakkarnir eru til í að
ræða allt milli himins og jarðar. Án
þess að vilja móðga strákana þá eru
stelpurnar aðeins á undan í þroska
á þessum aldri og þær eru mikið
að spá í framtíðina. Þær ræða hisp-
urslaust um hjónabandið á meðan
strákarnir horfa í aðra átt,“ segir
Vigfús og hlær.
Vígður prestur er alltaf
prestur
„Krakkar í dag eru almennt mun
opnari en áður og ekkert hræddir
við að tala um hluti eins og flókin
fjölskyldutengsl fyrir framan allan
bekkinn, hluti sem áður voru bara
ræddir á bak við lokaðar dyr áður.
Ég hefði sjálfur roðnað og litið und-
an sem fermingarstrákur. Nú eru
55 ár síðan séra Árelíus fermdi mig
í Langholtskirkju. Hann fermdi
mjög marga, gamli maðurinn, og
var oft kallaður fermingarkóngur
sinnar tíðar,“ segir Vigfús og játar
því að það megi kalla hann sjálf-
an fermingarkóng líka. „Já, ætli
það megi ekki kalla mig það því
ég er með í öllum fermingum hér
og við erum stærsta sóknin. Þetta
verður næstsíðasta hópfermingin
mín núna í ár. En vígður prestur
er auðvitað alltaf prestur svo ég
á nú örugglega eftir að taka þátt
í einhverjum athöfnum, allavega
að ferma barnabörnin mín. Ef guð
lofar og ef heilsan leyfir.“
Halla Harðardóttir
halla@frettatiminn.is
Vigfús Þór Árnason fermdist sjálfur á föstudaginn langa í 30 barna hópi í Langholtskirkju. Hann segir sína bestu vini vera á meðal
fermingarbarnanna en þau ætla öll 30 að hittast á föstudaginn langa og fagna því að 55 ár eru frá fermingunni. Ljósmynd/Hari
58 menning Helgin 2.-5. apríl 2015
Billy Elliot (Stóra sviðið)
Mið 8/4 kl. 19:00 11.k Mið 29/4 kl. 19:00 Fös 15/5 kl. 19:00
Fim 9/4 kl. 19:00 12.k Fim 30/4 kl. 19:00 Sun 17/5 kl. 19:00
Lau 11/4 kl. 19:00 aukas. Sun 3/5 kl. 19:00 Mið 20/5 kl. 19:00
Sun 12/4 kl. 19:00 13.k Þri 5/5 kl. 19:00 Fim 21/5 kl. 19:00
Fim 16/4 kl. 19:00 14.k Mið 6/5 kl. 19:00 Fös 22/5 kl. 19:00
Fös 17/4 kl. 19:00 15.k Fim 7/5 kl. 19:00 Mán 25/5 kl. 19:00
Sun 19/4 kl. 19:00 aukas. Fös 8/5 kl. 19:00 Mið 27/5 kl. 19:00
Mið 22/4 kl. 19:00 Lau 9/5 kl. 19:00 Fös 29/5 kl. 19:00
Fim 23/4 kl. 19:00 Sun 10/5 kl. 19:00 Lau 30/5 kl. 19:00
Fös 24/4 kl. 19:00 Mið 13/5 kl. 19:00 Sun 31/5 kl. 19:00
Sun 26/4 kl. 19:00 Fim 14/5 kl. 19:00
Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki - ósóttar pantanir seldar daglega
Lína langsokkur (Stóra sviðið)
Lau 11/4 kl. 13:00 Lau 18/4 kl. 13:00 Lau 25/4 kl. 13:00
Sun 12/4 kl. 13:00 Sun 19/4 kl. 13:00 Sun 26/4 kl. 13:00
Sterkasta stelpa í heimi er mætt á Stóra sviðið
Er ekki nóg að elska? (Nýja sviðið)
Mið 8/4 kl. 20:00 5.k. Mið 22/4 kl. 20:00 12.k Fös 8/5 kl. 20:00 19.k
Fim 9/4 kl. 20:00 6.k. Fim 23/4 kl. 20:00 13.k Lau 9/5 kl. 20:00 20.k.
Lau 11/4 kl. 20:00 7.k. Fös 24/4 kl. 20:00 aukas. Sun 10/5 kl. 20:00 21.k
Sun 12/4 kl. 20:00 8.k. Sun 26/4 kl. 20:00 14.k Þri 12/5 kl. 20:00 aukas.
Þri 14/4 kl. 20:00 aukas. Mið 29/4 kl. 20:00 15.k Mið 13/5 kl. 20:00 22.k.
Mið 15/4 kl. 20:00 9.k Fim 30/4 kl. 20:00 16.k Fim 14/5 kl. 20:00 23.k.
Fim 16/4 kl. 20:00 10.k Sun 3/5 kl. 20:00 17.k Fös 15/5 kl. 20:00 aukas.
Fös 17/4 kl. 20:00 11.k Mið 6/5 kl. 20:00 aukas. Sun 17/5 kl. 20:00
Sun 19/4 kl. 20:00 aukas. Fim 7/5 kl. 20:00 18.k
Nýtt verk eftir Birgi Sigurðsson höfund hins vinsæla leikrits Dagur vonar
Kenneth Máni (Litla sviðið)
Fös 10/4 kl. 20:00 Lau 25/4 kl. 20:00 Lau 16/5 kl. 20:00
Lau 18/4 kl. 20:00 Lau 2/5 kl. 20:00 Fös 29/5 kl. 20:00
Stærsti smáglæpamaður Íslands stelur senunni
Beint í æð (Stóra sviðið)
Fös 10/4 kl. 20:00 Lau 25/4 kl. 20:00 Lau 16/5 kl. 20:00
Lau 18/4 kl. 20:00 Lau 2/5 kl. 20:00
Sýningum fer fækkandi
Hystory (Litla sviðið)
Lau 11/4 kl. 20:00 3.k. Fös 24/4 kl. 20:00 5.k. Fim 14/5 kl. 20:00
Sun 12/4 kl. 20:00 4.k. Mið 29/4 kl. 20:00 6.k.
Sun 19/4 kl. 20:00 aukas. Fös 8/5 kl. 20:00
Nýtt íslenskt verk eftir Kristínu Eiríksdóttur
Billy Elliot – HHHHH , S.J. Fbl.
leikhusid.is Konan við 1000° – HHHH „Í stuttu máli fá töfrar leikhússins að njóta sín“
– Morgunblaðið
HVERFISGATA 19 551 1200 LEIKHUSID.IS MIDASALA@LEIKHUSID.IS
Fjalla - Eyvindur og Halla (Stóra sviðið)
Fim 9/4 kl. 19:30 4.sýn Fim 16/4 kl. 19:30 7.sýn Fös 24/4 kl. 19:30 10.sýn
Fös 10/4 kl. 19:30 5.sýn Fös 17/4 kl. 19:30 8.sýn
Lau 11/4 kl. 19:30 6.sýn Lau 18/4 kl. 19:30 9.sýn
Eitt magnaðasta verk íslenskra leikbókmennta í uppsetningu Stefan Metz.
Sjálfstætt fólk - hetjusaga (Stóra sviðið)
Sun 19/4 kl. 19:30 Aukas.
Allra síðasta aukasýning.
Segulsvið (Kassinn)
Fös 10/4 kl. 19:30 7.sýn Fös 17/4 kl. 19:30 9.sýn
Lau 11/4 kl. 19:30 8.sýn Lau 18/4 kl. 19:30 10.sýn
Nýtt leikverk eftir Sigurð Pálsson
Konan við 1000° (Stóra sviðið)
Sun 12/4 kl. 19:30 Aukas.
Allra síðasta aukasýning.
Kuggur og leikhúsvélin (Kúlan)
Sun 12/4 kl. 13:30 Sun 19/4 kl. 13:30
Sun 12/4 kl. 15:00 Sun 19/4 kl. 15:00
Kuggur og félagar geysast nú upp á svið í Þjóðleikhúsinu í fyrsta sinn!
08. apríl kl. 20.00
Kvöldstund með
Helgu Þórarins.
Súpa í veitingastofum frá
kl 18.00, borðapantanir
í síma 511 1904
10. apríl kl. 20.00
Samsöngur með
Júlíönu Indriðadóttur og
Sigurkarli Stefánssyni.
Súpa í veitingastofum frá
kl 18.00, borðapantanir
í síma 511 1904
11. apríl kl. 16.00
Tónleikar- Anna Sigríður
Skarphéðinsdóttir
sópransöngkona og
Sólborg Valdimarsdóttir
píanóleikari.
www.hannesarholt.is
Miðasala á midi.is
Dagskrá
hannesarholts